Vara við því að ölvuðu fólki sé boðið að sitja að sumbli í Lystigarðinum Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2025 09:03 Frá 17. júní hátið í Lystigarði Akureyrar árið 2023. Garðyrkjufólk er ósátt við að halda eigi hátíð þar sem áfengi er í boði í garðinum. Lystigarður Akureyrar Garðyrkjufólk hefur áhyggjur af fyrirhugaðri bjórhátið sem á að halda í lystigarði bæjarins í næsta mánuði. Formaður Garðyrkjufélags Íslands segir augljósa áhættu fólgna í því að bjóða ölvuðu fólki að sitja að sumbli innan um óbætanlegar plöntur. Skipuleggjandi segir aldrei hafa verið gengið illa um garðinn á fyrri hátíðum. Til stendur að halda sumar- og bjórhátíð veitingahússins LYST í Lystigarði Akureyrar dagana 18. til 20. júlí. Það verður fjórða árið í röð þar sem handverksbrugghús kynna framleiðslu sína í garðinum. Ekki eru allir sáttir við áformin. Tvö bréf þar sem áhyggjum var lýst af hátíðinni voru lögð fram til kynningar í bæjarráði Akureyrar á fimmtudag, bæði frá garðyrkjufólki. Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands, ritaði bænum bréf þar sem hún sagði það skjóta skökku við að drykkjuhátíð væri auglýst í eins dýrmætu plöntusafni og Lystigarðurinn á Akureyri væri. Þekkt væri að dómgreind fólks slævðist verulega þegar það væri undir áhrifum áfengis og þá gætu óhöppin átt sér stað. „Slík óhöpp þurfa ekki að vera alvarleg en áhættan á því að bjóða ölvuðu fólki upp að sitja að sumbli í grasagarði með óbætanlegum plöntum hlýtur að vera augljós hverjum sem horfa vill,“ skrifar Guðríður sem vill að bæjarstjórn Akureyrar skoði að finna hátíðinni annan stað. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Í svipaðan streng tekur Ásta Camilla Gylfadóttir sem skrifaði sögu Lystigarðsins og vann þar sem garðyrkjufræðingur á sínum tíma. Hún telur bjórhátíð alls ekki eiga heima í garðinum þar sem viðkvæmur gróður sé alltumlykjandi og „fólk í misjöfnu ástandi reiki um garðinn og detti í beðin“. Líkir hún garðinum við safn með lifandi plöntur. „Myndi maður vera með samskonar bjórhátíð á Listasafni Akureyrar í Gilinu eða Minjasafninu? Plöntur í grasagarði eru jafn dýrmætir safngripir eins og listaverk á vegg eða askur í hillu,“ segir Ásta Camilla í bréfi sínu. Alltaf farið vel fram Reynir Grétarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar og eigandi LYST, segir hátíðina hafa farið vel fram öll þau ár sem hún hafi verið haldin. Reynt sé að standa vel að hátíðinni og í sátt við garðinn. Þannig hafi verið sérstök gæsla fyrir beðin og brýnt fyrir gestum að ganga vel um. Að þessi sinni kynna fimmtán brugghús framleiðslu sína. Sá hluti hátíðarinnar er á milli klukkan 13:00 og 18:00 á laugardag. Reynir segir að hátíðin hafi aldrei verið stórt fyllerí og flestir gestir kunni sig. Veitingahúsið LYST í Lystigarðin Akureyrar. Eigendur þess hafa staðið fyrir sumar- og bjórhátíð síðustu ár.Lystigarður Akureyrar Hann er þó meðvitaður um að ákveðin togstreita hafi verið um hátíðina en skipuleggjendur hafi aldrei sýnt neitt annað en samstarfsvilja um að halda garðinum fínum. Hann bendir á að nýbúið sé að halda 17. júní hátíð í garðinum. Þar sé þar að auki veitingastaður- og kaffihús og svið fyrir viðburði. „Mér finnst ömurlegt að garðyrkjufólk sé að kvarta yfir þessu. Flest þeirra hafa ekki mætt á þetta,“ segir Reynir. Lokahnykkur hátíðarinnar í ár er tónleikar í lystigarðinum sem Reynir segir að séu þeir flottustu til þessa. Þar troða Rakel Sigurðardóttir, Bríet, Una Torfadóttir og Jói Pé og Króli upp. Akureyri Áfengi Garðyrkja Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Til stendur að halda sumar- og bjórhátíð veitingahússins LYST í Lystigarði Akureyrar dagana 18. til 20. júlí. Það verður fjórða árið í röð þar sem handverksbrugghús kynna framleiðslu sína í garðinum. Ekki eru allir sáttir við áformin. Tvö bréf þar sem áhyggjum var lýst af hátíðinni voru lögð fram til kynningar í bæjarráði Akureyrar á fimmtudag, bæði frá garðyrkjufólki. Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands, ritaði bænum bréf þar sem hún sagði það skjóta skökku við að drykkjuhátíð væri auglýst í eins dýrmætu plöntusafni og Lystigarðurinn á Akureyri væri. Þekkt væri að dómgreind fólks slævðist verulega þegar það væri undir áhrifum áfengis og þá gætu óhöppin átt sér stað. „Slík óhöpp þurfa ekki að vera alvarleg en áhættan á því að bjóða ölvuðu fólki upp að sitja að sumbli í grasagarði með óbætanlegum plöntum hlýtur að vera augljós hverjum sem horfa vill,“ skrifar Guðríður sem vill að bæjarstjórn Akureyrar skoði að finna hátíðinni annan stað. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Í svipaðan streng tekur Ásta Camilla Gylfadóttir sem skrifaði sögu Lystigarðsins og vann þar sem garðyrkjufræðingur á sínum tíma. Hún telur bjórhátíð alls ekki eiga heima í garðinum þar sem viðkvæmur gróður sé alltumlykjandi og „fólk í misjöfnu ástandi reiki um garðinn og detti í beðin“. Líkir hún garðinum við safn með lifandi plöntur. „Myndi maður vera með samskonar bjórhátíð á Listasafni Akureyrar í Gilinu eða Minjasafninu? Plöntur í grasagarði eru jafn dýrmætir safngripir eins og listaverk á vegg eða askur í hillu,“ segir Ásta Camilla í bréfi sínu. Alltaf farið vel fram Reynir Grétarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar og eigandi LYST, segir hátíðina hafa farið vel fram öll þau ár sem hún hafi verið haldin. Reynt sé að standa vel að hátíðinni og í sátt við garðinn. Þannig hafi verið sérstök gæsla fyrir beðin og brýnt fyrir gestum að ganga vel um. Að þessi sinni kynna fimmtán brugghús framleiðslu sína. Sá hluti hátíðarinnar er á milli klukkan 13:00 og 18:00 á laugardag. Reynir segir að hátíðin hafi aldrei verið stórt fyllerí og flestir gestir kunni sig. Veitingahúsið LYST í Lystigarðin Akureyrar. Eigendur þess hafa staðið fyrir sumar- og bjórhátíð síðustu ár.Lystigarður Akureyrar Hann er þó meðvitaður um að ákveðin togstreita hafi verið um hátíðina en skipuleggjendur hafi aldrei sýnt neitt annað en samstarfsvilja um að halda garðinum fínum. Hann bendir á að nýbúið sé að halda 17. júní hátíð í garðinum. Þar sé þar að auki veitingastaður- og kaffihús og svið fyrir viðburði. „Mér finnst ömurlegt að garðyrkjufólk sé að kvarta yfir þessu. Flest þeirra hafa ekki mætt á þetta,“ segir Reynir. Lokahnykkur hátíðarinnar í ár er tónleikar í lystigarðinum sem Reynir segir að séu þeir flottustu til þessa. Þar troða Rakel Sigurðardóttir, Bríet, Una Torfadóttir og Jói Pé og Króli upp.
Akureyri Áfengi Garðyrkja Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent