Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2025 11:28 Pétur Jökull fær ekki áheyrn Hæstaréttar. Vísir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Péturs Jökuls Jónassonar um áfrýjunarleyfi vegna átta ára fangelsisdóm Landsréttar yfir honum. Hann taldi að vísa ætti ákæru í málinu frá vegna óskýrleika. Hæstiréttur var ósammála. Í ákvörðin Hæstaréttar um beiðni Péturs Jökuls segir að hann hefði verið sakfelldur samkvæmt ákæru í héraðsdómi og dæmdur í átta ára fangelsi. Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Talað hefur verið um málið sem stóra kókaínmálið. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og var refsing þeirra á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Lögregla taldi að Pétur Jökull hefði verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Höfðu þegar tekið frávísunarkröfu fyrir Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu í apríl síðastliðnum. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að þá hefði Landsréttur þegar tekið kröfu Péturs Jökuls um frávísun fyrir og leyst úr ágreiningi varðandi hana. Um sýknukröfu Péturs Jökuls hefði Landsréttur tekið fram að með fyrri dómi réttarins hefðu fjórir aðrir einstaklingar verið sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots með því að hafa ásamt óþekktum aðila staðið að innflutningi á 99,25 kílóum af kókaíni til landsins. Landsréttur hefði talið að virtum nánar tilteknum símagögnum að athugasemdir Péturs Jökuls fengju ekki haggað þeirri ályktun héraðsdóms að hann hefði á þeim tíma sem um ræddi notað nánar tiltekin Signal-auðkenni og verið í samskiptum við einn mannanna við skipulagningu fyrrgreinds brots en eitt símanúmeranna hefði einnig fundist vistað í farsíma annars mannanna. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms hafi sú niðurstaða héraðsdóms að sannað væri að Pétur Jökull hefði verið samverkamaður mannanna fjögurra. Hinn áfrýjaði dómur hefði því verið staðfestur. Taldi notkun raddgreiningar brot á rétti til réttlátrar málsmeðferðar Í ákvörðuninni segir Pétur Jökull hafi talið brýnt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort vísa eigi málinu frá vegna óskýrleika ákæru. Þá hafi verknaðarlýsing í ákæru verið orðuð með almennum og opnum hætti og sakfelling hans í Landsrétti byggi á öðrum atriðum en í ákæru, það er skipulagningu, milligöngu og einhvers konar stýringu erlendis frá. Enn fremur hafi hann talið að við lögreglurannsókn hafi verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, þegar upptökur af framburði hans hjá lögreglu voru notaðar til að framkvæma raddgreiningu. Hann hafi talið að í ljósi alls þessa sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Þá sé dómurinn í andstöðu við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu en engin slík sönnunarfærsla hafi farið fram hjá Landsrétti um lykilsönnunargagn og engin vitni borið um aðkomu Péturs Jökuls að málinu. Að lokum sé mikilvægt að fá umfjöllun Hæstaréttar um þyngd viðurlaga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðis laga um meðferð sakamála. Þá séu ekki efni til að beita heimild sama ákvæðis til að veita áfrýjunarleyfi á grundvelli þess að dómur Landsréttar sé rangur. Beiðninni hafi því verið hafnað. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í ákvörðin Hæstaréttar um beiðni Péturs Jökuls segir að hann hefði verið sakfelldur samkvæmt ákæru í héraðsdómi og dæmdur í átta ára fangelsi. Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Talað hefur verið um málið sem stóra kókaínmálið. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og var refsing þeirra á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Lögregla taldi að Pétur Jökull hefði verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Höfðu þegar tekið frávísunarkröfu fyrir Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu í apríl síðastliðnum. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að þá hefði Landsréttur þegar tekið kröfu Péturs Jökuls um frávísun fyrir og leyst úr ágreiningi varðandi hana. Um sýknukröfu Péturs Jökuls hefði Landsréttur tekið fram að með fyrri dómi réttarins hefðu fjórir aðrir einstaklingar verið sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots með því að hafa ásamt óþekktum aðila staðið að innflutningi á 99,25 kílóum af kókaíni til landsins. Landsréttur hefði talið að virtum nánar tilteknum símagögnum að athugasemdir Péturs Jökuls fengju ekki haggað þeirri ályktun héraðsdóms að hann hefði á þeim tíma sem um ræddi notað nánar tiltekin Signal-auðkenni og verið í samskiptum við einn mannanna við skipulagningu fyrrgreinds brots en eitt símanúmeranna hefði einnig fundist vistað í farsíma annars mannanna. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms hafi sú niðurstaða héraðsdóms að sannað væri að Pétur Jökull hefði verið samverkamaður mannanna fjögurra. Hinn áfrýjaði dómur hefði því verið staðfestur. Taldi notkun raddgreiningar brot á rétti til réttlátrar málsmeðferðar Í ákvörðuninni segir Pétur Jökull hafi talið brýnt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort vísa eigi málinu frá vegna óskýrleika ákæru. Þá hafi verknaðarlýsing í ákæru verið orðuð með almennum og opnum hætti og sakfelling hans í Landsrétti byggi á öðrum atriðum en í ákæru, það er skipulagningu, milligöngu og einhvers konar stýringu erlendis frá. Enn fremur hafi hann talið að við lögreglurannsókn hafi verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, þegar upptökur af framburði hans hjá lögreglu voru notaðar til að framkvæma raddgreiningu. Hann hafi talið að í ljósi alls þessa sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Þá sé dómurinn í andstöðu við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu en engin slík sönnunarfærsla hafi farið fram hjá Landsrétti um lykilsönnunargagn og engin vitni borið um aðkomu Péturs Jökuls að málinu. Að lokum sé mikilvægt að fá umfjöllun Hæstaréttar um þyngd viðurlaga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðis laga um meðferð sakamála. Þá séu ekki efni til að beita heimild sama ákvæðis til að veita áfrýjunarleyfi á grundvelli þess að dómur Landsréttar sé rangur. Beiðninni hafi því verið hafnað.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira