Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakargiftir Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 06:27 Jón Óttar hefur kært héraðssaksóknara, Ólaf Þór, fyrir rangar sakargiftir. Refsing er allt að tíu ára fangelsi. Vísir/Ívar Fannar og Vilhelm Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að kæran hafi verið lögð fram á mánudag og að þar sé fullyrt að Ólafur Þór hafi árið 2012 lagt fram kæru gegn Jóni Óttari gegn betri vitund. Kæran hafi á þeim tíma byggt á fölsuðum gögnum. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að vinna Jóns Óttars fyrir skiptastjóra Milestone hafi verið heimiluð af öðrum saksóknara innan embættisins, Hólmsteini Gauta Sigurðssyni, og að Ólafi Þór hafi verið kunnugt um það. Síðustu misseri hefur töluvert verið fjallað um mál Jóns Óttars og PPP í tengslum við vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara og sem lögreglumanns á sama tíma. Í viðtali við fréttastofu í maí sakaði Jón Óttar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ sagði Jón Óttar í viðtalinu. PPP til skoðunar Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Fjallað var um það í Kveik og á RÚV fyrr á árinu. Í frétt Morgunblaðsins í dag er einnig fjallað um að engin tilraun hafi verið gerð til að endurheimta eða eyða gögnunum. Þá er einnig fjallað um innanhúsminnisblað þar sem eiga að koma fram upplýsingar um sakleysi Jóns Óttars. Ríkissaksóknari felldi rannsóknina niður árið 2013. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að málið sé ekki fyrnt. Refsing fyrir rangar sakargiftir sé allt að tíu ára fangelsi en til refsiauka gæti verið meint misnotkun saksóknara á stöðu sinni og því fyrnist brotið á 15 árum. Lögreglan Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Tengdar fréttir Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02 Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00 Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Þar segir að kæran hafi verið lögð fram á mánudag og að þar sé fullyrt að Ólafur Þór hafi árið 2012 lagt fram kæru gegn Jóni Óttari gegn betri vitund. Kæran hafi á þeim tíma byggt á fölsuðum gögnum. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að vinna Jóns Óttars fyrir skiptastjóra Milestone hafi verið heimiluð af öðrum saksóknara innan embættisins, Hólmsteini Gauta Sigurðssyni, og að Ólafi Þór hafi verið kunnugt um það. Síðustu misseri hefur töluvert verið fjallað um mál Jóns Óttars og PPP í tengslum við vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara og sem lögreglumanns á sama tíma. Í viðtali við fréttastofu í maí sakaði Jón Óttar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ sagði Jón Óttar í viðtalinu. PPP til skoðunar Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Fjallað var um það í Kveik og á RÚV fyrr á árinu. Í frétt Morgunblaðsins í dag er einnig fjallað um að engin tilraun hafi verið gerð til að endurheimta eða eyða gögnunum. Þá er einnig fjallað um innanhúsminnisblað þar sem eiga að koma fram upplýsingar um sakleysi Jóns Óttars. Ríkissaksóknari felldi rannsóknina niður árið 2013. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að málið sé ekki fyrnt. Refsing fyrir rangar sakargiftir sé allt að tíu ára fangelsi en til refsiauka gæti verið meint misnotkun saksóknara á stöðu sinni og því fyrnist brotið á 15 árum.
Lögreglan Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Tengdar fréttir Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02 Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00 Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02
Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00
Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12