Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 09:03 Alireza Faghani tekur í hendi Donalds Trump en fyrir þetta er hann álitinn verða föðurlandssvikari í Íran. Getty/Robbie Jay Barratt Alireza Faghani dæmdi úrslitaleik HM félagsliða á dögunum en eftirmálar leiksins hafa kallað fram herferð gegn honum í Íran þótt ekkert íranskt félag eða íranskur leikmaður hafi komið við sögu í úrslitaleik Chelsea og Paris Saint Germain. Það voru nefnilega engir dómar í leiknum eða annað sem tengist frammistöðunni hjá dómaranum sem kallaði fram þessi hörðu viðbrögð. Ástæðan er sú að Faghani dómari hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir leikinn. Trump var heiðursgestur á úrslitaleiknum í New York og afhenti leikmönnum og dómurum verðlaun eftir hann. Það var því ómögulegt fyrir Faghani að hitta hann ekki. Hann tók líka í hendi Trump eftir leikinn sem gerði aðeins illt verra. Íranar líta á hann sem svikara enda fáir óvinsælli í Íran en Bandaríkjaforseti eftir árásir bandaríska hersins á landið. Faghani er úthúðað í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og á götum úti. Frétt um afleiðingar þess að Alireza Faghani hitti Donald Trump.NRK Sport Faghani dæmir fyrir Ástralíu en hann er fæddur í Íran. Faghani flúði Íran í september 2019 en hann hefur alþjóðlegur dómari frá 2008. Faghani hefur mátt þola hótanir og það væri ekki skynsamlegt fyrir hann að heimsækja gamla föðurlandið. Sharam Alghasi norsk-íranskur prófessor segir NRK frá því að mikið hafi verið skrifað um Faghani í Íran. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi ákveðið að gera Faghani að föðurlandssvikara og þar sem þau stjórna öllum fjölmiðlum í landinu er umræðan um hann á einn veg. Mikla athygli vekur líka risastór veggmynd sem hefur verið sett upp í Íran þar sem sjá má Faghani með kartöflu um hálsinn í stað verðlaunapeningsins sem hann fékk fyrir að dæma úrslitaleikinn. Umræddur Alghasi segir að það væri ekki að spyrja að leikslokum ef Faghani myndi heimsækja Íran. „Ef hann kæmi til Íran þá væri hann að fórna öllu,“ sagði Alghasi. HM félagsliða í fótbolta 2025 Íran Donald Trump Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira
Það voru nefnilega engir dómar í leiknum eða annað sem tengist frammistöðunni hjá dómaranum sem kallaði fram þessi hörðu viðbrögð. Ástæðan er sú að Faghani dómari hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir leikinn. Trump var heiðursgestur á úrslitaleiknum í New York og afhenti leikmönnum og dómurum verðlaun eftir hann. Það var því ómögulegt fyrir Faghani að hitta hann ekki. Hann tók líka í hendi Trump eftir leikinn sem gerði aðeins illt verra. Íranar líta á hann sem svikara enda fáir óvinsælli í Íran en Bandaríkjaforseti eftir árásir bandaríska hersins á landið. Faghani er úthúðað í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og á götum úti. Frétt um afleiðingar þess að Alireza Faghani hitti Donald Trump.NRK Sport Faghani dæmir fyrir Ástralíu en hann er fæddur í Íran. Faghani flúði Íran í september 2019 en hann hefur alþjóðlegur dómari frá 2008. Faghani hefur mátt þola hótanir og það væri ekki skynsamlegt fyrir hann að heimsækja gamla föðurlandið. Sharam Alghasi norsk-íranskur prófessor segir NRK frá því að mikið hafi verið skrifað um Faghani í Íran. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi ákveðið að gera Faghani að föðurlandssvikara og þar sem þau stjórna öllum fjölmiðlum í landinu er umræðan um hann á einn veg. Mikla athygli vekur líka risastór veggmynd sem hefur verið sett upp í Íran þar sem sjá má Faghani með kartöflu um hálsinn í stað verðlaunapeningsins sem hann fékk fyrir að dæma úrslitaleikinn. Umræddur Alghasi segir að það væri ekki að spyrja að leikslokum ef Faghani myndi heimsækja Íran. „Ef hann kæmi til Íran þá væri hann að fórna öllu,“ sagði Alghasi.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Íran Donald Trump Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira