Hver á arðinn af sjávarútvegsauðlindinni? Einar G. Harðarson skrifar 16. júní 2025 08:02 Fólk hefur takmarkaða samúð með stórútgerð – en mikla samúð með fólkinu sem situr eftir í tómum byggðarlögum. Sjávarútvegurinn skilaði 89 milljörðum króna í hagnað árið 2021. Nú er til umræðu að hækka veiðigjöld um 7 milljarða – sem í raun samsvarar 10 milljörðum þegar skattaleg áhrif eru tekin með í reikninginn – en slíkar breytingar verður að útfæra af sanngirni, svo kerfið njóti áfram trausts og byggðir landsins verði ekki undir. Sjávarútvegurinn hefur um langt skeið verið ein arðbærasta atvinnugrein þjóðarinnar. Árið 2021 skilaði greinin heildar hagnaði upp á 89 milljarða króna og stærstu útgerðir landsins – eins og Brim og Síldarvinnslan – hafa reglulega sýnt stöðugan hagnað á bilinu 3–8 milljarðar króna. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því í ársreikningum eru teknar inn afskriftir af skipum og tækjum of arðsemi eigin fjár – en ekki af kvótanum sjálfum. Eigið fé hefur hins vegar myndast af miklum hagnaði en ekki framlagi einstaklinga. Kvótinn er í eðli sínu ekki tímabundinn eign heldur óendanlega endurnýjanleg auðlind sem úthlutað er árlega á grundvelli ráðgjafar Hafró. Eins og lækurinn. Þegar rætt er um að hækka veiðigjöld um 7 milljarða á ári, þarf að setja þá upphæð í raunhæft samhengi. Slíkt gjald nemur innan við 10% af hagnaði greinarinnar á góðu ári og rúmlega 1% af heildarveltu. Það er ljóst að stærstu útgerðir landsins hafa bæði bolmagn og skipulag til að mæta slíkri hækkun án þess að stofna rekstrargrundvelli sínum í hættu. Þá ber að nefna að veiðigjald er frádráttarbært frá skatti – og því erfitt að flokka það sem raunverulegan skatt, þar sem skattar eru almennt ekki frádráttarbærir frá sjálfum sér. En það dugar ekki að horfa eingöngu á heildartölur. Til að breytingar á veiðigjöldum standist réttlætissjónarmið þarf að tryggja að þær leggist sanngjarnt og hlutfallslega á útgerðir – þannig að minni og viðkvæmari aðilar verði ekki fyrir ósanngjörnu álagi á meðan stærri fyrirtæki hagnast vel áfram. Verði skekkjan of mikil tapast bæði trúverðugleiki og pólitískur stuðningur við nauðsynlega endurskoðun. Slíkar breytingar verður að vinna af yfirvegun og gagnsæi – og eftir 40 ár með núverandi kerfi hlýtur að mega gefa sér tíma til að útfæra þær rétt, fremur en að þröngva þeim í gegn í flýti. Fólk hefur mikla samúð með fólkið sem situr eftir, atvinnulaust, með verðlausar eignir. Það endurspeglast í almenningsáliti og pólitísku landslagi: stjórnmálamenn sem verja óbreytt ástand, þar sem kvóti færist á milli byggðarlaga án þess að upprunalega samfélagið fái nokkuð í staðinn, tapa trúverðugleika – og líklega fylgi. Samfélagið man og mun muna þegar kvóti var tekinn frá byggðarlögum og eftir stóðu tóm hús og vonlaus atvinnuástand. Það sárnar mörgum – sérstaklega þegar reynt er að réttlæta slíkar tilfærslur með því að „verja bakarann og leikskólann“, á meðan raunveruleg verðmæti hverfa annað. Hagnaðar áhrif eru metin fyrir útgerð og fiskvinnslu en hefur einhver reiknað út verðmætarýrnun bæjarfélaga og einstaklinga þegar kvóti er fluttur annað? Við verðum að standa í raun með bakaranum, rafvirkjanum og kennaranum – fólkinu sem heldur uppi samfélögum sem kvótinn stendur undir. Hér er tilefni til að læra af reynslu síðustu áratuga. Eftir bankahrunið beitti þáverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þeirri nálgun að þegar verðmæti eru flutt út úr samfélagi – þá skuli sá sem flytur skilja eitthvað eftir. Þessi nálgun, að krefjast sanngjarns gjalds fyrir nýtingu sameiginlegra verðmæta, var beitt gagnvart erlendum vogunarsjóðum og reyndist áhrifarík í að verja hagsmuni þjóðarinnar. Á sama hátt má líta á kvótann: ef hann færist milli byggðarlaga eða ef fiskistofnar nýtast betur en áður, þá á hluti arðsins að renna aftur til þess samfélags sem studdi við útgerðina – til sveitarfélaganna og fólksins sem byggði upp aðstöðuna. Fiskurinn hverfur ekki úr sjónum – og hann hverfur ekki úr samfélaginu nema við leyfum það. Fullyrðingar um annað eru aðeins hávær vörn fyrir núverandi skipan mála, þar sem kvóti færist um landið eins og hvert annað viðskiptatæki. En um leið verðum við að gæta að því að draga ekki úr virkni eða arðbærni kvótakerfisins, sem hefur að mörgu leyti reynst þjóðinni vel. Kerfið má þróa – en ekki afbaka. Veiðigjöld þurfa að hækka – en með réttlæti og ábyrgð að leiðarljósi. Þau eiga hvorki að fella smærri útgerðir né veikja byggðarlög, heldur styrkja stoðir þeirra með markvissum aðgerðum, til dæmis í gegnum samgöngubætur, byggðastyrki og innviðaþróun. Þetta er ekki aðeins fjárhagslega og samfélagslega skynsamlegt – þetta er sáttarhönd og pólitískt nauðsynlegt. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Sjávarútvegur Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk hefur takmarkaða samúð með stórútgerð – en mikla samúð með fólkinu sem situr eftir í tómum byggðarlögum. Sjávarútvegurinn skilaði 89 milljörðum króna í hagnað árið 2021. Nú er til umræðu að hækka veiðigjöld um 7 milljarða – sem í raun samsvarar 10 milljörðum þegar skattaleg áhrif eru tekin með í reikninginn – en slíkar breytingar verður að útfæra af sanngirni, svo kerfið njóti áfram trausts og byggðir landsins verði ekki undir. Sjávarútvegurinn hefur um langt skeið verið ein arðbærasta atvinnugrein þjóðarinnar. Árið 2021 skilaði greinin heildar hagnaði upp á 89 milljarða króna og stærstu útgerðir landsins – eins og Brim og Síldarvinnslan – hafa reglulega sýnt stöðugan hagnað á bilinu 3–8 milljarðar króna. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því í ársreikningum eru teknar inn afskriftir af skipum og tækjum of arðsemi eigin fjár – en ekki af kvótanum sjálfum. Eigið fé hefur hins vegar myndast af miklum hagnaði en ekki framlagi einstaklinga. Kvótinn er í eðli sínu ekki tímabundinn eign heldur óendanlega endurnýjanleg auðlind sem úthlutað er árlega á grundvelli ráðgjafar Hafró. Eins og lækurinn. Þegar rætt er um að hækka veiðigjöld um 7 milljarða á ári, þarf að setja þá upphæð í raunhæft samhengi. Slíkt gjald nemur innan við 10% af hagnaði greinarinnar á góðu ári og rúmlega 1% af heildarveltu. Það er ljóst að stærstu útgerðir landsins hafa bæði bolmagn og skipulag til að mæta slíkri hækkun án þess að stofna rekstrargrundvelli sínum í hættu. Þá ber að nefna að veiðigjald er frádráttarbært frá skatti – og því erfitt að flokka það sem raunverulegan skatt, þar sem skattar eru almennt ekki frádráttarbærir frá sjálfum sér. En það dugar ekki að horfa eingöngu á heildartölur. Til að breytingar á veiðigjöldum standist réttlætissjónarmið þarf að tryggja að þær leggist sanngjarnt og hlutfallslega á útgerðir – þannig að minni og viðkvæmari aðilar verði ekki fyrir ósanngjörnu álagi á meðan stærri fyrirtæki hagnast vel áfram. Verði skekkjan of mikil tapast bæði trúverðugleiki og pólitískur stuðningur við nauðsynlega endurskoðun. Slíkar breytingar verður að vinna af yfirvegun og gagnsæi – og eftir 40 ár með núverandi kerfi hlýtur að mega gefa sér tíma til að útfæra þær rétt, fremur en að þröngva þeim í gegn í flýti. Fólk hefur mikla samúð með fólkið sem situr eftir, atvinnulaust, með verðlausar eignir. Það endurspeglast í almenningsáliti og pólitísku landslagi: stjórnmálamenn sem verja óbreytt ástand, þar sem kvóti færist á milli byggðarlaga án þess að upprunalega samfélagið fái nokkuð í staðinn, tapa trúverðugleika – og líklega fylgi. Samfélagið man og mun muna þegar kvóti var tekinn frá byggðarlögum og eftir stóðu tóm hús og vonlaus atvinnuástand. Það sárnar mörgum – sérstaklega þegar reynt er að réttlæta slíkar tilfærslur með því að „verja bakarann og leikskólann“, á meðan raunveruleg verðmæti hverfa annað. Hagnaðar áhrif eru metin fyrir útgerð og fiskvinnslu en hefur einhver reiknað út verðmætarýrnun bæjarfélaga og einstaklinga þegar kvóti er fluttur annað? Við verðum að standa í raun með bakaranum, rafvirkjanum og kennaranum – fólkinu sem heldur uppi samfélögum sem kvótinn stendur undir. Hér er tilefni til að læra af reynslu síðustu áratuga. Eftir bankahrunið beitti þáverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þeirri nálgun að þegar verðmæti eru flutt út úr samfélagi – þá skuli sá sem flytur skilja eitthvað eftir. Þessi nálgun, að krefjast sanngjarns gjalds fyrir nýtingu sameiginlegra verðmæta, var beitt gagnvart erlendum vogunarsjóðum og reyndist áhrifarík í að verja hagsmuni þjóðarinnar. Á sama hátt má líta á kvótann: ef hann færist milli byggðarlaga eða ef fiskistofnar nýtast betur en áður, þá á hluti arðsins að renna aftur til þess samfélags sem studdi við útgerðina – til sveitarfélaganna og fólksins sem byggði upp aðstöðuna. Fiskurinn hverfur ekki úr sjónum – og hann hverfur ekki úr samfélaginu nema við leyfum það. Fullyrðingar um annað eru aðeins hávær vörn fyrir núverandi skipan mála, þar sem kvóti færist um landið eins og hvert annað viðskiptatæki. En um leið verðum við að gæta að því að draga ekki úr virkni eða arðbærni kvótakerfisins, sem hefur að mörgu leyti reynst þjóðinni vel. Kerfið má þróa – en ekki afbaka. Veiðigjöld þurfa að hækka – en með réttlæti og ábyrgð að leiðarljósi. Þau eiga hvorki að fella smærri útgerðir né veikja byggðarlög, heldur styrkja stoðir þeirra með markvissum aðgerðum, til dæmis í gegnum samgöngubætur, byggðastyrki og innviðaþróun. Þetta er ekki aðeins fjárhagslega og samfélagslega skynsamlegt – þetta er sáttarhönd og pólitískt nauðsynlegt. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun