Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. júlí 2025 07:44 Færsla strandveiða frá atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson til innviðaráðuneytis Eyjólfs Ármannssonar getur ekki talizt annað en vantraustyfirlýsing Flokks fólksins á Viðreisn og atvinnuvegaráðherra flokksins. Hanna Katrín hefur viljað meina í fjölmiðlum að um eðlilega tilfærslu sé að ræða sem alltaf hafi staðið til en vitanlega vaknar þá spurningin hvers vegna það var ekki gert í tíma áður en núverandi strandveiðitímabil hófst? Sú spurning svarar sér sjálf. Veruleikinn er sá að ríkisstjórnin með Hönnu Katrínu í broddi fylkingar lagði enga áherzlu á frumvarp hennar um 48 daga strandveiðar. Frumvarpið kom ekki fram fyrr en 28. maí og var síðan látið mæta algerum afgangi af stjórnarflokkunum á Alþingi í sumar. Var þannig sáralítið rætt eins og sést á vef þingsins. Stjórnarflokkarnir höfðu dagskrárvaldið eins og oft hefur verið bent á og hefðu fyrir vikið getað forgangsraðað málinu en kusu hins vegar að gera það ekki. Tilkynningin um að strandveiðar yrðu fluttar til innviðaráðuneytisins kom á sama tíma og Hanna Katrín greindi frá því að hún hefði ekki fundið leið til þess að tryggja strandveiðisjómönnum auknar aflaheimildir í kjölfar þess að frumvarp hennar dagaði uppi enda ekki fyrir hendi. Það er auðvitað engin tilviljun. Bæri Flokkur fólksins traust til ráðherrans og Viðreisnar í þessum efnum hefði engin þörf verið á því að krefjast þess að hún færi ekki lengur með málaflokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Færsla strandveiða frá atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson til innviðaráðuneytis Eyjólfs Ármannssonar getur ekki talizt annað en vantraustyfirlýsing Flokks fólksins á Viðreisn og atvinnuvegaráðherra flokksins. Hanna Katrín hefur viljað meina í fjölmiðlum að um eðlilega tilfærslu sé að ræða sem alltaf hafi staðið til en vitanlega vaknar þá spurningin hvers vegna það var ekki gert í tíma áður en núverandi strandveiðitímabil hófst? Sú spurning svarar sér sjálf. Veruleikinn er sá að ríkisstjórnin með Hönnu Katrínu í broddi fylkingar lagði enga áherzlu á frumvarp hennar um 48 daga strandveiðar. Frumvarpið kom ekki fram fyrr en 28. maí og var síðan látið mæta algerum afgangi af stjórnarflokkunum á Alþingi í sumar. Var þannig sáralítið rætt eins og sést á vef þingsins. Stjórnarflokkarnir höfðu dagskrárvaldið eins og oft hefur verið bent á og hefðu fyrir vikið getað forgangsraðað málinu en kusu hins vegar að gera það ekki. Tilkynningin um að strandveiðar yrðu fluttar til innviðaráðuneytisins kom á sama tíma og Hanna Katrín greindi frá því að hún hefði ekki fundið leið til þess að tryggja strandveiðisjómönnum auknar aflaheimildir í kjölfar þess að frumvarp hennar dagaði uppi enda ekki fyrir hendi. Það er auðvitað engin tilviljun. Bæri Flokkur fólksins traust til ráðherrans og Viðreisnar í þessum efnum hefði engin þörf verið á því að krefjast þess að hún færi ekki lengur með málaflokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun