Rödd barna og ungmenna hunsuð í barnvænu sveitarfélagi? París Anna Bermann Elvarsdóttir, Heimir Sigurpáll Árnason, Fríða Björg Tómasdóttir, Lilja Dögun Lúðvíksdóttir, Bjarki Orrason, Sigmundur Logi Þórðarson, Aldís Ósk Arnaldsdóttir, Leyla Ósk Jónsdóttir, Rebekka Rut Birgisdóttir, Ólöf Berglind Guðnadóttir og Íris Ósk Sverrisdóttir skrifa 13. júní 2025 08:31 Ungmennaráð Akureyrar lýsir yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum vegna nýlegra skipulagsbreytinga á félagsmiðstöðvastarfi í bænum. Breytingarnar fela í sér að öll starfsemi Félagsmiðstöðva Akureyrar (FÉLAK), þar á meðal Ungmennahúsið og Virkið, verður færð alfarið undir stjórn grunnskólanna í bænum. Það sem vekur sérstaka athygli og áhyggjur ráðsins er sú staðreynd að engin samskipti voru höfð við Ungmennaráðið fyrir þessar ákvarðanir, og engin beiðni um umsögn barst ráðinu. Við fréttum fyrst af breytingunum í gegnum fjölmiðla – þrátt fyrir að þær hafi bein og veruleg áhrif á börn og ungmenni í samfélaginu. Ungmennaráðið er formlegur vettvangur lýðræðislegrar þátttöku barna og ungmenna í Akureyrarbæ og ber að kalla til þess í málum sem varða þau. Það var ekki gert. Með þessari aðferðafræði brýtur sveitarfélagið gegn viðmiðum Barnvæns sveitarfélags, sem það hefur skuldbundið sig til að fylgja, auk þess að ganga gegn grunnmarkmiðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um rétt barna og ungmenna til að tjá sig og hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau. Ungmennaráð tekur einnig undir með starfsfólki FÉLAK sem hefur ítrekað lýst yfir djúpum faglegum áhyggjum af breytingunum. Áhyggjur þeirra endurspegla einnig sjónarmið okkar sem fulltrúa ungs fólks í bænum: Að með því að færa félags- og frístundastarf undir skólastarf glatist mikilvægt sjálfstæði og faglegt svigrúm, sem eru forsendur fyrir öruggu og traustu umhverfi fyrir börn og ungmenni utan skólakerfisins. Að þjónusta við viðkvæma hópa ungmenna, sem hingað til hafa sótt stuðning til Ungmennahússins og Virkisins, verði skert. Að samþætt og samfellt starf fagfólks sem starfað hefur þvert á skóla og aldurshópa, með áherslu á forvarnir, valdeflingu og snemmtæka íhlutun, verði veiklað eða hverfi alfarið. Að dregið verði úr lýðræðislegri þátttöku barna og ungmenna í eigin málefnum. Einnig viljum við vekja athygli á því að fyrir liggur að ný æskulýðslög verða lögð fyrir Alþingi haustið 2025. Í þeim er lögð rík áhersla á virka þátttöku barna og ungmenna í ákvarðanatöku, sjálfstæði æskulýðsstarfs og mikilvægi óformlegs náms sem rými fyrir þroska og félagslega færni. Skipulagsbreytingar af því tagi sem nú hafa átt sér stað ganga beint gegn slíkum markmiðum og sýna skort á framtíðarsýn í málefnum barna og ungmenna. Við í Ungmennaráðinu höfum átt samtal við Marín Rós Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi, sem áréttaði mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð að leiðarljósi við alla ákvörðunartöku sem varðar börn. Hún lagði áherslu á að börn eigi alltaf að fá tækifæri til að tjá sig um slíkar ákvarðanir tímanlega, svo þátttaka þeirra geti talist merkingarbær. Þessi árétting undirstrikar að málið snýst ekki eingöngu um staðbundna stjórnsýslu – heldur grundvallarrétt barna til lýðræðislegrar þátttöku samkvæmt bæði íslenskum og alþjóðlegum skuldbindingum. Við í Ungmennaráði Akureyrar höfum það að leiðarljósi að rödd barna og ungmenna eigi ekki aðeins heima í skrautsömum stefnuyfirlýsingum – heldur í raunverulegri ákvarðanatöku. Við teljum að bæjaryfirvöld beri skylda til að skapa rými fyrir slíka þátttöku og að virðing fyrir rödd unga fólksins sé forsenda trausts og farsældar í sveitarfélaginu. Með virðingu,Ungmennaráð Akureyrarbæjar Höfundar eru öll fulltrúar í Ungmennaráði Akureyrarbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Frístund barna Börn og uppeldi Réttindi barna Akureyri Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ungmennaráð Akureyrar lýsir yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum vegna nýlegra skipulagsbreytinga á félagsmiðstöðvastarfi í bænum. Breytingarnar fela í sér að öll starfsemi Félagsmiðstöðva Akureyrar (FÉLAK), þar á meðal Ungmennahúsið og Virkið, verður færð alfarið undir stjórn grunnskólanna í bænum. Það sem vekur sérstaka athygli og áhyggjur ráðsins er sú staðreynd að engin samskipti voru höfð við Ungmennaráðið fyrir þessar ákvarðanir, og engin beiðni um umsögn barst ráðinu. Við fréttum fyrst af breytingunum í gegnum fjölmiðla – þrátt fyrir að þær hafi bein og veruleg áhrif á börn og ungmenni í samfélaginu. Ungmennaráðið er formlegur vettvangur lýðræðislegrar þátttöku barna og ungmenna í Akureyrarbæ og ber að kalla til þess í málum sem varða þau. Það var ekki gert. Með þessari aðferðafræði brýtur sveitarfélagið gegn viðmiðum Barnvæns sveitarfélags, sem það hefur skuldbundið sig til að fylgja, auk þess að ganga gegn grunnmarkmiðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um rétt barna og ungmenna til að tjá sig og hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau. Ungmennaráð tekur einnig undir með starfsfólki FÉLAK sem hefur ítrekað lýst yfir djúpum faglegum áhyggjum af breytingunum. Áhyggjur þeirra endurspegla einnig sjónarmið okkar sem fulltrúa ungs fólks í bænum: Að með því að færa félags- og frístundastarf undir skólastarf glatist mikilvægt sjálfstæði og faglegt svigrúm, sem eru forsendur fyrir öruggu og traustu umhverfi fyrir börn og ungmenni utan skólakerfisins. Að þjónusta við viðkvæma hópa ungmenna, sem hingað til hafa sótt stuðning til Ungmennahússins og Virkisins, verði skert. Að samþætt og samfellt starf fagfólks sem starfað hefur þvert á skóla og aldurshópa, með áherslu á forvarnir, valdeflingu og snemmtæka íhlutun, verði veiklað eða hverfi alfarið. Að dregið verði úr lýðræðislegri þátttöku barna og ungmenna í eigin málefnum. Einnig viljum við vekja athygli á því að fyrir liggur að ný æskulýðslög verða lögð fyrir Alþingi haustið 2025. Í þeim er lögð rík áhersla á virka þátttöku barna og ungmenna í ákvarðanatöku, sjálfstæði æskulýðsstarfs og mikilvægi óformlegs náms sem rými fyrir þroska og félagslega færni. Skipulagsbreytingar af því tagi sem nú hafa átt sér stað ganga beint gegn slíkum markmiðum og sýna skort á framtíðarsýn í málefnum barna og ungmenna. Við í Ungmennaráðinu höfum átt samtal við Marín Rós Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi, sem áréttaði mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð að leiðarljósi við alla ákvörðunartöku sem varðar börn. Hún lagði áherslu á að börn eigi alltaf að fá tækifæri til að tjá sig um slíkar ákvarðanir tímanlega, svo þátttaka þeirra geti talist merkingarbær. Þessi árétting undirstrikar að málið snýst ekki eingöngu um staðbundna stjórnsýslu – heldur grundvallarrétt barna til lýðræðislegrar þátttöku samkvæmt bæði íslenskum og alþjóðlegum skuldbindingum. Við í Ungmennaráði Akureyrar höfum það að leiðarljósi að rödd barna og ungmenna eigi ekki aðeins heima í skrautsömum stefnuyfirlýsingum – heldur í raunverulegri ákvarðanatöku. Við teljum að bæjaryfirvöld beri skylda til að skapa rými fyrir slíka þátttöku og að virðing fyrir rödd unga fólksins sé forsenda trausts og farsældar í sveitarfélaginu. Með virðingu,Ungmennaráð Akureyrarbæjar Höfundar eru öll fulltrúar í Ungmennaráði Akureyrarbæjar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun