Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2025 11:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra flytur opnunarávarp fundarins. Vísir/Anton Brink „Réttlæti og ábyrgð: Vernd barna í Úkraínu“ er yfirskrift opins fundar á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og UNICEF á Íslandi sem fram fer í Auðarsal í Veröld - húsi Vigdísar milli klukkan 12 og 13:15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Um fundinn segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hafi valdið ómældum mannlegum þjáningum og stórfelldri eyðileggingu. Ólöglegt og kerfisbundið brottnám úkraínskra barna á hernumdum svæðum rússneska hersins hafi vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. „Mikilvægt er að ábyrgðarskylda og réttlæti sé tryggð vegna þeirra brota sem Rússland hefur framið. Stofnsetning tjónaskrár fyrir Úkraínu, sem var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023, tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Nú undirbýr tjónaskráin að taka sérstaklega fyrir brot sem framin hafa verið gegn börnum, þar á meðal ólögmætar brottvísanir. Þetta markar mikilvægt skref í að viðurkenna erfiða reynslu yngstu fórnarlambanna í stríðinu og leggja grunninn að framtíðarbótum. Á þessum opna fundi verður varpað ljósi á mikilvægi ábyrgðarskyldu eftir stríðsátök og spurningum varpað fram um hvernig hægt sé að tryggja réttlæti fyrir úkraínsk börn? Hvað séu sanngjarnar bætur fyrir víðtæk brot sem framin hafa verið? Hvernig ríki og stofnanir geti hjálpað til við að breyta skrásettum tjónum í raunverulegan stuðning fyrir fórnarlömb? Opnunarorð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Ávörp frá Róberti Spanó, formanni tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart úkraínskum börnum sem jafnframt taka þátt í pallborðsumræðum í kjölfarið ásamt Yuliu Kyrpa, framkvæmdastjóra hjá AEQUO og stjórnarmanni hjá tjónaskrá Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. Fundarstjóri: Kári Hólmar Ragnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Réttindi barna Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Um fundinn segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hafi valdið ómældum mannlegum þjáningum og stórfelldri eyðileggingu. Ólöglegt og kerfisbundið brottnám úkraínskra barna á hernumdum svæðum rússneska hersins hafi vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. „Mikilvægt er að ábyrgðarskylda og réttlæti sé tryggð vegna þeirra brota sem Rússland hefur framið. Stofnsetning tjónaskrár fyrir Úkraínu, sem var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023, tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Nú undirbýr tjónaskráin að taka sérstaklega fyrir brot sem framin hafa verið gegn börnum, þar á meðal ólögmætar brottvísanir. Þetta markar mikilvægt skref í að viðurkenna erfiða reynslu yngstu fórnarlambanna í stríðinu og leggja grunninn að framtíðarbótum. Á þessum opna fundi verður varpað ljósi á mikilvægi ábyrgðarskyldu eftir stríðsátök og spurningum varpað fram um hvernig hægt sé að tryggja réttlæti fyrir úkraínsk börn? Hvað séu sanngjarnar bætur fyrir víðtæk brot sem framin hafa verið? Hvernig ríki og stofnanir geti hjálpað til við að breyta skrásettum tjónum í raunverulegan stuðning fyrir fórnarlömb? Opnunarorð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Ávörp frá Róberti Spanó, formanni tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart úkraínskum börnum sem jafnframt taka þátt í pallborðsumræðum í kjölfarið ásamt Yuliu Kyrpa, framkvæmdastjóra hjá AEQUO og stjórnarmanni hjá tjónaskrá Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. Fundarstjóri: Kári Hólmar Ragnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Réttindi barna Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira