Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar 14. júlí 2025 09:00 Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem stefna í atvinnuflugnámið (ATPL - Airline Transport Pilot Licence) og eru þær báðar samþykktar og niðurnjörvaðar af EASA - European Union Aviation Safety Agency, Flugöryggisstofnun Evrópu. Samtvinnaða leiðin er þannig skipulögð að námið taki sem stystan tíma eða um 2 ár, og færri tímar í flugvél en í áfangaskiptu námi þar sem samvinnaða leiðin er þétt skipulögð með ákveðin markmið í huga í hverju skrefi. Áfangaskipta námið felur nákvæmlega sömu kröfur í sér, en neminn getur ráðið námshraðanum og þannig getur námið tekið örlítið lengri tíma þar sem neminn klárar námið í áföngum eftir efni og aðstæðum, eða um 2 ár og 4 mánuði, og svo er krafa er um fleiri tíma í flugvél. Allt annað í báðum námsleiðum er nákvæmlega það sama, námsgreinar, bókleg próf, lágmarkseinkunn og tíminn í kennslustofu er svipaður. Endatakmarkið, atvinnuflugmannsréttindin, eru þau sömu og skírteinið að loknu námi það sama. Vandinn við samtvinnað nám hins vegar er sá að veðurfar á Íslandi er ekki alltaf að henta vel í slíkt nám og illgerlegt að klára á þeim stutta tíma sem ætlast er til í upphaflegu skipulagi þess. Einhverra hluta vegna hefur slíkt nám líka verið mun dýrara en áfangaskipta námið, án þess að ástæður þess séu augljósar. Hvaða leið á að velja að markmiðinu?Matthías Arngrímsson Áfangaskipta námið hentar oft betur vegna veðurfars á Íslandi þar sem tímapressa er minni og nemendur geta unnið með því námi til að lækka kostnað við hvern áfanga og þannig skuldað mun lægri fjárhæð þegar skírteinið er í höfn. Þar getur munað nokkrum milljónum. Helsti kostur við þessa námsleið er að einkaflugmannshluti námsins (PPL) er metinn til eininga stúdentsprófs í flestum mennta- og fjölbrautaskólum, allt að 15 einingum og þannig mögulega hægt að ljúka námi í fjölbrautaskóla einni önn fyrr. Kostnaður við einkaflugmannsréttindin er 2-2,5 milljónir eftir því hvaða skóli verður fyrir valinu. Helsti galli við þessa leið er sá að aðrir nemendur í samtvinnuðu námi klára mögulega á undan og þú gætir misst af atvinnutækifæri. Miðað við stækkunaráform íslensku flugfélaganna og umfang þeirra, auk eldri flugmanna sem fara á eftirlaun, verða fjölmörg flugmannsstörf í boði næstu árin. Kostnaður og námslánamöguleikar ójafn leikur gagnvart öðru námi Á Facebook síðu Flugvarpsins (og heimasíða www.flugvarpid.is) sem eru hlaðvarpsþættir um flugmál, er rætt um námskostnað og Menntasjóð námsmanna sem mismunar flugnemum vegna skipulags námsins og vegna þess að áfangaskipta leiðin er ekki skipulögð með ECTS einingar í huga. Þegar þetta er skrifað kostar samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá einum skóla 15,5 milljónir króna á Íslandi og annar skóli býður upp á bóklegt á Íslandi og verklegt í Portúgal og kostar námið þá 16,9 milljónir og námstíminn er um tvö heil ár (bóklegt og 146 tímar í flugvél og 40 í flughermi). Áfangaskipta námið getur tekið jafnlangan tíma eða örlítið lengur þar sem krafa er um fleiri flugtíma (bóklegt og 200 tímar í flugvél). Nemandinn þarf að safna flugtímum að hluta til, og nýtir þá til að byggja upp meiri reynslu og þjálfun á flugvélar, efla dómgreind og ákvarðanatöku og fleiri góða kosti flugmanna. Ef hann gerir það á Íslandi lærir hann vel á landið og flugvellina, veðurfar og vinda og verður fær í flestan sjó að því loknu. Áfangaskipta leiðin kostar um 14,4 - 14,9 milljónir eftir skólum og eftir því hvar tímasöfnun fer fram. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Matthías Arngrímsson Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem stefna í atvinnuflugnámið (ATPL - Airline Transport Pilot Licence) og eru þær báðar samþykktar og niðurnjörvaðar af EASA - European Union Aviation Safety Agency, Flugöryggisstofnun Evrópu. Samtvinnaða leiðin er þannig skipulögð að námið taki sem stystan tíma eða um 2 ár, og færri tímar í flugvél en í áfangaskiptu námi þar sem samvinnaða leiðin er þétt skipulögð með ákveðin markmið í huga í hverju skrefi. Áfangaskipta námið felur nákvæmlega sömu kröfur í sér, en neminn getur ráðið námshraðanum og þannig getur námið tekið örlítið lengri tíma þar sem neminn klárar námið í áföngum eftir efni og aðstæðum, eða um 2 ár og 4 mánuði, og svo er krafa er um fleiri tíma í flugvél. Allt annað í báðum námsleiðum er nákvæmlega það sama, námsgreinar, bókleg próf, lágmarkseinkunn og tíminn í kennslustofu er svipaður. Endatakmarkið, atvinnuflugmannsréttindin, eru þau sömu og skírteinið að loknu námi það sama. Vandinn við samtvinnað nám hins vegar er sá að veðurfar á Íslandi er ekki alltaf að henta vel í slíkt nám og illgerlegt að klára á þeim stutta tíma sem ætlast er til í upphaflegu skipulagi þess. Einhverra hluta vegna hefur slíkt nám líka verið mun dýrara en áfangaskipta námið, án þess að ástæður þess séu augljósar. Hvaða leið á að velja að markmiðinu?Matthías Arngrímsson Áfangaskipta námið hentar oft betur vegna veðurfars á Íslandi þar sem tímapressa er minni og nemendur geta unnið með því námi til að lækka kostnað við hvern áfanga og þannig skuldað mun lægri fjárhæð þegar skírteinið er í höfn. Þar getur munað nokkrum milljónum. Helsti kostur við þessa námsleið er að einkaflugmannshluti námsins (PPL) er metinn til eininga stúdentsprófs í flestum mennta- og fjölbrautaskólum, allt að 15 einingum og þannig mögulega hægt að ljúka námi í fjölbrautaskóla einni önn fyrr. Kostnaður við einkaflugmannsréttindin er 2-2,5 milljónir eftir því hvaða skóli verður fyrir valinu. Helsti galli við þessa leið er sá að aðrir nemendur í samtvinnuðu námi klára mögulega á undan og þú gætir misst af atvinnutækifæri. Miðað við stækkunaráform íslensku flugfélaganna og umfang þeirra, auk eldri flugmanna sem fara á eftirlaun, verða fjölmörg flugmannsstörf í boði næstu árin. Kostnaður og námslánamöguleikar ójafn leikur gagnvart öðru námi Á Facebook síðu Flugvarpsins (og heimasíða www.flugvarpid.is) sem eru hlaðvarpsþættir um flugmál, er rætt um námskostnað og Menntasjóð námsmanna sem mismunar flugnemum vegna skipulags námsins og vegna þess að áfangaskipta leiðin er ekki skipulögð með ECTS einingar í huga. Þegar þetta er skrifað kostar samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá einum skóla 15,5 milljónir króna á Íslandi og annar skóli býður upp á bóklegt á Íslandi og verklegt í Portúgal og kostar námið þá 16,9 milljónir og námstíminn er um tvö heil ár (bóklegt og 146 tímar í flugvél og 40 í flughermi). Áfangaskipta námið getur tekið jafnlangan tíma eða örlítið lengur þar sem krafa er um fleiri flugtíma (bóklegt og 200 tímar í flugvél). Nemandinn þarf að safna flugtímum að hluta til, og nýtir þá til að byggja upp meiri reynslu og þjálfun á flugvélar, efla dómgreind og ákvarðanatöku og fleiri góða kosti flugmanna. Ef hann gerir það á Íslandi lærir hann vel á landið og flugvellina, veðurfar og vinda og verður fær í flestan sjó að því loknu. Áfangaskipta leiðin kostar um 14,4 - 14,9 milljónir eftir skólum og eftir því hvar tímasöfnun fer fram. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun