Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar 27. júní 2025 12:32 Sl. 11 ár hef ég ítrekað bent Reykjavíkurborg á að grunnskólinn væri í kaldakoli. Að skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart börnum væri svo gott sem algert með sífellt fleiri nemendur sem ekki eru með grunnfærni í lesskilningi eða um 40 prósent nemenda í dag eftir tíu ára skyldunám. Möguleikar þessara barna til lífsgæða eru verulega skertir, það er algerlega óásættanlegt. Núna þegar búið er að verðleggja þessa stöðu af OECD og kannski hreyfir það við fólki. 5% framleiðni lækkun til lengir tíma kostar samfélagi gróft reiknað 200.000.000.000kr, tvöhundruðþúsund milljónir árlega. Því miður hefur meira og minna allt ræst sem ég hef spáð sl. áratug þrátt fyrir að ég hafi verið sakaður ítrekað að tala niður skólakerfið, að ég væri á villigötum og að fjöldi fræðimanna, sérfræðinga og embættismanna væri ekki sammála mér. Þetta þarf ekki að vera svona. Ef yfirvöld hefðu litið niður úr fílabeinsturni sínum og skoðað skóla sem eru þannig að ef allir skóla væru sem þeir væri framleiðni aukning upp á 5 prósent árlega með tilheyrandi verðmætasköpun og innan við 10 prósent nemenda án grunnfærni í lesskilningi. Þessi saga námsárangurs í grunnskólanum er dæmi um það þegar fræðimenn, sérfræðingar og embættismenn hafa samofið sjálfsmynd sína stefnu og leiðum í menntamálum og eru það flæktir í eigin net að þeir geta með engu móti losað sig úr því á kostnað grunnskólabarna. Menntayfirvöld í sinni sjálfsmyndarpólítík vita ekki hvers vegna staðan er svona og eðli málsins samkvæmt hafa ekki hugmynd um leiðina í rétta átt. Staðan er gegnsýrð af Dunning-Kruger áhrifunum þar sem vitneskjan um eigin veikleika er svo gott sem engin. Hefur einhver þeirra sem hafa haft völd til að ákvarða og ákveða stefnu og leiðir í menntamálum gefið sig fram og axlað ábyrgð á þessari hörmungar stöðu? Svarið er NEI. Það eru svo sannarlega til leiðir út úr vandanum en þá þurfa töluvert margar silkihúfur og smákóngar að endurvinna sjálfsmynd sína ellegar halda á brott. Það er merki um sjálfstraust að viðurkenna að það sem þú hefur staðið fyrir árum saman hafi verið rangt en það er það eina rétta í stöðunni. Gerum þetta saman nemenda og ríkissjóðs vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sl. 11 ár hef ég ítrekað bent Reykjavíkurborg á að grunnskólinn væri í kaldakoli. Að skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart börnum væri svo gott sem algert með sífellt fleiri nemendur sem ekki eru með grunnfærni í lesskilningi eða um 40 prósent nemenda í dag eftir tíu ára skyldunám. Möguleikar þessara barna til lífsgæða eru verulega skertir, það er algerlega óásættanlegt. Núna þegar búið er að verðleggja þessa stöðu af OECD og kannski hreyfir það við fólki. 5% framleiðni lækkun til lengir tíma kostar samfélagi gróft reiknað 200.000.000.000kr, tvöhundruðþúsund milljónir árlega. Því miður hefur meira og minna allt ræst sem ég hef spáð sl. áratug þrátt fyrir að ég hafi verið sakaður ítrekað að tala niður skólakerfið, að ég væri á villigötum og að fjöldi fræðimanna, sérfræðinga og embættismanna væri ekki sammála mér. Þetta þarf ekki að vera svona. Ef yfirvöld hefðu litið niður úr fílabeinsturni sínum og skoðað skóla sem eru þannig að ef allir skóla væru sem þeir væri framleiðni aukning upp á 5 prósent árlega með tilheyrandi verðmætasköpun og innan við 10 prósent nemenda án grunnfærni í lesskilningi. Þessi saga námsárangurs í grunnskólanum er dæmi um það þegar fræðimenn, sérfræðingar og embættismenn hafa samofið sjálfsmynd sína stefnu og leiðum í menntamálum og eru það flæktir í eigin net að þeir geta með engu móti losað sig úr því á kostnað grunnskólabarna. Menntayfirvöld í sinni sjálfsmyndarpólítík vita ekki hvers vegna staðan er svona og eðli málsins samkvæmt hafa ekki hugmynd um leiðina í rétta átt. Staðan er gegnsýrð af Dunning-Kruger áhrifunum þar sem vitneskjan um eigin veikleika er svo gott sem engin. Hefur einhver þeirra sem hafa haft völd til að ákvarða og ákveða stefnu og leiðir í menntamálum gefið sig fram og axlað ábyrgð á þessari hörmungar stöðu? Svarið er NEI. Það eru svo sannarlega til leiðir út úr vandanum en þá þurfa töluvert margar silkihúfur og smákóngar að endurvinna sjálfsmynd sína ellegar halda á brott. Það er merki um sjálfstraust að viðurkenna að það sem þú hefur staðið fyrir árum saman hafi verið rangt en það er það eina rétta í stöðunni. Gerum þetta saman nemenda og ríkissjóðs vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar