Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 18. júlí 2025 20:00 Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Þinginu var slitið í upphafi vikunnar í skugga óræðra hótana af hálfu stjórnarandstöðunnar í kjölfar þess að bundinn var endi á málþóf og tafaleiki sem hafa einkennt allt starf vorsins síðan þing kom saman í febrúar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður sjálfstæðisflokksins sett fram undarleg viðbrögð á Facebook síðu sinni þann 17. júlí vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen til landsins í tilefni af samstarfsyfirlýsingu við Ísland um öryggis- og varnarmál. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um leynileg áform, „grundvallarstefnubreytingar“ og gefið í skyn að þjóðin hafi ekki veitt umboð sitt til þess að eiga tvíhliða samtal við Evrópusambandið um þessi málefni enda geti það farið í bága við skyldur okkar sem NATO-þjóð. Það er skemmst að segja frá því að Evrópusambandið hefur um þessar mundir hafið sambærilegt samtal við aðrar Evrópuþjóðir sem standa utan bandalagsins. Þetta eru þjóðir sem við Íslendingar viljum sannarlega bera okkur saman við, til að mynda NATO-þjóðirnar Noregur og Bretland. Þá hefur önnur NATO-þjóð, Kanada, tekið afdráttarlaus skref í átt að auknu samstarfi við Evrópusambandi á sviði öryggis- og varnarmála en einnig viðskipta. Vel að merkja er hér um að ræða þjóðir sem eiga sér öfluga og gagnrýna stjórnarandstöðu af hægri vængnum sem hefur tekið samstarfinu fagnandi. Af þeirra hálfu er horfst í augu við heiminn eins og hann er og stjórnarandstaðan stillir sig um að slá ódýrar pólitískar keilur um jafn mikilvæg málefni. Samstarfsyfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins lýtur að fjölmörgum atriðum, til að mynda auknu upplýsingaflæði, samráði um öryggi á hafsvæðum og á norðurslóðum, möguleika á þátttöku í friðargæsluverkefnum og samstarfi um fjárfestingar í innviðum sem nýtast í senn til almannavarna og hefðbundinna varnarverkefna. Þetta eru málefni sem Ísland hefur þegar sinnt þátttöku í gegnum NATO. Það gengur ekki gegn skyldum okkar sem stofnaðila að Norður Atlantshafsbandalaginu að efla varnir okkar í samstarfi við líkt þenkjandi þjóðir. Það er beinlínis ábyrg stefna og verður að skoða í samhengi við ákall vestanhafs um að aðildarþjóðir auki við framlög sín til varnarmála. Það þarf ekki að minna formann Sjálfstæðisflokksins að stríð geisar í Evrópu og eðli sem og form öryggisógna taka gífurlega hröðum breytingum. Þá gildir öllu að taka höndum saman við okkar helstu bandamenn í Evrópu sem eru og verða okkar mikilvægasti viðskiptavettvangur. Með því að taka á móti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á tvíhliða grunni styrkir Ísland ekki bara samstarf sitt við helstu bandamenn sína í öryggis- og varnarmálum með sýnilegum hætti heldur stöndum við styrkri stöðu sem sjálfstæður samningsaðili. Þetta ætti að vera öllum fagnaðarefni. Ísland er sjálfstætt ríki og verður það vonandi um ókomna tíð. Við erum hins vegar ekki ein. Við eigum allt okkar öryggi undir því að alþjóðalög séu virt og milliríkjaviðskipti séu ræktuð sem mest við önnur lýðræðisríki sem deila með okkur gildum og hagsmunum. Að vissu leyti hef ég skilning á því að formaður stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu noti tilefnið og setji heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að einhverju leyti í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegt áframhald á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Óeðlilegt hefði verið ef málefnið hefði ekki borist til tals og viðbúið var að Sjálfstæðisflokkurinn vilji stilla sér gegn því að þeim verði fram haldið. Þá á hins vegar að ræða slíkt beint. Hér missti formaður sjálfstæðisflokksins af gullnu tækifæri á að benda á hversu máttug við jafnvel erum sem smáþjóð sem hefur burði til að gera tvíhliða samkomulag við hið stóra Evrópusamband. Það er því ekkert eðlilega óábyrgt að reyna að gera ábyrgt, rökrétt og skynsamlegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum tortryggilegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Dagbjört Hákonardóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Þinginu var slitið í upphafi vikunnar í skugga óræðra hótana af hálfu stjórnarandstöðunnar í kjölfar þess að bundinn var endi á málþóf og tafaleiki sem hafa einkennt allt starf vorsins síðan þing kom saman í febrúar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður sjálfstæðisflokksins sett fram undarleg viðbrögð á Facebook síðu sinni þann 17. júlí vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen til landsins í tilefni af samstarfsyfirlýsingu við Ísland um öryggis- og varnarmál. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um leynileg áform, „grundvallarstefnubreytingar“ og gefið í skyn að þjóðin hafi ekki veitt umboð sitt til þess að eiga tvíhliða samtal við Evrópusambandið um þessi málefni enda geti það farið í bága við skyldur okkar sem NATO-þjóð. Það er skemmst að segja frá því að Evrópusambandið hefur um þessar mundir hafið sambærilegt samtal við aðrar Evrópuþjóðir sem standa utan bandalagsins. Þetta eru þjóðir sem við Íslendingar viljum sannarlega bera okkur saman við, til að mynda NATO-þjóðirnar Noregur og Bretland. Þá hefur önnur NATO-þjóð, Kanada, tekið afdráttarlaus skref í átt að auknu samstarfi við Evrópusambandi á sviði öryggis- og varnarmála en einnig viðskipta. Vel að merkja er hér um að ræða þjóðir sem eiga sér öfluga og gagnrýna stjórnarandstöðu af hægri vængnum sem hefur tekið samstarfinu fagnandi. Af þeirra hálfu er horfst í augu við heiminn eins og hann er og stjórnarandstaðan stillir sig um að slá ódýrar pólitískar keilur um jafn mikilvæg málefni. Samstarfsyfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins lýtur að fjölmörgum atriðum, til að mynda auknu upplýsingaflæði, samráði um öryggi á hafsvæðum og á norðurslóðum, möguleika á þátttöku í friðargæsluverkefnum og samstarfi um fjárfestingar í innviðum sem nýtast í senn til almannavarna og hefðbundinna varnarverkefna. Þetta eru málefni sem Ísland hefur þegar sinnt þátttöku í gegnum NATO. Það gengur ekki gegn skyldum okkar sem stofnaðila að Norður Atlantshafsbandalaginu að efla varnir okkar í samstarfi við líkt þenkjandi þjóðir. Það er beinlínis ábyrg stefna og verður að skoða í samhengi við ákall vestanhafs um að aðildarþjóðir auki við framlög sín til varnarmála. Það þarf ekki að minna formann Sjálfstæðisflokksins að stríð geisar í Evrópu og eðli sem og form öryggisógna taka gífurlega hröðum breytingum. Þá gildir öllu að taka höndum saman við okkar helstu bandamenn í Evrópu sem eru og verða okkar mikilvægasti viðskiptavettvangur. Með því að taka á móti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á tvíhliða grunni styrkir Ísland ekki bara samstarf sitt við helstu bandamenn sína í öryggis- og varnarmálum með sýnilegum hætti heldur stöndum við styrkri stöðu sem sjálfstæður samningsaðili. Þetta ætti að vera öllum fagnaðarefni. Ísland er sjálfstætt ríki og verður það vonandi um ókomna tíð. Við erum hins vegar ekki ein. Við eigum allt okkar öryggi undir því að alþjóðalög séu virt og milliríkjaviðskipti séu ræktuð sem mest við önnur lýðræðisríki sem deila með okkur gildum og hagsmunum. Að vissu leyti hef ég skilning á því að formaður stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu noti tilefnið og setji heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að einhverju leyti í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegt áframhald á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Óeðlilegt hefði verið ef málefnið hefði ekki borist til tals og viðbúið var að Sjálfstæðisflokkurinn vilji stilla sér gegn því að þeim verði fram haldið. Þá á hins vegar að ræða slíkt beint. Hér missti formaður sjálfstæðisflokksins af gullnu tækifæri á að benda á hversu máttug við jafnvel erum sem smáþjóð sem hefur burði til að gera tvíhliða samkomulag við hið stóra Evrópusamband. Það er því ekkert eðlilega óábyrgt að reyna að gera ábyrgt, rökrétt og skynsamlegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum tortryggilegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun