Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 26. júní 2025 08:30 Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. NATO þjóðir segjast vera að verja lýðræði og frelsi okkar allra. Mannréttindi sögð skipta svo miklu máli, og því verði að veita mótspyrnu þegar lönd eins og Rússland (sem eru vond) ætli að taka þau af okkur. Þessi heimsmynd hljómar ævintýralega einföld, en hún hefur verið teiknuð svona upp frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vesturlönd eru þannig góða liðið sem er annt um mannréttindi, en aðrir tilheyra vonda liðinu. Með þessa möntru að leiðarljósi hafa ýmis voðaverk verið réttlætt í nafni NATO. Raunverulegur tilgangur NATO er auðvitað allt annar en hann er gefinn út fyrir að vera. Fyrst og fremst þjónar bandalagið hlutverki fyrir heimsvaldastefnuna, sem Ísland er hluti af. Við, eða réttara sagt auðvaldið á Íslandi nýtur góðs af því að verið sé að halda öðrum heimshlutum niðri með hervaldi. Án þess myndi kapítalismi ekki fúnkera á Vesturlöndum. Ástandið á Gaza hefur afhjúpað hversu lítið er á bakvið möntru NATO um mannréttindi og lýðræði. Þetta eru atriði sem skipta engu máli. Ef svo væri, hefðu aðildarríki þess fyrir löngu beitt Ísrael mun harðari þrýstingi. Ekki hefur einu sinni verið tekið til umræðu að beita landið viðskiptaþvingunum. Að sjá leiðtoga okkar flaðra upp við Trump kemur lítið á óvart þegar á hólminn er komið. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra okkar sagði hann „heillandi“ og stærði sig af því að hafa tekið „í spaðann“ á þeim manni. Forsætisráðherra talaði um að þau væru að þrýsta á um vopnahlé, en það er til lítils að segjast tala fyrir friði þegar maður samhliða styður veru Íslands í hernaðarbandalagi, sem hefur sýnt í verki að hlutverk þess er að halda niðri allri ógn við auðvaldsskipulagið. Það er eins og að ausa vatni úr bát með annarri hendi en bora gat á botninn með hinni. Þær vita ásamt öðrum leiðtogum í Evrópu, að eina leiðin til að halda auðvaldsskipulaginu gangandi hér á landi er að halda NATO á lífi. Án þess væri ekki hægt að halda hnattræna suðrinu niðri. Allt er gert til þess að halda Trump góðum og fá hann til að skuldbinda Bandaríkin áfram við NATO. Það er lykillinn að því að kapítalismi geti lifað lengur í Evrópu. Já, þegar á hólminn er komið eru nánast allir Trumpistar. Kratar, frjálslynda miðjan og hægrið þurfa öll á Trump að halda. Kapítalískt skipulag þarf á Trump að halda. Ég hef trú á því að Sósíalistaflokkur Íslands muni aldrei samþykkja slíka niðurlægingu. Þess vegna býð ég þeim sem vilja verja fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands að skrá sig í flokkinn. Það er vel hægt að standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, án þess að að nauðbeygja sig fyrir erlendum stórveldum. Skráning hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu NATO Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. NATO þjóðir segjast vera að verja lýðræði og frelsi okkar allra. Mannréttindi sögð skipta svo miklu máli, og því verði að veita mótspyrnu þegar lönd eins og Rússland (sem eru vond) ætli að taka þau af okkur. Þessi heimsmynd hljómar ævintýralega einföld, en hún hefur verið teiknuð svona upp frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vesturlönd eru þannig góða liðið sem er annt um mannréttindi, en aðrir tilheyra vonda liðinu. Með þessa möntru að leiðarljósi hafa ýmis voðaverk verið réttlætt í nafni NATO. Raunverulegur tilgangur NATO er auðvitað allt annar en hann er gefinn út fyrir að vera. Fyrst og fremst þjónar bandalagið hlutverki fyrir heimsvaldastefnuna, sem Ísland er hluti af. Við, eða réttara sagt auðvaldið á Íslandi nýtur góðs af því að verið sé að halda öðrum heimshlutum niðri með hervaldi. Án þess myndi kapítalismi ekki fúnkera á Vesturlöndum. Ástandið á Gaza hefur afhjúpað hversu lítið er á bakvið möntru NATO um mannréttindi og lýðræði. Þetta eru atriði sem skipta engu máli. Ef svo væri, hefðu aðildarríki þess fyrir löngu beitt Ísrael mun harðari þrýstingi. Ekki hefur einu sinni verið tekið til umræðu að beita landið viðskiptaþvingunum. Að sjá leiðtoga okkar flaðra upp við Trump kemur lítið á óvart þegar á hólminn er komið. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra okkar sagði hann „heillandi“ og stærði sig af því að hafa tekið „í spaðann“ á þeim manni. Forsætisráðherra talaði um að þau væru að þrýsta á um vopnahlé, en það er til lítils að segjast tala fyrir friði þegar maður samhliða styður veru Íslands í hernaðarbandalagi, sem hefur sýnt í verki að hlutverk þess er að halda niðri allri ógn við auðvaldsskipulagið. Það er eins og að ausa vatni úr bát með annarri hendi en bora gat á botninn með hinni. Þær vita ásamt öðrum leiðtogum í Evrópu, að eina leiðin til að halda auðvaldsskipulaginu gangandi hér á landi er að halda NATO á lífi. Án þess væri ekki hægt að halda hnattræna suðrinu niðri. Allt er gert til þess að halda Trump góðum og fá hann til að skuldbinda Bandaríkin áfram við NATO. Það er lykillinn að því að kapítalismi geti lifað lengur í Evrópu. Já, þegar á hólminn er komið eru nánast allir Trumpistar. Kratar, frjálslynda miðjan og hægrið þurfa öll á Trump að halda. Kapítalískt skipulag þarf á Trump að halda. Ég hef trú á því að Sósíalistaflokkur Íslands muni aldrei samþykkja slíka niðurlægingu. Þess vegna býð ég þeim sem vilja verja fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands að skrá sig í flokkinn. Það er vel hægt að standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, án þess að að nauðbeygja sig fyrir erlendum stórveldum. Skráning hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar