Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2025 18:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er stödd í Haag á leiðtogafundi NATO. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. Eftir bæði utanríkisráðherrafundinn í gær og leiðtogafundinn í dag segist Þorgerður finna fyrir mikilli samstöðu meðal þjóðanna. Hún fór yfir efni fundanna og helstu mál þeirra í Reykjavík síðdegis í dag. „Þá var rosalega gott að hlusta á okkar bandalagsþjóðir frekar undirstrika samstöðu og samtakamátt, vilja til að gera betur og líka ákveðið raunsæi á þá stöðu sem er núna í heimsmálunum. Mér fannst gott að heyra bæði Bandaríkjaforseta tala á þessum nótum en líka aðrar þjóðir sem eru stórar og skipta miklu máli.“ Þú hittir Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna? „Já, ég náði reyndar líka að taka í spaðann á honum Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það.“ Þorgerður segist hafa helst rætt samheldni og samstöðu við Rubio. Hún og Kristrún voru einnig meðal þjóðarfulltrúa sem biðluðu til Trump að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. „Ísland stendur sem fyrr með sínum gildum um mannúð og að rétta þeim ríkjum og hópum hjálparhönd sem búa við neyðarástand. Það er ljóst að það þarf að reyna að byggja undir vopnahlé. Við vonum að Bandaríkin muni gera það sem þau geta til að koma á vopnahléi á svæðinu. Bæði vegna átakanna milli Íran og Ísraels en ekki síður að það verði í þágu íbúanna á Gasa.“ Ekki að leggja inn á bankabók hjá NATO Þorgerður segir varnarbandalagið NATO standa sterkar en það gerði fyrir sex mánuðum. Þá sé ríkur skilningur á því að kröfur til Íslands séu ekki þær sömu í tengslum við varnarframlög og til annarra þjóða innan bandalagsins. „En það þýðir ekki að það séu ekki gerðar kröfur til okkar við að byggja upp og taka þátt í að efla öryggi og varnir bandalagsríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Og á endanum erum við alltaf í þessu fyrir frið og frelsi.“ Þorgerður, Kristrún og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra greindu frá því í skoðanagrein á Vísi í dag að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. „Þetta tekur tíma, þetta mun taka að minnsta kosti tíu ár. Við erum þegar að uppfylla hluta af þessu. Við erum að setja fjármuni í varnartengd verkefni, hvort sem það er í gegnum Landhelgisgæsluna, CERT-IS, ríkislögreglustjóra og sérsveitina. Ýmsa aðra innviðauppbyggingu og svo framvegis. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og við megum heldur ekki gleyma því að fjárfesting í öryggi og vörnum fyrir okkur er ekki þannig að við erum að leggja þetta inn á einhverja bankabók hjá NATO. Við erum að fjárfesta í íslenskum innviðum, í efnahagsmálum þannig að sá partur verður að mestu leyti innan okkar hagkerfis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. NATO Utanríkismál Bylgjan Öryggis- og varnarmál Donald Trump Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Eftir bæði utanríkisráðherrafundinn í gær og leiðtogafundinn í dag segist Þorgerður finna fyrir mikilli samstöðu meðal þjóðanna. Hún fór yfir efni fundanna og helstu mál þeirra í Reykjavík síðdegis í dag. „Þá var rosalega gott að hlusta á okkar bandalagsþjóðir frekar undirstrika samstöðu og samtakamátt, vilja til að gera betur og líka ákveðið raunsæi á þá stöðu sem er núna í heimsmálunum. Mér fannst gott að heyra bæði Bandaríkjaforseta tala á þessum nótum en líka aðrar þjóðir sem eru stórar og skipta miklu máli.“ Þú hittir Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna? „Já, ég náði reyndar líka að taka í spaðann á honum Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það.“ Þorgerður segist hafa helst rætt samheldni og samstöðu við Rubio. Hún og Kristrún voru einnig meðal þjóðarfulltrúa sem biðluðu til Trump að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. „Ísland stendur sem fyrr með sínum gildum um mannúð og að rétta þeim ríkjum og hópum hjálparhönd sem búa við neyðarástand. Það er ljóst að það þarf að reyna að byggja undir vopnahlé. Við vonum að Bandaríkin muni gera það sem þau geta til að koma á vopnahléi á svæðinu. Bæði vegna átakanna milli Íran og Ísraels en ekki síður að það verði í þágu íbúanna á Gasa.“ Ekki að leggja inn á bankabók hjá NATO Þorgerður segir varnarbandalagið NATO standa sterkar en það gerði fyrir sex mánuðum. Þá sé ríkur skilningur á því að kröfur til Íslands séu ekki þær sömu í tengslum við varnarframlög og til annarra þjóða innan bandalagsins. „En það þýðir ekki að það séu ekki gerðar kröfur til okkar við að byggja upp og taka þátt í að efla öryggi og varnir bandalagsríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Og á endanum erum við alltaf í þessu fyrir frið og frelsi.“ Þorgerður, Kristrún og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra greindu frá því í skoðanagrein á Vísi í dag að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. „Þetta tekur tíma, þetta mun taka að minnsta kosti tíu ár. Við erum þegar að uppfylla hluta af þessu. Við erum að setja fjármuni í varnartengd verkefni, hvort sem það er í gegnum Landhelgisgæsluna, CERT-IS, ríkislögreglustjóra og sérsveitina. Ýmsa aðra innviðauppbyggingu og svo framvegis. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og við megum heldur ekki gleyma því að fjárfesting í öryggi og vörnum fyrir okkur er ekki þannig að við erum að leggja þetta inn á einhverja bankabók hjá NATO. Við erum að fjárfesta í íslenskum innviðum, í efnahagsmálum þannig að sá partur verður að mestu leyti innan okkar hagkerfis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
NATO Utanríkismál Bylgjan Öryggis- og varnarmál Donald Trump Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira