Þetta eru börnin sem ég hef áhyggjur af í skólakerfinu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 12. júní 2025 10:47 Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa góðar fyrirmyndir sem hafa kennt þeim að sýna hugrekki og seiglu til að ná markmiðum sínum. Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa tileinkað sér vaxandi hugarfar. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem tala sig sjálf niður og vaða yfir aðra með yfirgangi og skítkasti. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem sjá ekki tilganginn með því að læra það sem verið er að kenna þeim í skyldunáminu. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segja að þau þurfi ekki að læra því þau ætli að verða Youtube-arar eða samfélagsmiðlastjörnur þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segjast ekki þurfa að vera í skóla því að foreldrar þeirra hafi það fínt þrátt fyrir að hafa enga menntun. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem búa í samfélagi sem þau vita ekkert um né hafa nokkurn áhuga á að kynnast. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa hvorki góðan grunn í móðurmáli sínu né því tungumáli sem talað er í því landi sem þau búa í. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem koma hingað til landsins og segjast ekki ætla að læra íslensku því að þau ætli ekki að búa hér á landi þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem ekki er talað við né lesið fyrir heima. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem eru fædd hér á landi eða eru aðflutt og hafa ekki orðaforða til að skilja það sem þau heyra. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa ekki góðar fyrirmyndir í lífinu. Það er erfitt og oft á tíðum ógerlegt að kenna barni eða leiðbeina sem vill ekki læra eða taka leiðsögn. Allt of mörg börn fara í gegnum skyldunám sitt hér á landi með hangandi haus og ætla síðan að taka sig á í 10. bekk til að komast inn í rétta skólann en staðreyndin er sú að þú þjappar ekki tíu ára skólagöngu á eitt ár. Þeir kennarar sem ég hef starfað með og þekki til eru flestir boðnir og búnir til að finna leiðir sem henta þeirra nemendum til að ná sem mestum árangri. Margir þessir kennarar eru með hugann við starf sitt út fyrir hefðbundinn vinnutíma og eru tilbúnir að ganga skrefinu lengra til farsældar fyrir börn. En þrátt fyrir þessi auka skref þá gengur oft erfiðlega að ná til ákveðins hóps nemenda. Oft er sagt á tyllidögum að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og eru það orð að sönnu. Það þarf hugrekki til að vera gott foreldri. Góð gildi þarf að kenna og mennskuna að næra. Vegferð hvers einstaklings byrjar við fæðingu og skiptir miklu máli að byggja sterkan grunn strax frá byrjun. Hlutverk foreldra er veigamikið og gott samstarf við þá sem eru inni í lífi hvers barns mikilvægt. Núna eru grunnskólanemendur farnir út í sumarið. Sum þeirra hafa gott og sterkt bakland en önnur ekki. Hjálpumst að við að byggja bjargir og finna verkfæri til að hjálpa þeim börnum sem standa höllum fæti. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Gleðilegt barnvænt sumar, Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í KFR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa góðar fyrirmyndir sem hafa kennt þeim að sýna hugrekki og seiglu til að ná markmiðum sínum. Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa tileinkað sér vaxandi hugarfar. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem tala sig sjálf niður og vaða yfir aðra með yfirgangi og skítkasti. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem sjá ekki tilganginn með því að læra það sem verið er að kenna þeim í skyldunáminu. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segja að þau þurfi ekki að læra því þau ætli að verða Youtube-arar eða samfélagsmiðlastjörnur þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segjast ekki þurfa að vera í skóla því að foreldrar þeirra hafi það fínt þrátt fyrir að hafa enga menntun. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem búa í samfélagi sem þau vita ekkert um né hafa nokkurn áhuga á að kynnast. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa hvorki góðan grunn í móðurmáli sínu né því tungumáli sem talað er í því landi sem þau búa í. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem koma hingað til landsins og segjast ekki ætla að læra íslensku því að þau ætli ekki að búa hér á landi þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem ekki er talað við né lesið fyrir heima. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem eru fædd hér á landi eða eru aðflutt og hafa ekki orðaforða til að skilja það sem þau heyra. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa ekki góðar fyrirmyndir í lífinu. Það er erfitt og oft á tíðum ógerlegt að kenna barni eða leiðbeina sem vill ekki læra eða taka leiðsögn. Allt of mörg börn fara í gegnum skyldunám sitt hér á landi með hangandi haus og ætla síðan að taka sig á í 10. bekk til að komast inn í rétta skólann en staðreyndin er sú að þú þjappar ekki tíu ára skólagöngu á eitt ár. Þeir kennarar sem ég hef starfað með og þekki til eru flestir boðnir og búnir til að finna leiðir sem henta þeirra nemendum til að ná sem mestum árangri. Margir þessir kennarar eru með hugann við starf sitt út fyrir hefðbundinn vinnutíma og eru tilbúnir að ganga skrefinu lengra til farsældar fyrir börn. En þrátt fyrir þessi auka skref þá gengur oft erfiðlega að ná til ákveðins hóps nemenda. Oft er sagt á tyllidögum að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og eru það orð að sönnu. Það þarf hugrekki til að vera gott foreldri. Góð gildi þarf að kenna og mennskuna að næra. Vegferð hvers einstaklings byrjar við fæðingu og skiptir miklu máli að byggja sterkan grunn strax frá byrjun. Hlutverk foreldra er veigamikið og gott samstarf við þá sem eru inni í lífi hvers barns mikilvægt. Núna eru grunnskólanemendur farnir út í sumarið. Sum þeirra hafa gott og sterkt bakland en önnur ekki. Hjálpumst að við að byggja bjargir og finna verkfæri til að hjálpa þeim börnum sem standa höllum fæti. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Gleðilegt barnvænt sumar, Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í KFR
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun