Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar 11. júlí 2025 16:30 Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri. Stríðs(ráð)herrar ríkisstjórnarinnar Forsætisráðherra reið á vaðið í ræðustól Alþingis í gær, með þjóðernisstoltið að vopni, og hét því að „verja lýðveldið Ísland“. Fylgdi utanríkisráðherra ummælunum eftir í viðtali við Vísi og sagði „það er orrusta um Ísland“, hvorki meira né minna. Hinn almenni borgari hefur ef til vill haldið að þjóðaröryggi væri í húfi og innrásarher við það að sigla inn um Reykjavíkurhöfn, slík er orðræðan. Ekki léttist svo á mönnum brúnin þegar mennta- og barnamálaráðherra steig upp í pontu þingsins og fullyrti að kvöldið áður hefði verið framið valdarán! Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist telja ráðlegt að stilla minnihlutanum upp við húsvegg losa sig við hann, enda sé hann fyrir. Óhefluð og ærumeiðandi ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar eru ekki til þess fallnar að leysa þann hnút sem komin er á störf Alþingis. Hvað var til umræðu? Hvaða hryllingur skeði? Umræða um veigamikla skattahækkun er allt sem var! Allt tal um valdarán gekk út á umræðu um skattahækkun á fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi. Nú þarf almenningur að spyrja sig: Er eðlilegt að beita kjarnorkuákvæði þingskapalaga, 71. greininni, vegna skattahækkana? Ef svo er, hvað næst? Hvert erum við komin? Hversu lágur er þröskuldurinn sem þarf að fara yfir til að stoppa málfrelsi manna? Er skattahækkun á undirstöðuatvinnuveg það eina sem þarf til? Alþingi er málstofa þar sem málmamiðlanir hafa ráðið ríkjum, hingað til og á að gera áfram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt reynt til hins ítrasta að leiða málin í jörðu eða þá þeim frestað til að ná eins mikilli sátt og mögulegt er. Nýlegt dæmi eru lögum um útlendinga sem var frestað fjórum sinnum til þess að unnt væri að ná sátt við minnihlutann á Alþingi. Undirliggjandi er skýr vilji forsætisráðherra; hennar leið og enginn önnur kemur til greina. Það er ekki þroskað lýðræði að 50,4% ráði 100%. Hollt er fyrir alla að muna að meirihlutinn heldur ekki að eilífu, eða eins og núverandi forseti Alþingis kost vel að orði árið 2006: “Vegna þess sem sagt var um málgleði stjórnarandstöðuþingmanna er, held ég, hollt fyrir alla hér að hafa í huga að stjórnarliðar verða ekki alltaf stjórnarliðar og stjórnarandstöðuþingmenn verða ekki alltaf stjórnarandstöðuþingmenn. Hv. þingmenn verða að hafa þá yfirsýn að geta hugsað málið án tillits bara til sín eða síns flokks, heldur til starfa þingsins í heild.” Forsætisráðherra segir að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er ekki lýðræði, þetta er gerræði. Ég bið fólk um að gefa orðræðunni gaum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jón Pétur Zimsen Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri. Stríðs(ráð)herrar ríkisstjórnarinnar Forsætisráðherra reið á vaðið í ræðustól Alþingis í gær, með þjóðernisstoltið að vopni, og hét því að „verja lýðveldið Ísland“. Fylgdi utanríkisráðherra ummælunum eftir í viðtali við Vísi og sagði „það er orrusta um Ísland“, hvorki meira né minna. Hinn almenni borgari hefur ef til vill haldið að þjóðaröryggi væri í húfi og innrásarher við það að sigla inn um Reykjavíkurhöfn, slík er orðræðan. Ekki léttist svo á mönnum brúnin þegar mennta- og barnamálaráðherra steig upp í pontu þingsins og fullyrti að kvöldið áður hefði verið framið valdarán! Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist telja ráðlegt að stilla minnihlutanum upp við húsvegg losa sig við hann, enda sé hann fyrir. Óhefluð og ærumeiðandi ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar eru ekki til þess fallnar að leysa þann hnút sem komin er á störf Alþingis. Hvað var til umræðu? Hvaða hryllingur skeði? Umræða um veigamikla skattahækkun er allt sem var! Allt tal um valdarán gekk út á umræðu um skattahækkun á fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi. Nú þarf almenningur að spyrja sig: Er eðlilegt að beita kjarnorkuákvæði þingskapalaga, 71. greininni, vegna skattahækkana? Ef svo er, hvað næst? Hvert erum við komin? Hversu lágur er þröskuldurinn sem þarf að fara yfir til að stoppa málfrelsi manna? Er skattahækkun á undirstöðuatvinnuveg það eina sem þarf til? Alþingi er málstofa þar sem málmamiðlanir hafa ráðið ríkjum, hingað til og á að gera áfram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt reynt til hins ítrasta að leiða málin í jörðu eða þá þeim frestað til að ná eins mikilli sátt og mögulegt er. Nýlegt dæmi eru lögum um útlendinga sem var frestað fjórum sinnum til þess að unnt væri að ná sátt við minnihlutann á Alþingi. Undirliggjandi er skýr vilji forsætisráðherra; hennar leið og enginn önnur kemur til greina. Það er ekki þroskað lýðræði að 50,4% ráði 100%. Hollt er fyrir alla að muna að meirihlutinn heldur ekki að eilífu, eða eins og núverandi forseti Alþingis kost vel að orði árið 2006: “Vegna þess sem sagt var um málgleði stjórnarandstöðuþingmanna er, held ég, hollt fyrir alla hér að hafa í huga að stjórnarliðar verða ekki alltaf stjórnarliðar og stjórnarandstöðuþingmenn verða ekki alltaf stjórnarandstöðuþingmenn. Hv. þingmenn verða að hafa þá yfirsýn að geta hugsað málið án tillits bara til sín eða síns flokks, heldur til starfa þingsins í heild.” Forsætisráðherra segir að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er ekki lýðræði, þetta er gerræði. Ég bið fólk um að gefa orðræðunni gaum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun