Súdanar flýja undan sveitum Haftars Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2025 15:47 Átökin í Súdan hafa komið verulega niður á íbúum landsins. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/MARWAN MOHAMED Forsvarsmenn hers Súdan segja hermenn hafa hörfað frá landamærum ríkisins við Egyptaland og Líbíu, eftir að vígahópar á vegum Khalifa Haftar í Líbíu gerðu árásir yfir landamærin, samhliða sveitum Rapid support forces, eða RSF, sem barist hafa gegn hernum í á þriðja ár. Vígamenn RSF hafa tekið yfir stjórn á svæðinu. Haftar er leiðtogi Líbíska þjóðarhersins (LNA) og hefur um árabil barist gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur notað stuðnings Rússa í gegnum árin. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarhernum hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Reuters hefur eftir forsvarsmönnum hersins að hermenn hafi hörfað frá landamærunum en ekki er farið nánar út í af hverju. Þá er haft eftir talsmönnum Haftars að hans menn hafi ekki ráðist yfir landamærin og þess í stað saka þeir sveitir hliðhollar stjórnarhernum um að hafa ráðist á Haftar-liða. Yfirvöld í Súdan hafa sakað RSF og LNA um að flytja vopn til RSF yfir landamærin en svæðið sem um ræðir er nærri borginni al-Fashir í Súdan, en harðir bardagar hafa átt sér stað þar um nokkuð skeið. Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa sent vopn til RSF en þau styðja einnig Haftar. Egyptar, sem styðja ríkisstjórn Súdan, hafa einnig stutt Haftar í Líbíu. Súdan Líbía Hernaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Vígamenn RSF hafa tekið yfir stjórn á svæðinu. Haftar er leiðtogi Líbíska þjóðarhersins (LNA) og hefur um árabil barist gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur notað stuðnings Rússa í gegnum árin. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarhernum hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Reuters hefur eftir forsvarsmönnum hersins að hermenn hafi hörfað frá landamærunum en ekki er farið nánar út í af hverju. Þá er haft eftir talsmönnum Haftars að hans menn hafi ekki ráðist yfir landamærin og þess í stað saka þeir sveitir hliðhollar stjórnarhernum um að hafa ráðist á Haftar-liða. Yfirvöld í Súdan hafa sakað RSF og LNA um að flytja vopn til RSF yfir landamærin en svæðið sem um ræðir er nærri borginni al-Fashir í Súdan, en harðir bardagar hafa átt sér stað þar um nokkuð skeið. Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa sent vopn til RSF en þau styðja einnig Haftar. Egyptar, sem styðja ríkisstjórn Súdan, hafa einnig stutt Haftar í Líbíu.
Súdan Líbía Hernaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira