Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2025 15:01 Hjónin eiga sumarbústað í nágrenni Stykkishólms þar sem slysið varð. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélag Íslands þarf að greiða konu sem slasaðist í alvarlegu sláttuvélarslysi við sumarbústað sinn bætur og lögmannskostnað. Konan stóð í miklu stappi við tryggingafélagið og neyddist til að leita liðsinnis lögmanns til að sækja rétt sinn. Dómur í málinu var afdráttarlaus. Fólk sem verði fyrir líkamstjóni eigi ekki að þurfa að standa straum af lögfræðikostnaði til að ná fram slysabótum sem það eigi rétt á. Slysið átti sér stað í ágúst 2023 við sumarhús konunnar og eiginmanns hennar nærri Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Eiginmaðurinn var að slá tún á jörðinni með sláttuþyrlu tengda við Massey Ferguson dráttarvél. Festing fyrir hníf sláttuþyrlunnar brotnaði og þeyttist hnífsblaðið um 26 metra og hafnaði í vinstri fæti konunnar, þar sem hún stóð og sló með sláttuorfi. Konan hlaut mikla áverka á fæti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Fór svo að hún var metin með 18 prósent varanlega örorku eftir slysið. Tvítryggð hjá VÍS Hjónin leituðu til VÍS þar sem konan var með F plús 3 frítímaslysatryggingu sem og víðtæka slysatryggingu launþega sem vinnuveitandi hennar, banki, hafði keypt hjá VÍS. Tryggingin tók til atvika hvenær sem er sólarhringsins. Bætur reyndust ekki auðsóttar sökum þess að dráttarvélin var ekki tryggð. Vísaði starfsmaður VÍS til þess að dráttarvélin væri skráningarskylt ökutæki og því tryggingarskyld. Slysið væri því undanþegið þar sem orsök þess mætti rekja til þess. VÍS vísaði konunni til Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi (ABÍ). Konan fengi hvorki bætur úr F plús tryggingunni né slysatryggingu launþega hjá VÍS. Við þetta ákváðu hjónin að leita aðstoðar lögmanns. ABÍ hafnaði ábyrgð í málinu. Slysið hefði hlotist við sláttustörf í sveit og samkvæmt umferðarlögum þurfi ekki að skrá vinnuvélar sem eru nær eingöngu notaðar utan opinberra vega. ABÍ benti einnig á, eins og hjónin höfðu í deilu sinni við VÍS, að slysið hefði orðið vegna bilunar í sláttuþyrlunni en ekki vegna dráttarvélarinnar. Fyrri afstaða ítrekuð Lögmaður hjónanna ákvað í framhaldi af afstöðu ABÍ að senda VÍS kröfubréf þess efnis að tryggingafélagið endurskoðaði fyrri höfnun og staðfesti bótarétt úr tryggingunum tveimur sem konan hafði hjá félaginu. Lögmaður VÍS svaraði og ítrekaði fyrri afstöðu félagsins. Lögmaður hjónanna svaraði að bragði, hafði þá kynnt sér viðeigandi lög vel, og benti VÍS á að fyrir lægi að konan fengi tjón sitt ekki bætt úr ökutækjatryggingu. Bótaréttur úr ökutækjatryggingu væri skilyrði fyrir því að VÍS gæti komið sér undan að greiða slysatryggingu launþega. Lögmaðurinn benti VÍS líka á að launþegatryggingarvernd konunnar byggðist á kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins. Þar væri tvítryggingarundanþága um að bætur greiddust ekki hefði slys hlotist af notkun skráningarskylds vélknúins ökutækis og að slysið væri bótaskylt samkvæmt lögboðinni ökutækjatryggingu. Launþegatrygging en ekki F plús Starfsmaður VÍS svaraði viku síðar og sagði að nú væri búin að fara fram ítarleg skoðun á málinu. Félagið hefði tekið þá ákvörðun að viðurkenna bótaskyldu úr slysatryggingu launþega. Þar réði mestu að bótaréttur þurfi samkvæmt ökutækjatryggingu að vera fyrir hendi til að hægt sé að hafna bótaskyldu úr launþegatryggingunni. VÍS hélt sig við þá ákvörðun að hafna rétti konunnar til bóta úr F plús fjölskyldutryggingunni. Konan bar þá höfnun undir úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum sem staðfesti niðurstöðuna. Að loknu örorkumati upp á átján prósent lagði lögmaður konunnar fram kröfu um bætur í samræmi við matið auk greiðslu útlagðs kostnaðar, þar á meðal lögmannskostnaðar. Var vísað til þess að VÍS hefði alfarið hafnað ábyrgð áður en konan leitaði á náðir lögmanns. Ljóst væri að konan hefði neyðst til að leita til lögmanns til að ná fram frétti sínum. VÍS hafnaði greiðslu lögmannskostnaðar, sagði það val konunnar og hún hefði væntanlega getað leitað til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum til að hnekkja niðurstöðu VÍS. Mestu hefði munað um afstöðu ABÍ og réttara að konan beindi kröfu sinni þangað. Bætur en enginn lögmannskostnaður Það var loksins í janúar 2025 sem VÍS greiddi konunni 3,7 milljónir króna í bætur en engan lögmannskostnað. Ákvað konan að stefna VÍS vegna þess. Segja má að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sé nokkuð afdráttarlaus. Bréfaskipti lögmanns konunnar við lögfræðideild VÍS sýni að ágreiningurinn var ekki einfaldur. Þvert á móti væri einvörðungu á færi löglærðra sem hafi auk þess sérþekkingu á þessu sviði vátrygginga og um leið sérþekkingu á dómaframkvæmd á sama sviði að eiga í samskiptum við VÍS. Dómurinn fullyrðir að hefði konan ekki notið lögfræðiaðstoðar hefði VÍS aldrei viðurkennt bótarétt hennar. Enginn vafi sé á því að konunni hafi verið nauðsynlegt að leita aðstoðar lögmanns til að ná fram rétti sínum. Sömuleiðis væri enginn vafi á því að endurtekin höfnun VÍS á skyldu sinni til greiðslu bóta hafi ollið því að konan átti engra annarra kosta völ en að leita til lögmanns. Dómari telur það grundvallarreglu að sá sem verði fyrir líkamstjóni eigi ekki að þurfa að standa straum af lögfræðikostnaði til að ná fram slysabótum sem hann eigi rétt á samkvæmt kjarasamningi. Þann kostnað verði VÍS að bera. Var VÍS dæmt til að greiða konunni 494 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá því í febrúar síðastliðnum. Dóminn má lesa hér. Tryggingar Dómsmál Skagi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Slysið átti sér stað í ágúst 2023 við sumarhús konunnar og eiginmanns hennar nærri Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Eiginmaðurinn var að slá tún á jörðinni með sláttuþyrlu tengda við Massey Ferguson dráttarvél. Festing fyrir hníf sláttuþyrlunnar brotnaði og þeyttist hnífsblaðið um 26 metra og hafnaði í vinstri fæti konunnar, þar sem hún stóð og sló með sláttuorfi. Konan hlaut mikla áverka á fæti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Fór svo að hún var metin með 18 prósent varanlega örorku eftir slysið. Tvítryggð hjá VÍS Hjónin leituðu til VÍS þar sem konan var með F plús 3 frítímaslysatryggingu sem og víðtæka slysatryggingu launþega sem vinnuveitandi hennar, banki, hafði keypt hjá VÍS. Tryggingin tók til atvika hvenær sem er sólarhringsins. Bætur reyndust ekki auðsóttar sökum þess að dráttarvélin var ekki tryggð. Vísaði starfsmaður VÍS til þess að dráttarvélin væri skráningarskylt ökutæki og því tryggingarskyld. Slysið væri því undanþegið þar sem orsök þess mætti rekja til þess. VÍS vísaði konunni til Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi (ABÍ). Konan fengi hvorki bætur úr F plús tryggingunni né slysatryggingu launþega hjá VÍS. Við þetta ákváðu hjónin að leita aðstoðar lögmanns. ABÍ hafnaði ábyrgð í málinu. Slysið hefði hlotist við sláttustörf í sveit og samkvæmt umferðarlögum þurfi ekki að skrá vinnuvélar sem eru nær eingöngu notaðar utan opinberra vega. ABÍ benti einnig á, eins og hjónin höfðu í deilu sinni við VÍS, að slysið hefði orðið vegna bilunar í sláttuþyrlunni en ekki vegna dráttarvélarinnar. Fyrri afstaða ítrekuð Lögmaður hjónanna ákvað í framhaldi af afstöðu ABÍ að senda VÍS kröfubréf þess efnis að tryggingafélagið endurskoðaði fyrri höfnun og staðfesti bótarétt úr tryggingunum tveimur sem konan hafði hjá félaginu. Lögmaður VÍS svaraði og ítrekaði fyrri afstöðu félagsins. Lögmaður hjónanna svaraði að bragði, hafði þá kynnt sér viðeigandi lög vel, og benti VÍS á að fyrir lægi að konan fengi tjón sitt ekki bætt úr ökutækjatryggingu. Bótaréttur úr ökutækjatryggingu væri skilyrði fyrir því að VÍS gæti komið sér undan að greiða slysatryggingu launþega. Lögmaðurinn benti VÍS líka á að launþegatryggingarvernd konunnar byggðist á kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins. Þar væri tvítryggingarundanþága um að bætur greiddust ekki hefði slys hlotist af notkun skráningarskylds vélknúins ökutækis og að slysið væri bótaskylt samkvæmt lögboðinni ökutækjatryggingu. Launþegatrygging en ekki F plús Starfsmaður VÍS svaraði viku síðar og sagði að nú væri búin að fara fram ítarleg skoðun á málinu. Félagið hefði tekið þá ákvörðun að viðurkenna bótaskyldu úr slysatryggingu launþega. Þar réði mestu að bótaréttur þurfi samkvæmt ökutækjatryggingu að vera fyrir hendi til að hægt sé að hafna bótaskyldu úr launþegatryggingunni. VÍS hélt sig við þá ákvörðun að hafna rétti konunnar til bóta úr F plús fjölskyldutryggingunni. Konan bar þá höfnun undir úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum sem staðfesti niðurstöðuna. Að loknu örorkumati upp á átján prósent lagði lögmaður konunnar fram kröfu um bætur í samræmi við matið auk greiðslu útlagðs kostnaðar, þar á meðal lögmannskostnaðar. Var vísað til þess að VÍS hefði alfarið hafnað ábyrgð áður en konan leitaði á náðir lögmanns. Ljóst væri að konan hefði neyðst til að leita til lögmanns til að ná fram frétti sínum. VÍS hafnaði greiðslu lögmannskostnaðar, sagði það val konunnar og hún hefði væntanlega getað leitað til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum til að hnekkja niðurstöðu VÍS. Mestu hefði munað um afstöðu ABÍ og réttara að konan beindi kröfu sinni þangað. Bætur en enginn lögmannskostnaður Það var loksins í janúar 2025 sem VÍS greiddi konunni 3,7 milljónir króna í bætur en engan lögmannskostnað. Ákvað konan að stefna VÍS vegna þess. Segja má að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sé nokkuð afdráttarlaus. Bréfaskipti lögmanns konunnar við lögfræðideild VÍS sýni að ágreiningurinn var ekki einfaldur. Þvert á móti væri einvörðungu á færi löglærðra sem hafi auk þess sérþekkingu á þessu sviði vátrygginga og um leið sérþekkingu á dómaframkvæmd á sama sviði að eiga í samskiptum við VÍS. Dómurinn fullyrðir að hefði konan ekki notið lögfræðiaðstoðar hefði VÍS aldrei viðurkennt bótarétt hennar. Enginn vafi sé á því að konunni hafi verið nauðsynlegt að leita aðstoðar lögmanns til að ná fram rétti sínum. Sömuleiðis væri enginn vafi á því að endurtekin höfnun VÍS á skyldu sinni til greiðslu bóta hafi ollið því að konan átti engra annarra kosta völ en að leita til lögmanns. Dómari telur það grundvallarreglu að sá sem verði fyrir líkamstjóni eigi ekki að þurfa að standa straum af lögfræðikostnaði til að ná fram slysabótum sem hann eigi rétt á samkvæmt kjarasamningi. Þann kostnað verði VÍS að bera. Var VÍS dæmt til að greiða konunni 494 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá því í febrúar síðastliðnum. Dóminn má lesa hér.
Tryggingar Dómsmál Skagi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira