Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 11:50 Ali Khamenei, æðsti klerkur Íran, lýsti yfir stuðningi við Hezbollah eftir fall leiðtoga samtakanna í dag. Getty/Skrifstofa æðsta klerks Íran Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Reuters greina aukinheldur frá því að Trump íhugi að slást í fylgd með Ísrael og hlutast til átökunum. Reykur rís upp úr hús í kjölfar loftárásar Ísraelsmanna, sem segja á bygginguna nýtta í starfsemi ríkisútvarpsins. Stringer/Getty „Allsherjarstríð“ „Öll íhlutun Bandaríkjamanna væri uppskrift fyrir allsherarstríð á svæðinu,“ sagði Esmaeil Baghaei, talsmaður utanríkisráðuneytis Írana, í viðtali við Al Jazeera í morgun í kjölfar þess að Trump lét gamminn geisa á Truth Social í gær og kallaði í hástöfum eftir „skilyrðislausri uppgjöf“, væntanlega að hálfu Íran. Upp úr klukkan 11 í dag að íslensku tíma las talsmaður íranskra stjórnvalda upp úr ávarpi Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerks í ríkissjónvarpi Írans. Klerkurinn er í felum en Trump sagðist þó að „við“ vissum hvar hann fæli sig. Í ávarpinu var haft eftir klerknum að hvers kyns íhlutun að hálfu Bandaríkjahers myndi vafalaust verða mætt með „óbætanlegu tjóni“. „Íranir eru ekki þeir sem gefast upp,“ var enn fremur haft eftir Khamenei þar sem hann virðist svara færslum Trumps. Þá sagði hann að Ísraelsmenn myndu fá að gjalda fyrir sínar gjörðir. Ísraelsmenn hafi hæft 40 skotmörk Ísraelsher segist hafa hæft 40 skotmörk í Íran í dag. „Um 25 orrustuþotur réðust á rúmlega 40 eldflaugainnviði sem miðað var að Ísraelsríki, eldflaugageymslur og hermenn írönsku ríkisstjórnarinnar,“ segir í færslu Ísraelshers á X. Stór sprenging heyrðist í Teheran í nótt og fylgdu fleiri í kjölfarið. Stjórnvöld þar í landi hafa ekkert gefið út um hvað þar gekk á en árásir Ísraela virðast hafa beinst austurhluta borgarinnar, þar sem hersveitir Byltingarvarðarins reka sinn herskóla. Þá segjast Ísraelar hafa fellt enn einn hershöfðingjann og segja að nú sé Íranski herinn höfuðlaus, allir æðstu stjórnendur hans hafi verið ráðnir af dögum. Íranir hafa svarað með drónaárásum á Ísrael og tala látinna í átökunum stendur nú í um 225 í Íran og 24 í Ísrael, þar sem loftvarnir þeirra skjóta flesta drónana og eldflaugarnar niður. Íran Donald Trump Ísrael Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Reuters greina aukinheldur frá því að Trump íhugi að slást í fylgd með Ísrael og hlutast til átökunum. Reykur rís upp úr hús í kjölfar loftárásar Ísraelsmanna, sem segja á bygginguna nýtta í starfsemi ríkisútvarpsins. Stringer/Getty „Allsherjarstríð“ „Öll íhlutun Bandaríkjamanna væri uppskrift fyrir allsherarstríð á svæðinu,“ sagði Esmaeil Baghaei, talsmaður utanríkisráðuneytis Írana, í viðtali við Al Jazeera í morgun í kjölfar þess að Trump lét gamminn geisa á Truth Social í gær og kallaði í hástöfum eftir „skilyrðislausri uppgjöf“, væntanlega að hálfu Íran. Upp úr klukkan 11 í dag að íslensku tíma las talsmaður íranskra stjórnvalda upp úr ávarpi Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerks í ríkissjónvarpi Írans. Klerkurinn er í felum en Trump sagðist þó að „við“ vissum hvar hann fæli sig. Í ávarpinu var haft eftir klerknum að hvers kyns íhlutun að hálfu Bandaríkjahers myndi vafalaust verða mætt með „óbætanlegu tjóni“. „Íranir eru ekki þeir sem gefast upp,“ var enn fremur haft eftir Khamenei þar sem hann virðist svara færslum Trumps. Þá sagði hann að Ísraelsmenn myndu fá að gjalda fyrir sínar gjörðir. Ísraelsmenn hafi hæft 40 skotmörk Ísraelsher segist hafa hæft 40 skotmörk í Íran í dag. „Um 25 orrustuþotur réðust á rúmlega 40 eldflaugainnviði sem miðað var að Ísraelsríki, eldflaugageymslur og hermenn írönsku ríkisstjórnarinnar,“ segir í færslu Ísraelshers á X. Stór sprenging heyrðist í Teheran í nótt og fylgdu fleiri í kjölfarið. Stjórnvöld þar í landi hafa ekkert gefið út um hvað þar gekk á en árásir Ísraela virðast hafa beinst austurhluta borgarinnar, þar sem hersveitir Byltingarvarðarins reka sinn herskóla. Þá segjast Ísraelar hafa fellt enn einn hershöfðingjann og segja að nú sé Íranski herinn höfuðlaus, allir æðstu stjórnendur hans hafi verið ráðnir af dögum. Íranir hafa svarað með drónaárásum á Ísrael og tala látinna í átökunum stendur nú í um 225 í Íran og 24 í Ísrael, þar sem loftvarnir þeirra skjóta flesta drónana og eldflaugarnar niður.
Íran Donald Trump Ísrael Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira