Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 22. júlí 2025 14:02 Á Íslandi eru 62 sveitarfélög, sem eru mjög misjöfn að stærð og íbúafjölda. Undanfarin 25 ár hafa verkefni færst frá ríki til sveitarfélaga, svo sem grunnskólamál og þjónusta við fatlaða. Samkvæmt lögum ber öllum sveitarfélögum að veita ákveðna þjónustu, en geta þeirra til þess er mismikil. Yfirleitt hafa stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundnum verkefnum en þau minni. Helstu útgjaldaliðir sveitarfélaga eru: 1. Menntamál: Leikskólar, grunnskólar og frístundastarf, eins og laun kennara og starfsfólks, húsnæði, kennslugögn og annar rekstur. 2. Félagsþjónusta: Félagsleg aðstoð, þjónusta við fatlað fólk og aldraða, heimilishjálp, félagsleg heimaþjónusta og rekstur hjúkrunarheimila. Þessi liður hefur farið vaxandi með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. 3. Skipulags- og byggingarmál: Innviðir eins og gatnagerð, snjómokstur, lýsing og viðhald gatna, ásamt skipulagsvinnu og byggingareftirliti. 4. Umhverfis- og sorphirðumál: Sorphirða, endurvinnsla, hreinsun opinna svæða og gróðursetning. Umhverfismál hafa fengið aukið vægi með áherslu á sjálfbærni. 5. Tómstunda- og menningarmál: Rekstur sundlauga, íþróttamannvirkja, bókasafna, menningarhúsa og stuðningur við íþróttafélög og listalíf. 6. Fjármál og stjórnsýsla: Laun og rekstur stjórnsýslu, t.d. bæjarstjórnar, skrifstofu og fjármáladeilda. 7. Lán og fjármagnskostnaður: Greiðslur af lánum og vextir, m.a. vegna fjárfestinga í innviðum eins og skólabyggingum. Ofangreind verkefni sýnia að sveitarfélögin sinna mikilli og fjölbreyttri þjónustu. Stærsti tekjustofn sveitarfélaga er útsvar sem er hluti af tekjuskattskerfinu. Að auki fá sveitarfélögin tekjur af fasteignasköttum af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Hærri fasteignaskattar eru greiddir af atvinnuhúsnæði. Að auki fá sveitarfélög sk. jöfnunarframlag frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Almennt má segja að því fámennari sem sveitarfélögin eru, því meira skiptir jöfnunarframlagið máli sem hlutfall af tekjum þeirra. Sveitarfélögin mega leggja á þjónustugjöld og gildir sama um þau og jöfnunarframlagið. Almennt eru þjónustugjöldin lægri hjá fjölmennari sveitarfélögum (með yfir 5000 íbúa) en hjá þeim fámennari. Til viðbótar þessu fá sveitarfélög tekjur af eignum og rekstri, eins og arðgreiðslur af fyrirtækjum í eigu sveitarfélaga og sölu byggingarétta. Um fjármál sveitarfélaga má almennt segja að stærri sveitarfélög eins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru yfirleitt betur stödd fjárhagslega vegna stærri skattstofna og fjölbreyttari tekna. Á móti eiga mörg minni sveitarfélög oft erfiðara með að mæta auknum kröfum um þjónustu og fjárfestingar. Almennt þurfa sveitarfélögin á öllum þeim tekjum að halda sem þeim stendur til boða til að geta sinnt sínu hlutverki. Það er ekki mikið svigrúm til lækkunar á kostnaði hjá sveitarfélögum. Í ljósi þess að ákveðnar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga er því eðilegt að skoða stærð þeirra og fjölda íbúa svo þau geti sinnt sinni ábyrgð og skyldum eins vel og vænst er. Af sveitarfélögunum eru 27 með færri en 1.000 íbúa, þar af 13 með færri en 500. Fjögur sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa! Þrátt fyrir þessa staðreynd ber öllum sveitarfélögum að veita sambærilega þjónustu óháð íbúafjölda. Til dæmis þarf Svalbarðsstrandahreppur með um 500 íbúa að sinna sömu skyldum og Akureyri með 20.000 íbúa. Því er áhugavert að ef sett yrði krafa um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga væri 1.000, mætti fækka þeim um 27. Það gæti styrkt þjónustugetu þeirra og sparað verulegan kostnað. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því að fá að sinna ákveðinni þjónustu, sérstaklega nærþjónustu en áður en farið verður í að láta sveitarfélögin fá fleiri verkefni frá ríkinu, eins og t.d. heilsugæslu eða málefni aldraðra, er það mitt mat að sveitarfélögin þurfa að sýna ábyrgð og að þau séu þess verðug að takast á við frekari verkefni. Lykill að þeirri vegferð er að fækka sveitarfélögum þannig að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags verði aldrei minni en 1000 íbúar. Hingað til hafa sveitarfélögin haft stjórn á þessari þróun, en í ljósi þess að samfélög og þjónusta við íbúa verður æ flóknari á hverju ári, verða stjórnvöld að fara að krefjast þess að sveitarfélögin leysi þetta annars verður að gera þetta með lögbundnum hætti. Höfundur er heilsuhagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru 62 sveitarfélög, sem eru mjög misjöfn að stærð og íbúafjölda. Undanfarin 25 ár hafa verkefni færst frá ríki til sveitarfélaga, svo sem grunnskólamál og þjónusta við fatlaða. Samkvæmt lögum ber öllum sveitarfélögum að veita ákveðna þjónustu, en geta þeirra til þess er mismikil. Yfirleitt hafa stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundnum verkefnum en þau minni. Helstu útgjaldaliðir sveitarfélaga eru: 1. Menntamál: Leikskólar, grunnskólar og frístundastarf, eins og laun kennara og starfsfólks, húsnæði, kennslugögn og annar rekstur. 2. Félagsþjónusta: Félagsleg aðstoð, þjónusta við fatlað fólk og aldraða, heimilishjálp, félagsleg heimaþjónusta og rekstur hjúkrunarheimila. Þessi liður hefur farið vaxandi með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. 3. Skipulags- og byggingarmál: Innviðir eins og gatnagerð, snjómokstur, lýsing og viðhald gatna, ásamt skipulagsvinnu og byggingareftirliti. 4. Umhverfis- og sorphirðumál: Sorphirða, endurvinnsla, hreinsun opinna svæða og gróðursetning. Umhverfismál hafa fengið aukið vægi með áherslu á sjálfbærni. 5. Tómstunda- og menningarmál: Rekstur sundlauga, íþróttamannvirkja, bókasafna, menningarhúsa og stuðningur við íþróttafélög og listalíf. 6. Fjármál og stjórnsýsla: Laun og rekstur stjórnsýslu, t.d. bæjarstjórnar, skrifstofu og fjármáladeilda. 7. Lán og fjármagnskostnaður: Greiðslur af lánum og vextir, m.a. vegna fjárfestinga í innviðum eins og skólabyggingum. Ofangreind verkefni sýnia að sveitarfélögin sinna mikilli og fjölbreyttri þjónustu. Stærsti tekjustofn sveitarfélaga er útsvar sem er hluti af tekjuskattskerfinu. Að auki fá sveitarfélögin tekjur af fasteignasköttum af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Hærri fasteignaskattar eru greiddir af atvinnuhúsnæði. Að auki fá sveitarfélög sk. jöfnunarframlag frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Almennt má segja að því fámennari sem sveitarfélögin eru, því meira skiptir jöfnunarframlagið máli sem hlutfall af tekjum þeirra. Sveitarfélögin mega leggja á þjónustugjöld og gildir sama um þau og jöfnunarframlagið. Almennt eru þjónustugjöldin lægri hjá fjölmennari sveitarfélögum (með yfir 5000 íbúa) en hjá þeim fámennari. Til viðbótar þessu fá sveitarfélög tekjur af eignum og rekstri, eins og arðgreiðslur af fyrirtækjum í eigu sveitarfélaga og sölu byggingarétta. Um fjármál sveitarfélaga má almennt segja að stærri sveitarfélög eins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru yfirleitt betur stödd fjárhagslega vegna stærri skattstofna og fjölbreyttari tekna. Á móti eiga mörg minni sveitarfélög oft erfiðara með að mæta auknum kröfum um þjónustu og fjárfestingar. Almennt þurfa sveitarfélögin á öllum þeim tekjum að halda sem þeim stendur til boða til að geta sinnt sínu hlutverki. Það er ekki mikið svigrúm til lækkunar á kostnaði hjá sveitarfélögum. Í ljósi þess að ákveðnar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga er því eðilegt að skoða stærð þeirra og fjölda íbúa svo þau geti sinnt sinni ábyrgð og skyldum eins vel og vænst er. Af sveitarfélögunum eru 27 með færri en 1.000 íbúa, þar af 13 með færri en 500. Fjögur sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa! Þrátt fyrir þessa staðreynd ber öllum sveitarfélögum að veita sambærilega þjónustu óháð íbúafjölda. Til dæmis þarf Svalbarðsstrandahreppur með um 500 íbúa að sinna sömu skyldum og Akureyri með 20.000 íbúa. Því er áhugavert að ef sett yrði krafa um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga væri 1.000, mætti fækka þeim um 27. Það gæti styrkt þjónustugetu þeirra og sparað verulegan kostnað. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því að fá að sinna ákveðinni þjónustu, sérstaklega nærþjónustu en áður en farið verður í að láta sveitarfélögin fá fleiri verkefni frá ríkinu, eins og t.d. heilsugæslu eða málefni aldraðra, er það mitt mat að sveitarfélögin þurfa að sýna ábyrgð og að þau séu þess verðug að takast á við frekari verkefni. Lykill að þeirri vegferð er að fækka sveitarfélögum þannig að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags verði aldrei minni en 1000 íbúar. Hingað til hafa sveitarfélögin haft stjórn á þessari þróun, en í ljósi þess að samfélög og þjónusta við íbúa verður æ flóknari á hverju ári, verða stjórnvöld að fara að krefjast þess að sveitarfélögin leysi þetta annars verður að gera þetta með lögbundnum hætti. Höfundur er heilsuhagfræðingur
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun