Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 13. júlí 2025 10:00 "Ég vona að þú gleymir mér ekki" eru skilaboð sem ég fæ á hverjum degi frá tugum fjölskyldna á Gaza sem ég er í sambandi við. Neyð fólks á Gaza eykst með degi hverjum og vestrænar þjóðir hafa staðið að fullu aðgerðalausar hjá á meðan murkað er lífið úr börnum Gaza með sprengjum, byssum og herkví. Myndbönd af höfuðlausum börnum eftir sprengjuárásir Ísraela, myrtum mæðrum og börnum þeirra og sprengjum ísraelska hersins á tjöld flóttafólks í Gaza eru dagleg sjón sem ég deili á umfjöllunarsíðum mínum á Facebook og Bluesky, Glæpir Ísraela. Á Gaza-ströndinni er að eiga sér stað þjóðarmorð, dagleg fjöldamorð ísraelskra hermanna og bandarískra málaliða á saklausu fólki Palestínu, oftast konum og börnum en einnig ungum karlmönnum sem fara að svokölluðum "matarhjálparstöðvum" Bandaríkjanna og Ísraela og eru skotnir og drepnir fyrir vikið. Evrópu ber rík skylda til að koma börnunum á Gaza til bjargar en hefur undanfarin 2 ár ekki lyft handtaki fyrir Gaza og það þrátt fyrir að flestar stórþjóðir Evrópu hafa staðið í umfangsmikilli vopnasölu til Ísraela á sama tíma. Evrópa þarf samkvæmt alþjóðalögum einnig að koma í veg fyrir að vopnin séu notuð á ólöglegan hátt og stöðva þjóðarmorðið en þvert á móti tók Evrópusambandið ákvörðun í síðustu viku um að halda áfram viðskiptasamningum við fyrirtæki sem græða á áframhaldi þjóðarmorðsins, svosem vopnasölu- og sjóflutningsfyrirtækjum, tæknirisum á borð við Google og Microsoft og fasteignamiðlunarfyrirtækjum á borð við AirBnb og Booking.com sem hafa auglýst á síðum sínum eignir í Palestínu sem ísraelskir landtökumenn hafa stolið og leigja nú út til ferðamanna. Evrópusambandið vill að matarsendingar berist til Gaza og ræðir um hvort eigi að staðfesta palestínskt ríki á meðal þjóða á meðan Ísraelsher myrðir börnin á Gaza á hverjum degi. Það hefur orðið til þess að orðið á götum Gaza er nú að Evrópumönnum sé sama þótt að börn Gaza deyji, svo lengi sem börnin fái eitthvað að borða fyrst. Það er engin mennska í aðgerðum Evrópuríkjanna. Þegar ég lít í dag á heimasíður Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna þá er mér ljóst að hvorugur aðili muni koma börnunum á Gaza til bjargar frá sturluðum nasistum í ríkisstjórn og her Ísraelsríkis. Ekki tek ég þátt í þeirri hörmulegu umræðu um að láta einn megingerandann í þessum glæpum gegn mannkyninu, Bandaríkjaforseta, leiða "friðarviðræður". Þjóðirnar eru ekkert að gera fyrir Gaza og fyrirtæki eru að græða á þjóðarmorðinu. Fjölmiðlar fjalla ekki um glæpi Ísraela á þann ítarlega hátt sem magn heimilda um þá krefst og nota jafnvel heimildir frá þjóðarmorðingjunum til þess að segja okkur frá því hvað sé að gerast í Gaza, frá hlið gerandans en ekki þolandans. Evrópusambandið heldur áfram að styðja skrímslin í Ísrael. Fólk sem heldur á palestínskum fánum úti á götu í Evrópu er handtekið í Þýskalandi og víðar. Þetta hefur óbein áhrif á okkur á Íslandi líka. Við sjáum fordæmin um að stuðningi við Palestínu verði mætt af hörku stjórnvalda á Vesturlöndunum. Og íslenska ríkisstjórnin tekur þátt í að samþykkja það ofbeldi með því að þegja gagnvart glæpum Ísraela í Gaza og ríkisstjórna Evrópu sem berja á andstæðingum þjóðarmorða. Íslenskir þingmenn í Samfylkingunni hafa á þessu ári greint frá leiðbeinandi tölvupóstum frá embættismönnum tengdum Ísrael, frá Ísrael og Bandaríkjunum, skilaboðum sem vel mætti túlka sem hótanir. Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki sem haft lagt blessun sína yfir þjóðarmorðið fá að stunda hér áfram viðskipti eins og ekkert hafi í skorist og engar viðskiptahömlur hafa verið settar af íslensku ríkisstjórninni gagnvart ísraelsku barnamorðingjunum heldur hefur utanríkisráðherra okkar lýst nýlega yfir stuðningi sínum við stríðsglæpi Ísraela og íslenskir fjölmiðlar fjalla ekkert um það, spyrja engra spurninga um stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar við stríðsglæpi og brot á alþjóðalögum. Íslenska ríkisstjórnin er þæg og aðhefst ekkert fyrir Gaza til þess að þóknast aðilum í Bandaríkjunum og Evrópu sem einnig gera ekkert fyrir Gaza. Þetta er siðrof. Við þurfum að gera meiri kröfur til okkar þjóðar. Hvað á almenningur að gera í þessum ósköpum? Svarið er klárlega ekki að stinga höfðinu í sandinn og segja að þetta sé svo ljótt og erfitt að við getum ekki átt við þetta. Ég er ekki að segja að fólk geti bjargað öllum heiminum en það er augljós millivegur þarna. Það að útiloka "vonda áreitið", fréttirnar af morðum Ísraelshers á börnum Gaza er ekki bara það að bregðast fólkinu á Gaza heldur er það ákvörðun um að bregðast mannkyninu. Að hunsa raunir Gaza-búa vegna þess að fréttirnar séu svo ljótar setur það fordæmi að ekki skuli koma mannfólki í vanda til hjálpar. Við þurfum að hugsa út í afleiðingar þess að bregðast ekki við ofbeldi geranda gegn ofbeldisþolanda. Slíkt er eitthvað sem íslenskar konur þekkja vel enda íslenska réttarkerfið hannað til að verja íslenska ofbeldismenn gegn kærum kvenna. Við vitum því vel um skaðsemi þess að verja ekki kúgaða hópa. Og pendúllinn gæti fyrr en varir snúist í hina áttina gegn Evrópu og er þá fordæmið sett og engar bjargir í augsýn því að það eru hinar nýju reglur í Evrópu, að þjóðarmorð sé í lagi ef gerandinn er vinveittur "réttum aðilum". Sem lágtekjumaður á Íslandi hef ég ekki tök á að hjálpa 100 manns í Palestínu um mat. Ég hef farið út á götu í Reykjavík og óskað eftir styrkjum frá almenningi og ég hef farið í kirkjur og talað við sóknarpresta um að styðja við fólkið á Gaza. Kringlan hafnaði fyrir mánuði síðan beiðni minni um að fá aðstöðu þar til þess að safna styrkjum. Íslensk félagasamtök höfðu lýst yfir áhuga gagnvart því að taka þátt í þeirri söfnun með mér í Kringlunni. Hugleysi íslenskra fyrirtækja á borð við Kringluna er allsráðandi og er það ekki til eftirbreytni. En vinna mín er engan veginn hætt og ég þarf á þér að halda að hjálpa Gaza. Þið sjáið í sjónvörpum ykkar myndirnar frá Gaza, sprengjurnar, börn deyjandi úr hungri, gjöreyðileggingu sjúkrahúsa, skóla og alls lífs á Gaza. Þetta gerir okkur reið en reiðin mun ein og sér ekki leysa málin. Það sem skiptir máli er það sem við gerum. Þátttaka okkar í samstöðu- og mótmælagöngum, fundum, blaðagreinum og skilaboðin sem við leggjum fram á tónlistarviðburðum og öðrum listaviðburðum eða við vini okkar og fjölskyldu hefur lykiláhrif á afstöðu stjórnvalda okkar. Það skiptir öllu máli að við sitjum ekki á höndum okkar og gröfum hausinn í sandinn heldur gerum eitthvað. Talandi um að gera eitthvað þá má ég til með að hvetja ykkur til að styðja nýstofnað félag góðhjartaðs fólks á Íslandi til stuðnings Gaza, Vonarbrú. Neyðarsöfnun Vonarbrúar stendur nú yfir og fjölskyldur Gaza reiða sig á samtökin. Styðjum og styrkjum mennskuna. Styðjum og styrkjum Vonarbrú og Gaza. Við höfum ekki val um annað. Upplýsingar um Vonarbrú má finna á Facebook-síðu samtakanna. Ég vona að þú gleymir mér ekki. Höfundur er fyrrum varamaður í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, fyrrum trúnaðarmaður Sameykis og ávallt baráttumaður fyrir betra samfélagi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
"Ég vona að þú gleymir mér ekki" eru skilaboð sem ég fæ á hverjum degi frá tugum fjölskyldna á Gaza sem ég er í sambandi við. Neyð fólks á Gaza eykst með degi hverjum og vestrænar þjóðir hafa staðið að fullu aðgerðalausar hjá á meðan murkað er lífið úr börnum Gaza með sprengjum, byssum og herkví. Myndbönd af höfuðlausum börnum eftir sprengjuárásir Ísraela, myrtum mæðrum og börnum þeirra og sprengjum ísraelska hersins á tjöld flóttafólks í Gaza eru dagleg sjón sem ég deili á umfjöllunarsíðum mínum á Facebook og Bluesky, Glæpir Ísraela. Á Gaza-ströndinni er að eiga sér stað þjóðarmorð, dagleg fjöldamorð ísraelskra hermanna og bandarískra málaliða á saklausu fólki Palestínu, oftast konum og börnum en einnig ungum karlmönnum sem fara að svokölluðum "matarhjálparstöðvum" Bandaríkjanna og Ísraela og eru skotnir og drepnir fyrir vikið. Evrópu ber rík skylda til að koma börnunum á Gaza til bjargar en hefur undanfarin 2 ár ekki lyft handtaki fyrir Gaza og það þrátt fyrir að flestar stórþjóðir Evrópu hafa staðið í umfangsmikilli vopnasölu til Ísraela á sama tíma. Evrópa þarf samkvæmt alþjóðalögum einnig að koma í veg fyrir að vopnin séu notuð á ólöglegan hátt og stöðva þjóðarmorðið en þvert á móti tók Evrópusambandið ákvörðun í síðustu viku um að halda áfram viðskiptasamningum við fyrirtæki sem græða á áframhaldi þjóðarmorðsins, svosem vopnasölu- og sjóflutningsfyrirtækjum, tæknirisum á borð við Google og Microsoft og fasteignamiðlunarfyrirtækjum á borð við AirBnb og Booking.com sem hafa auglýst á síðum sínum eignir í Palestínu sem ísraelskir landtökumenn hafa stolið og leigja nú út til ferðamanna. Evrópusambandið vill að matarsendingar berist til Gaza og ræðir um hvort eigi að staðfesta palestínskt ríki á meðal þjóða á meðan Ísraelsher myrðir börnin á Gaza á hverjum degi. Það hefur orðið til þess að orðið á götum Gaza er nú að Evrópumönnum sé sama þótt að börn Gaza deyji, svo lengi sem börnin fái eitthvað að borða fyrst. Það er engin mennska í aðgerðum Evrópuríkjanna. Þegar ég lít í dag á heimasíður Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna þá er mér ljóst að hvorugur aðili muni koma börnunum á Gaza til bjargar frá sturluðum nasistum í ríkisstjórn og her Ísraelsríkis. Ekki tek ég þátt í þeirri hörmulegu umræðu um að láta einn megingerandann í þessum glæpum gegn mannkyninu, Bandaríkjaforseta, leiða "friðarviðræður". Þjóðirnar eru ekkert að gera fyrir Gaza og fyrirtæki eru að græða á þjóðarmorðinu. Fjölmiðlar fjalla ekki um glæpi Ísraela á þann ítarlega hátt sem magn heimilda um þá krefst og nota jafnvel heimildir frá þjóðarmorðingjunum til þess að segja okkur frá því hvað sé að gerast í Gaza, frá hlið gerandans en ekki þolandans. Evrópusambandið heldur áfram að styðja skrímslin í Ísrael. Fólk sem heldur á palestínskum fánum úti á götu í Evrópu er handtekið í Þýskalandi og víðar. Þetta hefur óbein áhrif á okkur á Íslandi líka. Við sjáum fordæmin um að stuðningi við Palestínu verði mætt af hörku stjórnvalda á Vesturlöndunum. Og íslenska ríkisstjórnin tekur þátt í að samþykkja það ofbeldi með því að þegja gagnvart glæpum Ísraela í Gaza og ríkisstjórna Evrópu sem berja á andstæðingum þjóðarmorða. Íslenskir þingmenn í Samfylkingunni hafa á þessu ári greint frá leiðbeinandi tölvupóstum frá embættismönnum tengdum Ísrael, frá Ísrael og Bandaríkjunum, skilaboðum sem vel mætti túlka sem hótanir. Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki sem haft lagt blessun sína yfir þjóðarmorðið fá að stunda hér áfram viðskipti eins og ekkert hafi í skorist og engar viðskiptahömlur hafa verið settar af íslensku ríkisstjórninni gagnvart ísraelsku barnamorðingjunum heldur hefur utanríkisráðherra okkar lýst nýlega yfir stuðningi sínum við stríðsglæpi Ísraela og íslenskir fjölmiðlar fjalla ekkert um það, spyrja engra spurninga um stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar við stríðsglæpi og brot á alþjóðalögum. Íslenska ríkisstjórnin er þæg og aðhefst ekkert fyrir Gaza til þess að þóknast aðilum í Bandaríkjunum og Evrópu sem einnig gera ekkert fyrir Gaza. Þetta er siðrof. Við þurfum að gera meiri kröfur til okkar þjóðar. Hvað á almenningur að gera í þessum ósköpum? Svarið er klárlega ekki að stinga höfðinu í sandinn og segja að þetta sé svo ljótt og erfitt að við getum ekki átt við þetta. Ég er ekki að segja að fólk geti bjargað öllum heiminum en það er augljós millivegur þarna. Það að útiloka "vonda áreitið", fréttirnar af morðum Ísraelshers á börnum Gaza er ekki bara það að bregðast fólkinu á Gaza heldur er það ákvörðun um að bregðast mannkyninu. Að hunsa raunir Gaza-búa vegna þess að fréttirnar séu svo ljótar setur það fordæmi að ekki skuli koma mannfólki í vanda til hjálpar. Við þurfum að hugsa út í afleiðingar þess að bregðast ekki við ofbeldi geranda gegn ofbeldisþolanda. Slíkt er eitthvað sem íslenskar konur þekkja vel enda íslenska réttarkerfið hannað til að verja íslenska ofbeldismenn gegn kærum kvenna. Við vitum því vel um skaðsemi þess að verja ekki kúgaða hópa. Og pendúllinn gæti fyrr en varir snúist í hina áttina gegn Evrópu og er þá fordæmið sett og engar bjargir í augsýn því að það eru hinar nýju reglur í Evrópu, að þjóðarmorð sé í lagi ef gerandinn er vinveittur "réttum aðilum". Sem lágtekjumaður á Íslandi hef ég ekki tök á að hjálpa 100 manns í Palestínu um mat. Ég hef farið út á götu í Reykjavík og óskað eftir styrkjum frá almenningi og ég hef farið í kirkjur og talað við sóknarpresta um að styðja við fólkið á Gaza. Kringlan hafnaði fyrir mánuði síðan beiðni minni um að fá aðstöðu þar til þess að safna styrkjum. Íslensk félagasamtök höfðu lýst yfir áhuga gagnvart því að taka þátt í þeirri söfnun með mér í Kringlunni. Hugleysi íslenskra fyrirtækja á borð við Kringluna er allsráðandi og er það ekki til eftirbreytni. En vinna mín er engan veginn hætt og ég þarf á þér að halda að hjálpa Gaza. Þið sjáið í sjónvörpum ykkar myndirnar frá Gaza, sprengjurnar, börn deyjandi úr hungri, gjöreyðileggingu sjúkrahúsa, skóla og alls lífs á Gaza. Þetta gerir okkur reið en reiðin mun ein og sér ekki leysa málin. Það sem skiptir máli er það sem við gerum. Þátttaka okkar í samstöðu- og mótmælagöngum, fundum, blaðagreinum og skilaboðin sem við leggjum fram á tónlistarviðburðum og öðrum listaviðburðum eða við vini okkar og fjölskyldu hefur lykiláhrif á afstöðu stjórnvalda okkar. Það skiptir öllu máli að við sitjum ekki á höndum okkar og gröfum hausinn í sandinn heldur gerum eitthvað. Talandi um að gera eitthvað þá má ég til með að hvetja ykkur til að styðja nýstofnað félag góðhjartaðs fólks á Íslandi til stuðnings Gaza, Vonarbrú. Neyðarsöfnun Vonarbrúar stendur nú yfir og fjölskyldur Gaza reiða sig á samtökin. Styðjum og styrkjum mennskuna. Styðjum og styrkjum Vonarbrú og Gaza. Við höfum ekki val um annað. Upplýsingar um Vonarbrú má finna á Facebook-síðu samtakanna. Ég vona að þú gleymir mér ekki. Höfundur er fyrrum varamaður í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, fyrrum trúnaðarmaður Sameykis og ávallt baráttumaður fyrir betra samfélagi á Íslandi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar