Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júlí 2025 22:00 Ólöf Tara var mikil baráttukona. Hér er hún með vinkonu sinni Guðnýju S. Bjarnadóttur. Saman stofnuðu þær samtökin Vitund. Aðsend Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. „Það kom eiginlega ekki annað til greina þar sem andlát hennar var sjokk fyrir allan málstaðinn. Hún var ein af helstu baráttukonum göngunnar og hefur gefið okkur svo ótrúlega margt. Bæði í Druslugöngunni og hjá öðrum, eins og Öfgum, þar sem hún var ein stofnenda. Við værum ekki á þessum stað án hennar og mér fannst ekkert annað koma til greina en að heiðra hana með þessum hætti,“ segir Silja Höllu Egilsdóttir, skipulagsteymi Druslugöngunnar. Silja Höllu Egilsdóttir, skipulagsteymi Druslugöngunnar og drusla kom inn í skipulagsteymi Druslugöngunnar fyrir þremur árum en Margrét fyrir níu árum. „Ég byrjaði sem áhugamanneskja um málstaðinn og svo er ég þolandi sjálf. Þetta fékk mjög persónulegan vinkil fyrir mig á þeim tíma, og svo hef ég ekki viljað hætta síðan,“ segir Silja. Margrét Baldursdóttir, önnur skipuleggjenda, tekur undir að það sé erfitt að hætta. „Ég var pöntuð sem táknmálstúlkur fyrir níu árum og ætlaði að standa á sviði sem hlutlaus táknmálstúlkur en um leið og ég fékk ræðurnar í hendurnar til að undirbúa mig sá ég að ég gat ekki gert annað en að standa þar sem þolandi, sem kann táknmál, og kom þá út úr skápnum sem þolandi nauðgunar. Og nú er ég að fara að standa á sviði níunda árið í röð, það annað sem skipuleggjandi, en þetta verður síðasta árið,“ segir hún og að nú ætli hún að setjast í helgan stein. „En ég er alltaf þolandi, og verð alltaf drusla“. Stofna nýjan minningarsjóð Skipuleggjendur eru í nánu samstarfi við aðstandendur Ólafar Töru sem hafa nú stofnað minningarsjóð sem á að styðja við bæði þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar, eins og Ólöf Tara var. Allur ágóði í tengslum við sölu á varningi mun renna í þennan sjóð. Yfirlýsinguna má sjá að neðan. Gengið verður eins og áður frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli. Þar verða tónleikar að lokinni göngu þar sem koma fram Gugusar, The Boob Sweat Gang, Torfi og Páll Óskar sem frumflytur nýtt lag við það tilefni. Tveir hliðarviðburðir verða haldnir í tengslum við gönguna. Sá fyrri er pöbbkviss á þriðjudegi og sá seinni peppkvöld á fimmtudegi fyrir göngu. „Það er til að koma öllum saman, það verður skiltagerð, föndur, tónlistaratriði, allt tl að ýta undir valdeflinguna og samstöðuna sem gangan snýst um.“ Gangan er í ár gengin frá Hallgrímskirkju eins og síðustu ár. Vísir/Steingrímur Dúi Útlendingaandúð og bakslag Margrét segir að þó svo að baráttunni hafi orðið eitthvað ágengt upplifi hún bakslag í dag, það tengis til dæmis útlendingaandúð. „Þetta byrjar á útlendingaandúð sem færist yfir á aðra hópa. Mér þykir það óskaplega sárt að sjá þjóðernishóp taka málstað okkar þolenda og klæða rasisma í búning þolendastuðnings. Það hefur orðið mikið bakslag og bakslag í samfélaginu í feminískri vitund.“ Silja tekur undir það og telur að betur þurfi að ná til yngri kynslóða . Í ár sé markmiðið að fara aftur í kjarna baráttunnar. „Þetta er í þrettánda sinn sem við göngum og hún hefur tekið allskyns form og mót í gegnum árin. En í ár viljum við, sérstaklega í kjölfar andláts Ólafar Töru, heiðra alla þolendur. Þetta á að vera staður þar sem allir þolendur geta komið saman, skilað skömminni sem fylgir því miður öllum sem verða fyrir ofbeldi á einn eða annan hátt, og sérstaklega heiðra alla þá sem hafa týnt lífi sínu, af því að það lifa ekki allir þetta áfall af, því miður.“ Gellur eru bestar Sérstakur hliðaviðburður verður eftir gönguna sem skipulagður er af Vitund, samtökum sem Ólöf Tara stofnaði stuttu fyrir andlát sitt með fjórum öðrum konum. „Okkur „systrum“ Ólafar Töru í Vitund fannst viðeigandi, fyrst gangan er tileinkuð henni í ár, að hafa stað þar sem fólk getur komið saman eftir gönguna, hist, spjallað saman, faðmast og drukkið góðan bjór,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, ein stofnenda Vitundar og vinkona Ólafar Töru. Á viðburðinum verður minning Ólafar Töru heiðruð með sérstökum bjór. „Við ætlum að hafa bjór á barnum sem heitir Gellur eru bestar. Þetta er slagorð sem Ólöf sagði ofboðslega oft í tengslum við kvennasamstöðuna í baráttunni og okkur fannst ofboðslega viðeigandi að hafa það með.“ Guðný telur líklegt að Ólöf Tara hefði orðið afar hissa að vita að gangan væri tileinkuð henni. „Eins hávær og fyrirferðarmikil og hún var þá var hún líka ofboðslega hógvær. Ég held hún yrði hissa, en gríðarlega þakklát.“ Guðný segir það sorglega staðreynd að konur láti lífið vegna ofbeldis. „Kynbundið ofbeldi er faraldur á Íslandi sem þarf að uppræta. Ég myndi vilja sjá fleiri taka þátt í þessari upprætingu og sérstaklega fleiri karlmenn taka þátt.“ Hún segir andlát Ólafar Töru bæði persónulegan missi en einnig mikinn missi fyrir kvennabaráttuna. Þó svo að Vitund hafi tekið sér smá pásu þá séu þær nú að vinna að úrræði og verkferlum til hagsmuna brotaþola. Árið í ár er kvennaár í tilefni af því að 50 ár eru frá því að kvennafrí var fyrst haldið Íslandi þann 24. október. „Það er ótrúlega mikilvægt að stjórnvöld bregðist við kröfum kvennaársins. Við erum að tala um bæði jafnréttis- og ofbeldismál. Við erum byrjaðar að sjá breytingar en það er af nógu að taka. Við þurfum að sjá fastar stigið til jarðar.“ Guðný segir síðustu mánuði hafa verið afar erfiða. Vísir/Vilhelm Óásættanlegt að gengið sé með sömu kröfur árlega Það sé enn þannig að aðeins þrjú prósent nauðgunarmála endi með sakfellingu. „Það er óásættanlegt, og sérstaklega þegar við horfum á það ár eftir ár að þolendur þurfa að bera þessa bagga og láta lífið af völdum ofbeldis. Við sjáum svo skýrt afleiðingarnar og við þurfum vitundarvakningu um þetta.“ Eins og fram kom að ofan er gengið í þrettánda sinn í ár. Guðný segir í raun óásættanlegt að það sé verið að ganga ár eftir ár með sömu kröfurnar. „Við erum enn að berjast við það í dag að þolendum er ekki trúað, réttarkerfið tekur ekki rétt á málunum og við sjáum ekki að það séu afleiðingar af því að beita konur ofbeldi.“ Druslugangan Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Baráttukonur minnast Ólafar Töru Fjöldi fólks hefur minnst baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur sem lést langt fyrir aldur fram í fyrradag. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og lét mikið að sér kveða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Forseti Íslands, samstarfsfólk og baráttukonur minnast hennar með hlýhug. 1. febrúar 2025 11:47 Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Aktivistahópurinn Öfgar er hættur. Það tilkynna stjórnendur hópsins á Instagram. Hópurinn samanstendur af ýmsum konum en þær sem hafa komið fram fyrir hann eru til dæmis Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Ninna Karla Katrínardóttir. 17. janúar 2025 09:17 Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola boða til kertavöku 9. október næstkomandi til minningar um konur sem hafa látið lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. 4. október 2024 23:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
„Það kom eiginlega ekki annað til greina þar sem andlát hennar var sjokk fyrir allan málstaðinn. Hún var ein af helstu baráttukonum göngunnar og hefur gefið okkur svo ótrúlega margt. Bæði í Druslugöngunni og hjá öðrum, eins og Öfgum, þar sem hún var ein stofnenda. Við værum ekki á þessum stað án hennar og mér fannst ekkert annað koma til greina en að heiðra hana með þessum hætti,“ segir Silja Höllu Egilsdóttir, skipulagsteymi Druslugöngunnar. Silja Höllu Egilsdóttir, skipulagsteymi Druslugöngunnar og drusla kom inn í skipulagsteymi Druslugöngunnar fyrir þremur árum en Margrét fyrir níu árum. „Ég byrjaði sem áhugamanneskja um málstaðinn og svo er ég þolandi sjálf. Þetta fékk mjög persónulegan vinkil fyrir mig á þeim tíma, og svo hef ég ekki viljað hætta síðan,“ segir Silja. Margrét Baldursdóttir, önnur skipuleggjenda, tekur undir að það sé erfitt að hætta. „Ég var pöntuð sem táknmálstúlkur fyrir níu árum og ætlaði að standa á sviði sem hlutlaus táknmálstúlkur en um leið og ég fékk ræðurnar í hendurnar til að undirbúa mig sá ég að ég gat ekki gert annað en að standa þar sem þolandi, sem kann táknmál, og kom þá út úr skápnum sem þolandi nauðgunar. Og nú er ég að fara að standa á sviði níunda árið í röð, það annað sem skipuleggjandi, en þetta verður síðasta árið,“ segir hún og að nú ætli hún að setjast í helgan stein. „En ég er alltaf þolandi, og verð alltaf drusla“. Stofna nýjan minningarsjóð Skipuleggjendur eru í nánu samstarfi við aðstandendur Ólafar Töru sem hafa nú stofnað minningarsjóð sem á að styðja við bæði þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar, eins og Ólöf Tara var. Allur ágóði í tengslum við sölu á varningi mun renna í þennan sjóð. Yfirlýsinguna má sjá að neðan. Gengið verður eins og áður frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli. Þar verða tónleikar að lokinni göngu þar sem koma fram Gugusar, The Boob Sweat Gang, Torfi og Páll Óskar sem frumflytur nýtt lag við það tilefni. Tveir hliðarviðburðir verða haldnir í tengslum við gönguna. Sá fyrri er pöbbkviss á þriðjudegi og sá seinni peppkvöld á fimmtudegi fyrir göngu. „Það er til að koma öllum saman, það verður skiltagerð, föndur, tónlistaratriði, allt tl að ýta undir valdeflinguna og samstöðuna sem gangan snýst um.“ Gangan er í ár gengin frá Hallgrímskirkju eins og síðustu ár. Vísir/Steingrímur Dúi Útlendingaandúð og bakslag Margrét segir að þó svo að baráttunni hafi orðið eitthvað ágengt upplifi hún bakslag í dag, það tengis til dæmis útlendingaandúð. „Þetta byrjar á útlendingaandúð sem færist yfir á aðra hópa. Mér þykir það óskaplega sárt að sjá þjóðernishóp taka málstað okkar þolenda og klæða rasisma í búning þolendastuðnings. Það hefur orðið mikið bakslag og bakslag í samfélaginu í feminískri vitund.“ Silja tekur undir það og telur að betur þurfi að ná til yngri kynslóða . Í ár sé markmiðið að fara aftur í kjarna baráttunnar. „Þetta er í þrettánda sinn sem við göngum og hún hefur tekið allskyns form og mót í gegnum árin. En í ár viljum við, sérstaklega í kjölfar andláts Ólafar Töru, heiðra alla þolendur. Þetta á að vera staður þar sem allir þolendur geta komið saman, skilað skömminni sem fylgir því miður öllum sem verða fyrir ofbeldi á einn eða annan hátt, og sérstaklega heiðra alla þá sem hafa týnt lífi sínu, af því að það lifa ekki allir þetta áfall af, því miður.“ Gellur eru bestar Sérstakur hliðaviðburður verður eftir gönguna sem skipulagður er af Vitund, samtökum sem Ólöf Tara stofnaði stuttu fyrir andlát sitt með fjórum öðrum konum. „Okkur „systrum“ Ólafar Töru í Vitund fannst viðeigandi, fyrst gangan er tileinkuð henni í ár, að hafa stað þar sem fólk getur komið saman eftir gönguna, hist, spjallað saman, faðmast og drukkið góðan bjór,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, ein stofnenda Vitundar og vinkona Ólafar Töru. Á viðburðinum verður minning Ólafar Töru heiðruð með sérstökum bjór. „Við ætlum að hafa bjór á barnum sem heitir Gellur eru bestar. Þetta er slagorð sem Ólöf sagði ofboðslega oft í tengslum við kvennasamstöðuna í baráttunni og okkur fannst ofboðslega viðeigandi að hafa það með.“ Guðný telur líklegt að Ólöf Tara hefði orðið afar hissa að vita að gangan væri tileinkuð henni. „Eins hávær og fyrirferðarmikil og hún var þá var hún líka ofboðslega hógvær. Ég held hún yrði hissa, en gríðarlega þakklát.“ Guðný segir það sorglega staðreynd að konur láti lífið vegna ofbeldis. „Kynbundið ofbeldi er faraldur á Íslandi sem þarf að uppræta. Ég myndi vilja sjá fleiri taka þátt í þessari upprætingu og sérstaklega fleiri karlmenn taka þátt.“ Hún segir andlát Ólafar Töru bæði persónulegan missi en einnig mikinn missi fyrir kvennabaráttuna. Þó svo að Vitund hafi tekið sér smá pásu þá séu þær nú að vinna að úrræði og verkferlum til hagsmuna brotaþola. Árið í ár er kvennaár í tilefni af því að 50 ár eru frá því að kvennafrí var fyrst haldið Íslandi þann 24. október. „Það er ótrúlega mikilvægt að stjórnvöld bregðist við kröfum kvennaársins. Við erum að tala um bæði jafnréttis- og ofbeldismál. Við erum byrjaðar að sjá breytingar en það er af nógu að taka. Við þurfum að sjá fastar stigið til jarðar.“ Guðný segir síðustu mánuði hafa verið afar erfiða. Vísir/Vilhelm Óásættanlegt að gengið sé með sömu kröfur árlega Það sé enn þannig að aðeins þrjú prósent nauðgunarmála endi með sakfellingu. „Það er óásættanlegt, og sérstaklega þegar við horfum á það ár eftir ár að þolendur þurfa að bera þessa bagga og láta lífið af völdum ofbeldis. Við sjáum svo skýrt afleiðingarnar og við þurfum vitundarvakningu um þetta.“ Eins og fram kom að ofan er gengið í þrettánda sinn í ár. Guðný segir í raun óásættanlegt að það sé verið að ganga ár eftir ár með sömu kröfurnar. „Við erum enn að berjast við það í dag að þolendum er ekki trúað, réttarkerfið tekur ekki rétt á málunum og við sjáum ekki að það séu afleiðingar af því að beita konur ofbeldi.“
Druslugangan Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Baráttukonur minnast Ólafar Töru Fjöldi fólks hefur minnst baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur sem lést langt fyrir aldur fram í fyrradag. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og lét mikið að sér kveða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Forseti Íslands, samstarfsfólk og baráttukonur minnast hennar með hlýhug. 1. febrúar 2025 11:47 Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Aktivistahópurinn Öfgar er hættur. Það tilkynna stjórnendur hópsins á Instagram. Hópurinn samanstendur af ýmsum konum en þær sem hafa komið fram fyrir hann eru til dæmis Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Ninna Karla Katrínardóttir. 17. janúar 2025 09:17 Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola boða til kertavöku 9. október næstkomandi til minningar um konur sem hafa látið lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. 4. október 2024 23:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Baráttukonur minnast Ólafar Töru Fjöldi fólks hefur minnst baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur sem lést langt fyrir aldur fram í fyrradag. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og lét mikið að sér kveða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Forseti Íslands, samstarfsfólk og baráttukonur minnast hennar með hlýhug. 1. febrúar 2025 11:47
Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18
Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Aktivistahópurinn Öfgar er hættur. Það tilkynna stjórnendur hópsins á Instagram. Hópurinn samanstendur af ýmsum konum en þær sem hafa komið fram fyrir hann eru til dæmis Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Ninna Karla Katrínardóttir. 17. janúar 2025 09:17
Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola boða til kertavöku 9. október næstkomandi til minningar um konur sem hafa látið lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. 4. október 2024 23:47