Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson skrifar 20. júní 2025 08:46 Hinn 16. júní síðastliðinn stóðu helstu forvarnarsamtök landsins að góðum og vekjandi fundi um forvarnir og þá lögleysu sem látin er viðgangast með ólöglegri netverslun með áfengi. Smám saman er lögbrjótunum að takast að grafa undan lögbundinni dreifingu á áfengi. Alltaf eru alhæfingar varasamar. Það á einnig við um stjórnmálamenn. Þrátt fyrir gagnrýni mína á stjórnmálamenn þótti mér Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra mælast vel á fundinum og hvað kerfið varðar átti sama við um landlækni, Maríu Heimisdóttur. Ýmsir aðrir voru með prýðilegt innlegg á fundinum sem Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, stýrði af röggsemi.Þarna voru fulltrúar flestra flokka á þingi en mjög missannfærandi þótti mér málflutningu þeirra vera. Nóg um það. Hvað stendur upp úr þessum fundi? Það sem upp úr stendur er fram kom að ALLAR heilbrigðisstéttir, ÖLL forvarnarsamtök, og sérfæðingar ALLRA heilbrigðisstofnana sem sinna áfengistengdum sjúkdómum hafa hvatt til þess að stjórnsýsla og stjórnvöld sjái til þess að farið verði að lögum og ólögleg smásala á áfengi verði stöðvuð. Í fimm ár, hálfan áratug, hefur hvatningum í þessa veru rignt yfir stjórnsýslu og stjórnvöld, þar á meðal lögreglu og ákæruvald án þess að NOKKUR SKAPAÐUR HLUTUR GERIST. Er að undra að fyrrnefndir fundur hafi lýst furðu ávanvirkri stjórnsýslu og meðvirkum stjórnvöldum? Pólitíkusar segja upp til hópa að netverslun sé á gráu svæði. Það er alrangt og fyrirsláttur. Hverju barni sem les lagatextana má ljóst vera að hér er allt fullkomlega skýrt. Þeir stjórnmálamenn sem eitthvað hafa viljað aðhafast hafa verið sakaðir um „óeðlileg afskipti“ af lögreglu og ákæruvaldi og það jafnvel þótt þeir hafi ekki gert annað en að spyrjast fyrir um hvar málin séu stödd! Þetta er ekki til að brosa að en grátbroslegt er þetta tal. Á meðan þessu vindur fram – eða vindur alls ekki fram sem nær væri að segja - horfir almenningur vanmegna á „vanvirkni“ og „meðvirkni“ stjórnsýslu og stjórnvalda. En það skulu stjórnmálamenn vita - og að það tekur einnig til lögreglu og ákæruvalds - að nákvæmlega svona gerist það þegar grafið er undan tiltrú á lýðræðisleg stjórnmál og lög og reglu. Þannig er ekki bara grafið undan ÁTVR. Fjarri lagi, aðgerðaleysið grefur undan stoðum lýðræðisþjóðfélagsins. Hér er ályktun fundarins 16. júní: Áskorun til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu! Í dag, þann 16. júní 2025, eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Meðal virkustu leiða í áfengisforvörnum er að takmarka aðgengi að áfengi eins og kostur er. Einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis er það fyrirkomulag sem Íslendingar hafa valið í þessu skyni. Þetta fyrirkomulag er í samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn (WHO) sem segir að þar sem einkasala ríkis á smásölu áfengis sé fyrir hendi séu sterk rök fyrir því að varðveita hana því slíkt geti takmarkað framboð áfengis og dregið úr áfengistengdum skaða. Forsendurnar eru skýrar: Greiðara aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar notkunar og þar með aukins vanda vegna neyslu þess. Þetta er staðreynd sem ekki verður horft fram hjá í áfengisforvörnum og lýðheilsustarfi. Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum. Reykjavík, 16. júní 2025, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum IOGT á Íslandi SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hinn 16. júní síðastliðinn stóðu helstu forvarnarsamtök landsins að góðum og vekjandi fundi um forvarnir og þá lögleysu sem látin er viðgangast með ólöglegri netverslun með áfengi. Smám saman er lögbrjótunum að takast að grafa undan lögbundinni dreifingu á áfengi. Alltaf eru alhæfingar varasamar. Það á einnig við um stjórnmálamenn. Þrátt fyrir gagnrýni mína á stjórnmálamenn þótti mér Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra mælast vel á fundinum og hvað kerfið varðar átti sama við um landlækni, Maríu Heimisdóttur. Ýmsir aðrir voru með prýðilegt innlegg á fundinum sem Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, stýrði af röggsemi.Þarna voru fulltrúar flestra flokka á þingi en mjög missannfærandi þótti mér málflutningu þeirra vera. Nóg um það. Hvað stendur upp úr þessum fundi? Það sem upp úr stendur er fram kom að ALLAR heilbrigðisstéttir, ÖLL forvarnarsamtök, og sérfæðingar ALLRA heilbrigðisstofnana sem sinna áfengistengdum sjúkdómum hafa hvatt til þess að stjórnsýsla og stjórnvöld sjái til þess að farið verði að lögum og ólögleg smásala á áfengi verði stöðvuð. Í fimm ár, hálfan áratug, hefur hvatningum í þessa veru rignt yfir stjórnsýslu og stjórnvöld, þar á meðal lögreglu og ákæruvald án þess að NOKKUR SKAPAÐUR HLUTUR GERIST. Er að undra að fyrrnefndir fundur hafi lýst furðu ávanvirkri stjórnsýslu og meðvirkum stjórnvöldum? Pólitíkusar segja upp til hópa að netverslun sé á gráu svæði. Það er alrangt og fyrirsláttur. Hverju barni sem les lagatextana má ljóst vera að hér er allt fullkomlega skýrt. Þeir stjórnmálamenn sem eitthvað hafa viljað aðhafast hafa verið sakaðir um „óeðlileg afskipti“ af lögreglu og ákæruvaldi og það jafnvel þótt þeir hafi ekki gert annað en að spyrjast fyrir um hvar málin séu stödd! Þetta er ekki til að brosa að en grátbroslegt er þetta tal. Á meðan þessu vindur fram – eða vindur alls ekki fram sem nær væri að segja - horfir almenningur vanmegna á „vanvirkni“ og „meðvirkni“ stjórnsýslu og stjórnvalda. En það skulu stjórnmálamenn vita - og að það tekur einnig til lögreglu og ákæruvalds - að nákvæmlega svona gerist það þegar grafið er undan tiltrú á lýðræðisleg stjórnmál og lög og reglu. Þannig er ekki bara grafið undan ÁTVR. Fjarri lagi, aðgerðaleysið grefur undan stoðum lýðræðisþjóðfélagsins. Hér er ályktun fundarins 16. júní: Áskorun til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu! Í dag, þann 16. júní 2025, eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Meðal virkustu leiða í áfengisforvörnum er að takmarka aðgengi að áfengi eins og kostur er. Einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis er það fyrirkomulag sem Íslendingar hafa valið í þessu skyni. Þetta fyrirkomulag er í samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn (WHO) sem segir að þar sem einkasala ríkis á smásölu áfengis sé fyrir hendi séu sterk rök fyrir því að varðveita hana því slíkt geti takmarkað framboð áfengis og dregið úr áfengistengdum skaða. Forsendurnar eru skýrar: Greiðara aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar notkunar og þar með aukins vanda vegna neyslu þess. Þetta er staðreynd sem ekki verður horft fram hjá í áfengisforvörnum og lýðheilsustarfi. Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum. Reykjavík, 16. júní 2025, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum IOGT á Íslandi SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Áskorun til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu! Í dag, þann 16. júní 2025, eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Meðal virkustu leiða í áfengisforvörnum er að takmarka aðgengi að áfengi eins og kostur er. Einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis er það fyrirkomulag sem Íslendingar hafa valið í þessu skyni. Þetta fyrirkomulag er í samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn (WHO) sem segir að þar sem einkasala ríkis á smásölu áfengis sé fyrir hendi séu sterk rök fyrir því að varðveita hana því slíkt geti takmarkað framboð áfengis og dregið úr áfengistengdum skaða. Forsendurnar eru skýrar: Greiðara aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar notkunar og þar með aukins vanda vegna neyslu þess. Þetta er staðreynd sem ekki verður horft fram hjá í áfengisforvörnum og lýðheilsustarfi. Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum. Reykjavík, 16. júní 2025, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum IOGT á Íslandi SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun