Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar 27. júní 2025 12:32 Sl. 11 ár hef ég ítrekað bent Reykjavíkurborg á að grunnskólinn væri í kaldakoli. Að skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart börnum væri svo gott sem algert með sífellt fleiri nemendur sem ekki eru með grunnfærni í lesskilningi eða um 40 prósent nemenda í dag eftir tíu ára skyldunám. Möguleikar þessara barna til lífsgæða eru verulega skertir, það er algerlega óásættanlegt. Núna þegar búið er að verðleggja þessa stöðu af OECD og kannski hreyfir það við fólki. 5% framleiðni lækkun til lengir tíma kostar samfélagi gróft reiknað 200.000.000.000kr, tvöhundruðþúsund milljónir árlega. Því miður hefur meira og minna allt ræst sem ég hef spáð sl. áratug þrátt fyrir að ég hafi verið sakaður ítrekað að tala niður skólakerfið, að ég væri á villigötum og að fjöldi fræðimanna, sérfræðinga og embættismanna væri ekki sammála mér. Þetta þarf ekki að vera svona. Ef yfirvöld hefðu litið niður úr fílabeinsturni sínum og skoðað skóla sem eru þannig að ef allir skóla væru sem þeir væri framleiðni aukning upp á 5 prósent árlega með tilheyrandi verðmætasköpun og innan við 10 prósent nemenda án grunnfærni í lesskilningi. Þessi saga námsárangurs í grunnskólanum er dæmi um það þegar fræðimenn, sérfræðingar og embættismenn hafa samofið sjálfsmynd sína stefnu og leiðum í menntamálum og eru það flæktir í eigin net að þeir geta með engu móti losað sig úr því á kostnað grunnskólabarna. Menntayfirvöld í sinni sjálfsmyndarpólítík vita ekki hvers vegna staðan er svona og eðli málsins samkvæmt hafa ekki hugmynd um leiðina í rétta átt. Staðan er gegnsýrð af Dunning-Kruger áhrifunum þar sem vitneskjan um eigin veikleika er svo gott sem engin. Hefur einhver þeirra sem hafa haft völd til að ákvarða og ákveða stefnu og leiðir í menntamálum gefið sig fram og axlað ábyrgð á þessari hörmungar stöðu? Svarið er NEI. Það eru svo sannarlega til leiðir út úr vandanum en þá þurfa töluvert margar silkihúfur og smákóngar að endurvinna sjálfsmynd sína ellegar halda á brott. Það er merki um sjálfstraust að viðurkenna að það sem þú hefur staðið fyrir árum saman hafi verið rangt en það er það eina rétta í stöðunni. Gerum þetta saman nemenda og ríkissjóðs vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sl. 11 ár hef ég ítrekað bent Reykjavíkurborg á að grunnskólinn væri í kaldakoli. Að skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart börnum væri svo gott sem algert með sífellt fleiri nemendur sem ekki eru með grunnfærni í lesskilningi eða um 40 prósent nemenda í dag eftir tíu ára skyldunám. Möguleikar þessara barna til lífsgæða eru verulega skertir, það er algerlega óásættanlegt. Núna þegar búið er að verðleggja þessa stöðu af OECD og kannski hreyfir það við fólki. 5% framleiðni lækkun til lengir tíma kostar samfélagi gróft reiknað 200.000.000.000kr, tvöhundruðþúsund milljónir árlega. Því miður hefur meira og minna allt ræst sem ég hef spáð sl. áratug þrátt fyrir að ég hafi verið sakaður ítrekað að tala niður skólakerfið, að ég væri á villigötum og að fjöldi fræðimanna, sérfræðinga og embættismanna væri ekki sammála mér. Þetta þarf ekki að vera svona. Ef yfirvöld hefðu litið niður úr fílabeinsturni sínum og skoðað skóla sem eru þannig að ef allir skóla væru sem þeir væri framleiðni aukning upp á 5 prósent árlega með tilheyrandi verðmætasköpun og innan við 10 prósent nemenda án grunnfærni í lesskilningi. Þessi saga námsárangurs í grunnskólanum er dæmi um það þegar fræðimenn, sérfræðingar og embættismenn hafa samofið sjálfsmynd sína stefnu og leiðum í menntamálum og eru það flæktir í eigin net að þeir geta með engu móti losað sig úr því á kostnað grunnskólabarna. Menntayfirvöld í sinni sjálfsmyndarpólítík vita ekki hvers vegna staðan er svona og eðli málsins samkvæmt hafa ekki hugmynd um leiðina í rétta átt. Staðan er gegnsýrð af Dunning-Kruger áhrifunum þar sem vitneskjan um eigin veikleika er svo gott sem engin. Hefur einhver þeirra sem hafa haft völd til að ákvarða og ákveða stefnu og leiðir í menntamálum gefið sig fram og axlað ábyrgð á þessari hörmungar stöðu? Svarið er NEI. Það eru svo sannarlega til leiðir út úr vandanum en þá þurfa töluvert margar silkihúfur og smákóngar að endurvinna sjálfsmynd sína ellegar halda á brott. Það er merki um sjálfstraust að viðurkenna að það sem þú hefur staðið fyrir árum saman hafi verið rangt en það er það eina rétta í stöðunni. Gerum þetta saman nemenda og ríkissjóðs vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar