Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:13 Donald Trump Bandaríkjaforseti sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Haag í dag, þar sem leiðtogafundur NATO fer fram. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. Frá þessu greindi Trump við blaðamenn í dag. Hann impraði þó á því að hann teldi „ekkert of nauðsynlegt“ að ná slíku samkomulagi. „Við ætlum að funda með þeim í næstu viku, með Íran. Mögulega skrifum við undir samning, ég veit það ekki. Fyrir mér er þetta ekkert stórmál. Þeir ráku sitt stríð, börðust, og nú eru þeir snúnir aftur í sinn heim. Það gildir mig einu hvort við komumst að samkomulagi eða ekki,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Haag í dag, en CNN greinir frá. Hann sagði að ríkisstjórnin gerði sömu kröfur og hún sóttist eftir áður en spennan stigmagnaðist í Mið-Austurlöndum fyrr í mánuðinum. Samningur væri samt sem áður óþarfi þar sem kjarnorkuáætlun Írana væri hvort sem er eyðilögð eftir árásir Bandaríkjahers um helgina. Telur allt saman eyðilagt Trump gaf lítið fyrir skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem fram kom að árásirnar hafi aðeins seinkað kjarnorkuvopnaáætlunum Írana um nokkra mánuði, en ekki gert út um þær eins og hann og fleiri hafa fullyrt. Aftur á móti væru öll skotmörk aðgerðarinnar gjöreyðilögð. „Við viljum ekki kjarnorku, en við eyðilögðum kjarnorkuna. Með öðrum orðum er hún gereyðilögð,“ sagði hann við blaðamenn í dag. Vopnahlé milli Írana og Ísraela sem tók gildi í gær virðist enn vera í gildi. Bæði ríki sökuðu hvort annað um brot á vopnahléssamningum skömmu eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Brotin reittu Trump til reiði, sem ámælti báðar hliðar. Síðan þá virðast bæði ríkin hafa virt vopnahléið. Donald Trump Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Frá þessu greindi Trump við blaðamenn í dag. Hann impraði þó á því að hann teldi „ekkert of nauðsynlegt“ að ná slíku samkomulagi. „Við ætlum að funda með þeim í næstu viku, með Íran. Mögulega skrifum við undir samning, ég veit það ekki. Fyrir mér er þetta ekkert stórmál. Þeir ráku sitt stríð, börðust, og nú eru þeir snúnir aftur í sinn heim. Það gildir mig einu hvort við komumst að samkomulagi eða ekki,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Haag í dag, en CNN greinir frá. Hann sagði að ríkisstjórnin gerði sömu kröfur og hún sóttist eftir áður en spennan stigmagnaðist í Mið-Austurlöndum fyrr í mánuðinum. Samningur væri samt sem áður óþarfi þar sem kjarnorkuáætlun Írana væri hvort sem er eyðilögð eftir árásir Bandaríkjahers um helgina. Telur allt saman eyðilagt Trump gaf lítið fyrir skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem fram kom að árásirnar hafi aðeins seinkað kjarnorkuvopnaáætlunum Írana um nokkra mánuði, en ekki gert út um þær eins og hann og fleiri hafa fullyrt. Aftur á móti væru öll skotmörk aðgerðarinnar gjöreyðilögð. „Við viljum ekki kjarnorku, en við eyðilögðum kjarnorkuna. Með öðrum orðum er hún gereyðilögð,“ sagði hann við blaðamenn í dag. Vopnahlé milli Írana og Ísraela sem tók gildi í gær virðist enn vera í gildi. Bæði ríki sökuðu hvort annað um brot á vopnahléssamningum skömmu eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Brotin reittu Trump til reiði, sem ámælti báðar hliðar. Síðan þá virðast bæði ríkin hafa virt vopnahléið.
Donald Trump Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55
Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54
Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45