Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson skrifar 20. júní 2025 08:46 Hinn 16. júní síðastliðinn stóðu helstu forvarnarsamtök landsins að góðum og vekjandi fundi um forvarnir og þá lögleysu sem látin er viðgangast með ólöglegri netverslun með áfengi. Smám saman er lögbrjótunum að takast að grafa undan lögbundinni dreifingu á áfengi. Alltaf eru alhæfingar varasamar. Það á einnig við um stjórnmálamenn. Þrátt fyrir gagnrýni mína á stjórnmálamenn þótti mér Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra mælast vel á fundinum og hvað kerfið varðar átti sama við um landlækni, Maríu Heimisdóttur. Ýmsir aðrir voru með prýðilegt innlegg á fundinum sem Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, stýrði af röggsemi.Þarna voru fulltrúar flestra flokka á þingi en mjög missannfærandi þótti mér málflutningu þeirra vera. Nóg um það. Hvað stendur upp úr þessum fundi? Það sem upp úr stendur er fram kom að ALLAR heilbrigðisstéttir, ÖLL forvarnarsamtök, og sérfæðingar ALLRA heilbrigðisstofnana sem sinna áfengistengdum sjúkdómum hafa hvatt til þess að stjórnsýsla og stjórnvöld sjái til þess að farið verði að lögum og ólögleg smásala á áfengi verði stöðvuð. Í fimm ár, hálfan áratug, hefur hvatningum í þessa veru rignt yfir stjórnsýslu og stjórnvöld, þar á meðal lögreglu og ákæruvald án þess að NOKKUR SKAPAÐUR HLUTUR GERIST. Er að undra að fyrrnefndir fundur hafi lýst furðu ávanvirkri stjórnsýslu og meðvirkum stjórnvöldum? Pólitíkusar segja upp til hópa að netverslun sé á gráu svæði. Það er alrangt og fyrirsláttur. Hverju barni sem les lagatextana má ljóst vera að hér er allt fullkomlega skýrt. Þeir stjórnmálamenn sem eitthvað hafa viljað aðhafast hafa verið sakaðir um „óeðlileg afskipti“ af lögreglu og ákæruvaldi og það jafnvel þótt þeir hafi ekki gert annað en að spyrjast fyrir um hvar málin séu stödd! Þetta er ekki til að brosa að en grátbroslegt er þetta tal. Á meðan þessu vindur fram – eða vindur alls ekki fram sem nær væri að segja - horfir almenningur vanmegna á „vanvirkni“ og „meðvirkni“ stjórnsýslu og stjórnvalda. En það skulu stjórnmálamenn vita - og að það tekur einnig til lögreglu og ákæruvalds - að nákvæmlega svona gerist það þegar grafið er undan tiltrú á lýðræðisleg stjórnmál og lög og reglu. Þannig er ekki bara grafið undan ÁTVR. Fjarri lagi, aðgerðaleysið grefur undan stoðum lýðræðisþjóðfélagsins. Hér er ályktun fundarins 16. júní: Áskorun til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu! Í dag, þann 16. júní 2025, eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Meðal virkustu leiða í áfengisforvörnum er að takmarka aðgengi að áfengi eins og kostur er. Einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis er það fyrirkomulag sem Íslendingar hafa valið í þessu skyni. Þetta fyrirkomulag er í samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn (WHO) sem segir að þar sem einkasala ríkis á smásölu áfengis sé fyrir hendi séu sterk rök fyrir því að varðveita hana því slíkt geti takmarkað framboð áfengis og dregið úr áfengistengdum skaða. Forsendurnar eru skýrar: Greiðara aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar notkunar og þar með aukins vanda vegna neyslu þess. Þetta er staðreynd sem ekki verður horft fram hjá í áfengisforvörnum og lýðheilsustarfi. Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum. Reykjavík, 16. júní 2025, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum IOGT á Íslandi SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hinn 16. júní síðastliðinn stóðu helstu forvarnarsamtök landsins að góðum og vekjandi fundi um forvarnir og þá lögleysu sem látin er viðgangast með ólöglegri netverslun með áfengi. Smám saman er lögbrjótunum að takast að grafa undan lögbundinni dreifingu á áfengi. Alltaf eru alhæfingar varasamar. Það á einnig við um stjórnmálamenn. Þrátt fyrir gagnrýni mína á stjórnmálamenn þótti mér Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra mælast vel á fundinum og hvað kerfið varðar átti sama við um landlækni, Maríu Heimisdóttur. Ýmsir aðrir voru með prýðilegt innlegg á fundinum sem Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, stýrði af röggsemi.Þarna voru fulltrúar flestra flokka á þingi en mjög missannfærandi þótti mér málflutningu þeirra vera. Nóg um það. Hvað stendur upp úr þessum fundi? Það sem upp úr stendur er fram kom að ALLAR heilbrigðisstéttir, ÖLL forvarnarsamtök, og sérfæðingar ALLRA heilbrigðisstofnana sem sinna áfengistengdum sjúkdómum hafa hvatt til þess að stjórnsýsla og stjórnvöld sjái til þess að farið verði að lögum og ólögleg smásala á áfengi verði stöðvuð. Í fimm ár, hálfan áratug, hefur hvatningum í þessa veru rignt yfir stjórnsýslu og stjórnvöld, þar á meðal lögreglu og ákæruvald án þess að NOKKUR SKAPAÐUR HLUTUR GERIST. Er að undra að fyrrnefndir fundur hafi lýst furðu ávanvirkri stjórnsýslu og meðvirkum stjórnvöldum? Pólitíkusar segja upp til hópa að netverslun sé á gráu svæði. Það er alrangt og fyrirsláttur. Hverju barni sem les lagatextana má ljóst vera að hér er allt fullkomlega skýrt. Þeir stjórnmálamenn sem eitthvað hafa viljað aðhafast hafa verið sakaðir um „óeðlileg afskipti“ af lögreglu og ákæruvaldi og það jafnvel þótt þeir hafi ekki gert annað en að spyrjast fyrir um hvar málin séu stödd! Þetta er ekki til að brosa að en grátbroslegt er þetta tal. Á meðan þessu vindur fram – eða vindur alls ekki fram sem nær væri að segja - horfir almenningur vanmegna á „vanvirkni“ og „meðvirkni“ stjórnsýslu og stjórnvalda. En það skulu stjórnmálamenn vita - og að það tekur einnig til lögreglu og ákæruvalds - að nákvæmlega svona gerist það þegar grafið er undan tiltrú á lýðræðisleg stjórnmál og lög og reglu. Þannig er ekki bara grafið undan ÁTVR. Fjarri lagi, aðgerðaleysið grefur undan stoðum lýðræðisþjóðfélagsins. Hér er ályktun fundarins 16. júní: Áskorun til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu! Í dag, þann 16. júní 2025, eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Meðal virkustu leiða í áfengisforvörnum er að takmarka aðgengi að áfengi eins og kostur er. Einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis er það fyrirkomulag sem Íslendingar hafa valið í þessu skyni. Þetta fyrirkomulag er í samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn (WHO) sem segir að þar sem einkasala ríkis á smásölu áfengis sé fyrir hendi séu sterk rök fyrir því að varðveita hana því slíkt geti takmarkað framboð áfengis og dregið úr áfengistengdum skaða. Forsendurnar eru skýrar: Greiðara aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar notkunar og þar með aukins vanda vegna neyslu þess. Þetta er staðreynd sem ekki verður horft fram hjá í áfengisforvörnum og lýðheilsustarfi. Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum. Reykjavík, 16. júní 2025, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum IOGT á Íslandi SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Áskorun til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu! Í dag, þann 16. júní 2025, eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Meðal virkustu leiða í áfengisforvörnum er að takmarka aðgengi að áfengi eins og kostur er. Einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis er það fyrirkomulag sem Íslendingar hafa valið í þessu skyni. Þetta fyrirkomulag er í samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn (WHO) sem segir að þar sem einkasala ríkis á smásölu áfengis sé fyrir hendi séu sterk rök fyrir því að varðveita hana því slíkt geti takmarkað framboð áfengis og dregið úr áfengistengdum skaða. Forsendurnar eru skýrar: Greiðara aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar notkunar og þar með aukins vanda vegna neyslu þess. Þetta er staðreynd sem ekki verður horft fram hjá í áfengisforvörnum og lýðheilsustarfi. Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum. Reykjavík, 16. júní 2025, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum IOGT á Íslandi SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun