Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar 10. júlí 2025 13:02 Allir sem fylgjast með fréttum hafa tekið eftir því að forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, hafa um langt skeið gagnrýnt skeytingarleysi stjórnvalda sem ríkir gagnvart þeirri netsölu áfengis sem fram fer hér á landi. Samtökin telja þá netsölu vera ólöglega. Það gerir ÁTVR einnig. Þann 16. júní 2025, voru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því aðrar en að gefið hefur verið í skyn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telji málið flókið og hafi ekki viljað vinna fyrir gýg því einstaka dómsmálaráðherrar og þingmenn hafi talað fyrir mögulegum breytingum á lögunum. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Hálfur áratugur án niðurstöðu Í tilefni þess að hálfur áratugur hefur liðið án niðurstöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu efndu forvarnarsamtökin til málþingsins “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann 16. júní sl. í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu var fjallað um stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum, íþróttahreyfinguna og forvarnir, nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og um stöðu ÁTVR í ljósi ferils kærumála á hendur netsöluaðilum áfengis. Fjallað var um afstöðu Íslendinga til bindindismála í gegnum tíðina á líflegan hátt og starf forvarnarsamtaka. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem fulltrúum þingflokka var boðið til að ræða afstöðu stjórnmálaflokka til lýðheilsu og áfengis. Málþingið var fjölsótt, snarpt og upplýsandi. Til stendur að gera málþinginu skil í öðrum greinum síðar. Hátt og hikstalaust hjá heilbrigðisráðherra Eitt stóð þó upp úr sem nefnt skal strax því það gaf okkur lýðheilsusinnum von um að það sé ljós við enda ganganna. Það voru orð nýs heilbrigðisráðherra Ölmu Möller á málþinginu. Hún sagði hátt og hikstalaust „Ég vil taka fram að ég tel brýnt að tekið sé á þeirri lögleysu sem netsala áfengis er. Ég hafði samband við félaga minn hæstvirtan fjármálaráðherra í gær og hann er með málið til meðferðar og ég bind vonir við að þar verði tekið á því.” Nú bíðum við í forvarnarsamtökunum og aðrir lýðheilsusinnar eftir því hvort ný ríkisstjórn taki loks á þessu alvarlega samfélagsmáli sem hefur dankað í yfir hálfan áratug. Taki af skarið. Vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld Í áskorun samtakanna sem stóðu að málþinginu til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu, og lesin var upp í lok málþingsins, segir meðal annars: „Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum.” Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna – félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Allir sem fylgjast með fréttum hafa tekið eftir því að forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, hafa um langt skeið gagnrýnt skeytingarleysi stjórnvalda sem ríkir gagnvart þeirri netsölu áfengis sem fram fer hér á landi. Samtökin telja þá netsölu vera ólöglega. Það gerir ÁTVR einnig. Þann 16. júní 2025, voru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því aðrar en að gefið hefur verið í skyn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telji málið flókið og hafi ekki viljað vinna fyrir gýg því einstaka dómsmálaráðherrar og þingmenn hafi talað fyrir mögulegum breytingum á lögunum. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Hálfur áratugur án niðurstöðu Í tilefni þess að hálfur áratugur hefur liðið án niðurstöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu efndu forvarnarsamtökin til málþingsins “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann 16. júní sl. í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu var fjallað um stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum, íþróttahreyfinguna og forvarnir, nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og um stöðu ÁTVR í ljósi ferils kærumála á hendur netsöluaðilum áfengis. Fjallað var um afstöðu Íslendinga til bindindismála í gegnum tíðina á líflegan hátt og starf forvarnarsamtaka. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem fulltrúum þingflokka var boðið til að ræða afstöðu stjórnmálaflokka til lýðheilsu og áfengis. Málþingið var fjölsótt, snarpt og upplýsandi. Til stendur að gera málþinginu skil í öðrum greinum síðar. Hátt og hikstalaust hjá heilbrigðisráðherra Eitt stóð þó upp úr sem nefnt skal strax því það gaf okkur lýðheilsusinnum von um að það sé ljós við enda ganganna. Það voru orð nýs heilbrigðisráðherra Ölmu Möller á málþinginu. Hún sagði hátt og hikstalaust „Ég vil taka fram að ég tel brýnt að tekið sé á þeirri lögleysu sem netsala áfengis er. Ég hafði samband við félaga minn hæstvirtan fjármálaráðherra í gær og hann er með málið til meðferðar og ég bind vonir við að þar verði tekið á því.” Nú bíðum við í forvarnarsamtökunum og aðrir lýðheilsusinnar eftir því hvort ný ríkisstjórn taki loks á þessu alvarlega samfélagsmáli sem hefur dankað í yfir hálfan áratug. Taki af skarið. Vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld Í áskorun samtakanna sem stóðu að málþinginu til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu, og lesin var upp í lok málþingsins, segir meðal annars: „Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum.” Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna – félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun