Sunnudagsblús ríkisstjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar 15. júní 2025 19:03 Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess. Í dag boðaði forseti Alþingis til sunnudagsfundar, í þriðja skiptið í sögunni – án þess að brýn nauðsyn hafi staðið til, án samráðs við þingflokka og til þess eins að ræða bókun 35. Þessar fordæmalausu vendingar sýna glöggt stjórnleysi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki heldur flótta frá vönduðum vinnubrögðum. Þetta er ekki smávægilegt frávik frá reglum, hefðum og venjum – hér er þingsköpum og lýðræðislegu ferli fótum troðið. Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, ekki stjórnarandstaðan. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á framgangi mála og þeirri ringulreið sem nú ríkir við þinglok. Það er forseta að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin – með samtali, ekki einhliða ákvörðunum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kveinka sér ekki yfir helgarvinnu, þvert á móti. Þingmenn flokksins vinna sem næst allar helgar og sinna skyldum sínum af heilum hug. Okkur þingmönnum flokksins þykir hins vegar of langt gengið þegar þess er krafist að setið sé undir vanhæfni annarra – á fundi sem þjónar ekki þjóðarhagsmunum heldur aðeins eiginhagsmunum ríkisstjórnar sem hefur misst tökin á eigin erindi og er komin í algjört öngstræti. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, enda eru ófá málin sem lögð hafa verið fram of seint og illa undirbúin, án samráðs eða áhrifamats. Til þess að bregðast við þeirri sjálfbökuðu stöðu hefur ríkisstjórnin gripið til sýndarráðstafana eins og þessarar, að boða þing á sunnudegi, í þeirri von að umræðan snúist um eitthvað allt annað en kjarna máls; sín eigin slælegu vinnubrögð. Boðun sunnudagsfundar, án raunverulegrar nauðsynjar og í trássi við hefðir og þingsköp er ekkert annað en birtingarmynd þess hvernig ríkisstjórn sem hefur misst tökin og grípur til þeirra örþrifaráða að sýna vald sitt í verki með því að kasta virðingu Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum á glæ. Það látum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðgangast óátalið. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess. Í dag boðaði forseti Alþingis til sunnudagsfundar, í þriðja skiptið í sögunni – án þess að brýn nauðsyn hafi staðið til, án samráðs við þingflokka og til þess eins að ræða bókun 35. Þessar fordæmalausu vendingar sýna glöggt stjórnleysi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki heldur flótta frá vönduðum vinnubrögðum. Þetta er ekki smávægilegt frávik frá reglum, hefðum og venjum – hér er þingsköpum og lýðræðislegu ferli fótum troðið. Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, ekki stjórnarandstaðan. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á framgangi mála og þeirri ringulreið sem nú ríkir við þinglok. Það er forseta að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin – með samtali, ekki einhliða ákvörðunum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kveinka sér ekki yfir helgarvinnu, þvert á móti. Þingmenn flokksins vinna sem næst allar helgar og sinna skyldum sínum af heilum hug. Okkur þingmönnum flokksins þykir hins vegar of langt gengið þegar þess er krafist að setið sé undir vanhæfni annarra – á fundi sem þjónar ekki þjóðarhagsmunum heldur aðeins eiginhagsmunum ríkisstjórnar sem hefur misst tökin á eigin erindi og er komin í algjört öngstræti. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, enda eru ófá málin sem lögð hafa verið fram of seint og illa undirbúin, án samráðs eða áhrifamats. Til þess að bregðast við þeirri sjálfbökuðu stöðu hefur ríkisstjórnin gripið til sýndarráðstafana eins og þessarar, að boða þing á sunnudegi, í þeirri von að umræðan snúist um eitthvað allt annað en kjarna máls; sín eigin slælegu vinnubrögð. Boðun sunnudagsfundar, án raunverulegrar nauðsynjar og í trássi við hefðir og þingsköp er ekkert annað en birtingarmynd þess hvernig ríkisstjórn sem hefur misst tökin og grípur til þeirra örþrifaráða að sýna vald sitt í verki með því að kasta virðingu Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum á glæ. Það látum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðgangast óátalið. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar