48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar 17. júlí 2025 17:00 Með forsetaúrskurði með undirrituðum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa strandveiðar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til Innviðaráðuneytisins. Flokkur fólksins, sem nú fer með það ráðuneyti, er undir bráðri pólitískri kröfu um að standa við kosningaloforð sitt um 48 daga strandveiðar smábáta. En nú stendur svo á að strandveiðakvótinn er þegar búinn. Til að uppfylla loforðið þarf að finna aflahlutdeild einhvers staðar og það er ekki unnt nema með lagastoð. Ef innviðaráðherra ætlar að gefa út reglugerð sem heimilar smábátum að hefja veiðar að nýju, án lagaheimildar eða nýrrar úthlutunar á kvóta, þá væri um að ræða stjórnvaldsákvörðun í blóra við lög. Lögbrot sem bíður framkvæmdar Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða má ráðherra ekki úthluta aflaheimildum eftir hentugleika. Allar ákvarðanir verða að byggja á lögum, rökstuddri stjórnsýslu og úthlutun innan þeirrar 5,3% aflahlutdeildar sem úthlutunin hvílir á. Ef ráðherra gengur fram með reglugerð sem krefjast afla sem ekki er til brýtur hann lög. Það er ekki flókið. En þar með er málið ekki útrætt. Fiskistofa í gildru ábyrgðar Ef Fiskistofa, framfylgir slíkri stjórnsýslu, með því að opna fyrir veiðar eða skrá afrakstur þeirra heimilan, þá verður hún samábyrg. Starfsmenn stofnunarinnar gætu þurft að svara fyrir ólögmæta stjórnsýslu, ef kæra eða lögfræðilegt álit leiddi í ljós að úthlutunin væri andstæð lögum. Því má spyrja, hvort stjórnarliðar ætlist til þess að heil ríkisstofnun brjóti lög til þess eins að bjarga pólitísku loforði eins ráðherra? Forsætisráðherra getur ekki flúið ábyrgð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra leiðir þá stjórnsýslu sem færði málaflokkinn yfir til Innviðaráðuneytis. Hún undirritaði breytingu á forsetaúrskurði og færði þannig ábyrgðina yfir til Flokks fólksins án þess að tryggja lagaheimildir, útfærslu eða kvóta. Það er ekki trúverðugt né stjórnskipulega ásættanlegt að forsætisráðherra haldi því fram að þessi vandi snerti ekki hana sjálfa. Hún ber fulla ábyrgð á því að setja ráðherra Flokks fólksins í stöðu þar sem aðeins eru tveir kostir: svíkja loforð eða brjóta lög. Niðurstaðan: Vitleysa sem kostar Ef Innviðaráðherra gefur út reglugerð sem heimilar frekari veiðar smábáta, án nýrrar kvótaúthlutunar, þá er það skýrt lögbrot. Ef Fiskistofa fylgir slíkri ákvörðun eftir verður hún dregin inn í ólögmæta framkvæmd. Sá forsætisráðherra, sem leiddi og samþykkti þessa tilfærslu án lagalegrar heimildar, ber ábyrgð á öllu saman. Það væri mikil skömm ef strandveiðibátarnir, sem eiga skilið að búa við trausta og réttláta fiskveiðistjórnun, yrðu leiksoppar í slíku stjórnarfari. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Með forsetaúrskurði með undirrituðum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa strandveiðar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til Innviðaráðuneytisins. Flokkur fólksins, sem nú fer með það ráðuneyti, er undir bráðri pólitískri kröfu um að standa við kosningaloforð sitt um 48 daga strandveiðar smábáta. En nú stendur svo á að strandveiðakvótinn er þegar búinn. Til að uppfylla loforðið þarf að finna aflahlutdeild einhvers staðar og það er ekki unnt nema með lagastoð. Ef innviðaráðherra ætlar að gefa út reglugerð sem heimilar smábátum að hefja veiðar að nýju, án lagaheimildar eða nýrrar úthlutunar á kvóta, þá væri um að ræða stjórnvaldsákvörðun í blóra við lög. Lögbrot sem bíður framkvæmdar Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða má ráðherra ekki úthluta aflaheimildum eftir hentugleika. Allar ákvarðanir verða að byggja á lögum, rökstuddri stjórnsýslu og úthlutun innan þeirrar 5,3% aflahlutdeildar sem úthlutunin hvílir á. Ef ráðherra gengur fram með reglugerð sem krefjast afla sem ekki er til brýtur hann lög. Það er ekki flókið. En þar með er málið ekki útrætt. Fiskistofa í gildru ábyrgðar Ef Fiskistofa, framfylgir slíkri stjórnsýslu, með því að opna fyrir veiðar eða skrá afrakstur þeirra heimilan, þá verður hún samábyrg. Starfsmenn stofnunarinnar gætu þurft að svara fyrir ólögmæta stjórnsýslu, ef kæra eða lögfræðilegt álit leiddi í ljós að úthlutunin væri andstæð lögum. Því má spyrja, hvort stjórnarliðar ætlist til þess að heil ríkisstofnun brjóti lög til þess eins að bjarga pólitísku loforði eins ráðherra? Forsætisráðherra getur ekki flúið ábyrgð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra leiðir þá stjórnsýslu sem færði málaflokkinn yfir til Innviðaráðuneytis. Hún undirritaði breytingu á forsetaúrskurði og færði þannig ábyrgðina yfir til Flokks fólksins án þess að tryggja lagaheimildir, útfærslu eða kvóta. Það er ekki trúverðugt né stjórnskipulega ásættanlegt að forsætisráðherra haldi því fram að þessi vandi snerti ekki hana sjálfa. Hún ber fulla ábyrgð á því að setja ráðherra Flokks fólksins í stöðu þar sem aðeins eru tveir kostir: svíkja loforð eða brjóta lög. Niðurstaðan: Vitleysa sem kostar Ef Innviðaráðherra gefur út reglugerð sem heimilar frekari veiðar smábáta, án nýrrar kvótaúthlutunar, þá er það skýrt lögbrot. Ef Fiskistofa fylgir slíkri ákvörðun eftir verður hún dregin inn í ólögmæta framkvæmd. Sá forsætisráðherra, sem leiddi og samþykkti þessa tilfærslu án lagalegrar heimildar, ber ábyrgð á öllu saman. Það væri mikil skömm ef strandveiðibátarnir, sem eiga skilið að búa við trausta og réttláta fiskveiðistjórnun, yrðu leiksoppar í slíku stjórnarfari. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun