Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar 16. júlí 2025 13:32 Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Við höfum verið svo heppin að fá gesti sem þrátt fyrir yfirvofandi hættu hafa treyst okkur og komið í heimsókn. Margir hafa sagt að það sé einmitt mikilvægt að styðja við svona lítil fyrirtæki á erfiðum tímum. En eins og staðan er núna þá get ég ekki þagað lengur. Aðeins í gær, degi fyrir núverandi eldgos, var staðfest af sérfræðingum að ekki væri yfirvofandi hætta á gosi fyrr en í haust, jafnvel síðar.Rétt fyrir hálf tvö í nótt, var ég enn vakandi þegar viðvörunarflautur tóku að heyrast. Í fyrstu trúði ég því ekki, enda hafði ekkert í umræðunni bent til þess að gos væri að hefjast. Ég hafði sagt gestum okkar að hættumatið væri á gulu stigi og því ekki ástæða til að óttast. Dagmar og fjölskylda hennar. Við vorum að rýma gistihúsið klukkan hálf tvö um nótt. Einn gestanna var í sturtu og heyrði ekki í viðvörunarkerfinu. Sem betur fer tóku allir gestirnir þessu með ótrúlegum æðruleysi og skilningi. Þeir voru svo hlýir og skilningsríkir að það kom mér virkilega við. Ég skrifa þessa grein til að varpa ljósi á hvernig raunveruleikinn lítur út fyrir okkur sem stöndum í rekstri í Grindavík. Yfirvöld hafa ítrekað lofað úrræðum og aðstoð, en í raun hefur lítið sem ekkert borist. Okkur var boðið að sækja um lán sem reyndist svo ekki í boði hjá bankanum. Við heyrðum að fjármögnun væri á leiðinni fyrir þá sem vildu þróa reksturinn sinn áfram, en ekkert kom. Fyrir rétt tæpum mánuði fengum við loksins leyfi til að sækja um styrk frá Uppbyggingarsjóði. Ég hef síðustu daga unnið að umsókn til að breyta hluta af húsnæðinu okkar í kaffihús og handverkshús "Volcano Café" , stað þar sem bæði gestir og heimamenn geta komi saman. Ef mér tekst að fá styrk verður hann einungis til að standa straum af markaðsefni og hugsanlega hluta af launakostnaði í stuttan tíma. Allt hitt eins og smíði, pípulagnir og innviðir þarf ég að fjármagna sjálf. Það eru peningar sem við höfum ekki. Grindavík Guesthouse Það er ólýsanlega erfitt að sitja uppi á þessum tímum með þá ábyrgð að reyna að bjarga rekstri, búa til viðskiptaáætlun frá grunni, og vona að einhverjar tvær milljónir komi í hús ef allt gengur upp. Það sem við þurfum er raunveruleg hjálp, ekki tómt orðagjálfur. Þrátt fyrir ítrekuð erindi hef ég fengið engin svör frá byggingafulltrúa varðandi leyfisumsóknir. Grindavíkurbær virðist ekki taka vel í tillögur okkar um að breyta rekstrinum, þó að ríkið hvetji okkur til að leita lausna. Ég spyr hvernig á ég að leita lausna þegar enginn svarar? Við hjónin höfum alltaf sett gestina í forgang, verið varkár og ábyrg í okkar rekstri. Við opnuðum bókanir aftur eftir síðasta gos og ákváðum að halda aftur af okkur, sem þýddi að við náðum ekki að fylla sumarið eins og margir aðrir. Nú höfum við aftur fengið fjölda afbókana og framtíðin virðist óvissari en nokkru sinni fyrr. Ég er skapandi og úrræðagóð manneskja og ég veit að við getum skapað eitthvað einstakt hér í Grindavík. En ég get ekki gert það ein. Við þurfum aðstoð, raunverulega og skjótvirka aðstoð, áður en það verður um seinan. Getur einhver sagt mér hvað við eigum að gera? Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Hótel á Íslandi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Við höfum verið svo heppin að fá gesti sem þrátt fyrir yfirvofandi hættu hafa treyst okkur og komið í heimsókn. Margir hafa sagt að það sé einmitt mikilvægt að styðja við svona lítil fyrirtæki á erfiðum tímum. En eins og staðan er núna þá get ég ekki þagað lengur. Aðeins í gær, degi fyrir núverandi eldgos, var staðfest af sérfræðingum að ekki væri yfirvofandi hætta á gosi fyrr en í haust, jafnvel síðar.Rétt fyrir hálf tvö í nótt, var ég enn vakandi þegar viðvörunarflautur tóku að heyrast. Í fyrstu trúði ég því ekki, enda hafði ekkert í umræðunni bent til þess að gos væri að hefjast. Ég hafði sagt gestum okkar að hættumatið væri á gulu stigi og því ekki ástæða til að óttast. Dagmar og fjölskylda hennar. Við vorum að rýma gistihúsið klukkan hálf tvö um nótt. Einn gestanna var í sturtu og heyrði ekki í viðvörunarkerfinu. Sem betur fer tóku allir gestirnir þessu með ótrúlegum æðruleysi og skilningi. Þeir voru svo hlýir og skilningsríkir að það kom mér virkilega við. Ég skrifa þessa grein til að varpa ljósi á hvernig raunveruleikinn lítur út fyrir okkur sem stöndum í rekstri í Grindavík. Yfirvöld hafa ítrekað lofað úrræðum og aðstoð, en í raun hefur lítið sem ekkert borist. Okkur var boðið að sækja um lán sem reyndist svo ekki í boði hjá bankanum. Við heyrðum að fjármögnun væri á leiðinni fyrir þá sem vildu þróa reksturinn sinn áfram, en ekkert kom. Fyrir rétt tæpum mánuði fengum við loksins leyfi til að sækja um styrk frá Uppbyggingarsjóði. Ég hef síðustu daga unnið að umsókn til að breyta hluta af húsnæðinu okkar í kaffihús og handverkshús "Volcano Café" , stað þar sem bæði gestir og heimamenn geta komi saman. Ef mér tekst að fá styrk verður hann einungis til að standa straum af markaðsefni og hugsanlega hluta af launakostnaði í stuttan tíma. Allt hitt eins og smíði, pípulagnir og innviðir þarf ég að fjármagna sjálf. Það eru peningar sem við höfum ekki. Grindavík Guesthouse Það er ólýsanlega erfitt að sitja uppi á þessum tímum með þá ábyrgð að reyna að bjarga rekstri, búa til viðskiptaáætlun frá grunni, og vona að einhverjar tvær milljónir komi í hús ef allt gengur upp. Það sem við þurfum er raunveruleg hjálp, ekki tómt orðagjálfur. Þrátt fyrir ítrekuð erindi hef ég fengið engin svör frá byggingafulltrúa varðandi leyfisumsóknir. Grindavíkurbær virðist ekki taka vel í tillögur okkar um að breyta rekstrinum, þó að ríkið hvetji okkur til að leita lausna. Ég spyr hvernig á ég að leita lausna þegar enginn svarar? Við hjónin höfum alltaf sett gestina í forgang, verið varkár og ábyrg í okkar rekstri. Við opnuðum bókanir aftur eftir síðasta gos og ákváðum að halda aftur af okkur, sem þýddi að við náðum ekki að fylla sumarið eins og margir aðrir. Nú höfum við aftur fengið fjölda afbókana og framtíðin virðist óvissari en nokkru sinni fyrr. Ég er skapandi og úrræðagóð manneskja og ég veit að við getum skapað eitthvað einstakt hér í Grindavík. En ég get ekki gert það ein. Við þurfum aðstoð, raunverulega og skjótvirka aðstoð, áður en það verður um seinan. Getur einhver sagt mér hvað við eigum að gera? Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun