Þjórsárver ekki þess virði? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 17. júní 2025 14:02 Það hvað við metum til verðmæta er mismunandi manna á milli. Sem betur fer þá eigum við tól sem búið er að þróa og sammælast um að sé góð til að meta hvaða virkjanaframkvæmdir skuli alls ekki ráðast í og hvaða virkjanahugmyndir geti farið áfram í frekara leyfisveitingaferli. Aðferðarfræðin heitir Rammaáætlun og hún hefur það hlutverk að flokka í verndarflokk þær virkjanahugmyndir þar sem náttúran er verðmætari ósnortin en virkjuð á meðan þær sem eru metnar hagkvæmari eru settar í nýtingarflokk. Þá hefst hið hefðbundna leyfisveitingarferli og þurfa þessar virkjanir, þrátt fyrir að vera í nýtingarflokki, að standast aðra löggjöf um umhverfismat, mengunarvarnir og fleira sem eru varnaglar umhverfi og samfélagi til handa. Norðlingaölduveita var á sínum tíma flokkuð í verndarflokk vegna áhrifa sinna á Þjórsárver. Kjalölduveita var svo flokkuð í vernd af faghópi 3. áfanga rammaáætlunar á þeim forsendum að framkvæmdirnar væru svo líkar fyrrnefndri Norðlingaölduveitu og áhrifin álíka, að hægt væri að flokka hugmyndina strax í verndarflokk. Orðrétt segir: „Þrátt fyrir að nafn virkjunarkostsins sé annað, vatnsborð lónsins sé lægra, lónið minna og mannvirki neðar í farveginum hafa framkvæmdirnar áhrif á sama landsvæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkjunarkostsins ekki áhrif á þessar grunnforsendur flokkunarinnar.“ Í pólitískum hrærigraut og hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar var virkjunin færð í biðflokk á ný, og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur nú til að halda henni þar áfram, þvert á álit fagráðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði í ræðustól Alþingis að um væri að ræða hagkvæmustu virkjun á Íslandi. Ef virkjunin væri svona hagkvæm þá hefði hún verið flokkuð í nýtingarflokk. Ráðherrann gleymir að faghópur rammaáætlunar er einmitt að meta fórnarkostnað á móti ávinningi í fleiru en peningum. Fórnarkostnaðurinn er ekki síst óafturkræft rask á hjarta landsins, og því hefur hugmyndin þegar verið metin óhagkvæm. Fullyrðingar um hagkvæmni mega ekki gleyma því að auður okkar er metinn í öðru og meira en fjármagni. Mannauður er ekki síður mikilvægur og svo er það öll verðmætin sem felast í ósnortinni náttúru. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Það hvað við metum til verðmæta er mismunandi manna á milli. Sem betur fer þá eigum við tól sem búið er að þróa og sammælast um að sé góð til að meta hvaða virkjanaframkvæmdir skuli alls ekki ráðast í og hvaða virkjanahugmyndir geti farið áfram í frekara leyfisveitingaferli. Aðferðarfræðin heitir Rammaáætlun og hún hefur það hlutverk að flokka í verndarflokk þær virkjanahugmyndir þar sem náttúran er verðmætari ósnortin en virkjuð á meðan þær sem eru metnar hagkvæmari eru settar í nýtingarflokk. Þá hefst hið hefðbundna leyfisveitingarferli og þurfa þessar virkjanir, þrátt fyrir að vera í nýtingarflokki, að standast aðra löggjöf um umhverfismat, mengunarvarnir og fleira sem eru varnaglar umhverfi og samfélagi til handa. Norðlingaölduveita var á sínum tíma flokkuð í verndarflokk vegna áhrifa sinna á Þjórsárver. Kjalölduveita var svo flokkuð í vernd af faghópi 3. áfanga rammaáætlunar á þeim forsendum að framkvæmdirnar væru svo líkar fyrrnefndri Norðlingaölduveitu og áhrifin álíka, að hægt væri að flokka hugmyndina strax í verndarflokk. Orðrétt segir: „Þrátt fyrir að nafn virkjunarkostsins sé annað, vatnsborð lónsins sé lægra, lónið minna og mannvirki neðar í farveginum hafa framkvæmdirnar áhrif á sama landsvæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkjunarkostsins ekki áhrif á þessar grunnforsendur flokkunarinnar.“ Í pólitískum hrærigraut og hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar var virkjunin færð í biðflokk á ný, og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur nú til að halda henni þar áfram, þvert á álit fagráðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði í ræðustól Alþingis að um væri að ræða hagkvæmustu virkjun á Íslandi. Ef virkjunin væri svona hagkvæm þá hefði hún verið flokkuð í nýtingarflokk. Ráðherrann gleymir að faghópur rammaáætlunar er einmitt að meta fórnarkostnað á móti ávinningi í fleiru en peningum. Fórnarkostnaðurinn er ekki síst óafturkræft rask á hjarta landsins, og því hefur hugmyndin þegar verið metin óhagkvæm. Fullyrðingar um hagkvæmni mega ekki gleyma því að auður okkar er metinn í öðru og meira en fjármagni. Mannauður er ekki síður mikilvægur og svo er það öll verðmætin sem felast í ósnortinni náttúru. Höfundur er formaður Landverndar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun