Samræmt námsmat er ekki hindrun heldur hjálpartæki Eiríkur Ólafsson skrifar 16. júní 2025 07:30 Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati. Ég er að mörgu leyti sammála Schleicher. Að mínu mati voru það mistök að leggja niður samræmd próf á sínum tíma. Þó prófin hafi sannarlega ekki verið gallalaus og margt mátt betur fara í framkvæmd þeirra, tel ég ekki að það hafi verið gild ástæða til að afnema þau alfarið. Þvert á móti hefði átt að leggja meiri vinnu í að gera þau betri, markvissari og réttlátari. Það hefði þurft að tryggja að allir aðilar málsins, bæði kennarar og nemendur, gætu viðurkennt þau sem sanngjarnan og gagnlegan mælikvarða. Við ættum því að taka orðum Andreas Schleicher af fullri alvöru. Án samræmdra viðmiða verður matskerfi skólanna óskilvirkara og óljósara. Það gerir það mun erfiðara að greina hvar styrkleikar og veikleikar kerfisins liggja og dregur úr möguleikum á sanngjörnum samanburði. Þegar enginn sameiginlegur mælikvarði er til staðar, nota skólar og jafnvel kennarar innan sama skóla ólík viðmið þegar meta á nemendur. Ósamræmið getur valdið ójafnræði bæði meðal nemenda og á milli skóla og dregur úr möguleikum á markvissri þróun og umbótum í menntakerfinu. Sem kennari hef ég séð hvernig samræmd próf geta virkað hvetjandi á nemendur. Margir taka þau sem áskorun og leggja sig fram um að ná góðum árangri. Skýr markmið og sameiginleg viðmið ýta undir metnað og geta verið öflug hvatning fyrir nemendur. Okkar hlutverk sem kennara er að nýta slíka möguleika á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ég tók eftir því að margir kennarar urðu áhyggjufullir í aðdraganda samræmdra prófa. Sumir upplifðu óöryggi gagnvart því hvernig prófin endurspegluðu þeirra eigið starf, og óttust að niðurstöðurnar væru notaðar til að dæma frekar en til að byggja upp. Samræmd próf eiga ekki að skapa ótta heldur vera hjálpartæki til þess að bæta okkur í starfi. Þau gefa okkur dýrmætt tækifæri til að rýna í kennsluhætti, skoða hvað virkar og hvar við getum gert betur. Sú umræða var líka til staðar að nemendum hafi fundist þessi próf auka á streitu þeirra. Það er alveg eðlilegt að bæði nemendur og kennarar finni fyrir álagi. Hins vegar eigum við ekki að svara því með því að lækka kröfurnar. Við eigum að undirbúa nemendur betur og styðja þau í að takast á við áskoranir. Lífið krefst ábyrgðar, sjálfsaga og þrautsegju. Ef við kennum börnum að forðast allt sem er erfitt, þá rænum við þau tækifærum til vaxtar og þroska. Samræmt námsmat tryggir líka réttlæti að einhverju marki. Það gerir framhaldsskólum kleift að bera umsækjendur saman á hlutlægan hátt, hjálpar kennurum að rýna í eigið starf, auðveldar foreldrum að fylgjast með námsstöðu nemandans og gefur yfirvöldum yfirsýn yfir stöðu menntakerfisins. Þegar slíkt mat er til staðar, vitum við hvar við stöndum. Þegar það vantar, erum við að vinna í myrkri og og þá er erfitt að gera samanburð milli nemenda. Við getum og eigum að gera betur. Prófin mega ekki vera illa gerð, ómarkviss eða ósanngjörn. En þau áttu heldur ekki að hverfa. Það þarf hins vegar að vanda til verka, leita ráða hjá kennurum, taka gagnrýni alvarlega og þróa námsmatið áfram. Þá getur það orðið öflugt tæki til að efla gæði menntunar og búa nemendur undir raunveruleikann sem bíður þeirra. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati. Ég er að mörgu leyti sammála Schleicher. Að mínu mati voru það mistök að leggja niður samræmd próf á sínum tíma. Þó prófin hafi sannarlega ekki verið gallalaus og margt mátt betur fara í framkvæmd þeirra, tel ég ekki að það hafi verið gild ástæða til að afnema þau alfarið. Þvert á móti hefði átt að leggja meiri vinnu í að gera þau betri, markvissari og réttlátari. Það hefði þurft að tryggja að allir aðilar málsins, bæði kennarar og nemendur, gætu viðurkennt þau sem sanngjarnan og gagnlegan mælikvarða. Við ættum því að taka orðum Andreas Schleicher af fullri alvöru. Án samræmdra viðmiða verður matskerfi skólanna óskilvirkara og óljósara. Það gerir það mun erfiðara að greina hvar styrkleikar og veikleikar kerfisins liggja og dregur úr möguleikum á sanngjörnum samanburði. Þegar enginn sameiginlegur mælikvarði er til staðar, nota skólar og jafnvel kennarar innan sama skóla ólík viðmið þegar meta á nemendur. Ósamræmið getur valdið ójafnræði bæði meðal nemenda og á milli skóla og dregur úr möguleikum á markvissri þróun og umbótum í menntakerfinu. Sem kennari hef ég séð hvernig samræmd próf geta virkað hvetjandi á nemendur. Margir taka þau sem áskorun og leggja sig fram um að ná góðum árangri. Skýr markmið og sameiginleg viðmið ýta undir metnað og geta verið öflug hvatning fyrir nemendur. Okkar hlutverk sem kennara er að nýta slíka möguleika á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ég tók eftir því að margir kennarar urðu áhyggjufullir í aðdraganda samræmdra prófa. Sumir upplifðu óöryggi gagnvart því hvernig prófin endurspegluðu þeirra eigið starf, og óttust að niðurstöðurnar væru notaðar til að dæma frekar en til að byggja upp. Samræmd próf eiga ekki að skapa ótta heldur vera hjálpartæki til þess að bæta okkur í starfi. Þau gefa okkur dýrmætt tækifæri til að rýna í kennsluhætti, skoða hvað virkar og hvar við getum gert betur. Sú umræða var líka til staðar að nemendum hafi fundist þessi próf auka á streitu þeirra. Það er alveg eðlilegt að bæði nemendur og kennarar finni fyrir álagi. Hins vegar eigum við ekki að svara því með því að lækka kröfurnar. Við eigum að undirbúa nemendur betur og styðja þau í að takast á við áskoranir. Lífið krefst ábyrgðar, sjálfsaga og þrautsegju. Ef við kennum börnum að forðast allt sem er erfitt, þá rænum við þau tækifærum til vaxtar og þroska. Samræmt námsmat tryggir líka réttlæti að einhverju marki. Það gerir framhaldsskólum kleift að bera umsækjendur saman á hlutlægan hátt, hjálpar kennurum að rýna í eigið starf, auðveldar foreldrum að fylgjast með námsstöðu nemandans og gefur yfirvöldum yfirsýn yfir stöðu menntakerfisins. Þegar slíkt mat er til staðar, vitum við hvar við stöndum. Þegar það vantar, erum við að vinna í myrkri og og þá er erfitt að gera samanburð milli nemenda. Við getum og eigum að gera betur. Prófin mega ekki vera illa gerð, ómarkviss eða ósanngjörn. En þau áttu heldur ekki að hverfa. Það þarf hins vegar að vanda til verka, leita ráða hjá kennurum, taka gagnrýni alvarlega og þróa námsmatið áfram. Þá getur það orðið öflugt tæki til að efla gæði menntunar og búa nemendur undir raunveruleikann sem bíður þeirra. Höfundur er grunnskólakennari
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun