Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar 23. júlí 2025 14:30 Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af 16 stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. Í bréfi KSÍ dagsettu 27. febrúar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samráðsskort Reykjavíkurborgar við KSÍ í undirbúningi verkefnisins, enda ljóst af hálfu KSÍ að fyrirhuguð framkvæmd myndi hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál á Laugardalsvelli. Athugasemdir KSÍ snúa m.a. að þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna (innakstur/útakstur). Það er óásættanlegt og óskiljanlegt að borgaryfirvöld líti svo á að ein leið dugi fyrir akandi vallargesti og aðra sem sækja þjónustu á svæðið við Laugardalsvöll, svo ekki sé minnst á að þarna væri um einungis eina leið fyrir viðbragðsaðila til að komast til og frá leikvanginum ef slys verða eða ef hættuástand skapast. Í greiningu sem KSÍ fékk verkfræðistofu til að vinna kemur m.a. fram að "Tvennar tengingar frá bílastæðum yfir á Reykjaveg eru ófrávíkjanlegur öryggisþáttur vegna notkunar Laugardalsvallar fyrir fjölmenna viðburði og augljós hagur fyrir alla starfsemi á svæðinu”. Í bréfi dagsettu 24. júní er fyrri athugasemdum fylgt eftir og aftur gerir KSÍ verulegar athugasemdir við tildrög verkefnisins og skort á samráði Reykjavíkurborgar við undirbúning þess. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda að ráðast í veigamikla uppbyggingu innviða í þágu íþróttahreyfingarinnar sem fela m.a. í sér byggingu nýrrar þjóðarhallar og þjóðarleikvangs á skilgreindu íþróttasvæði í Laugardal. KSÍ telur það skjóta skökku við að skömmu síðar standi til að breyta aðalskipulagi á þann hátt að skilgreint „íþróttasvæði“ verði minnkað sem nemur um 1 hektara lands. Einnig kemur fram að upprunalegt deiliskipulag svæðisins gerði ráð fyrir mögulegri uppbyggingu tímabundins leikskólaúrræðis á umræddu svæði, en nú er stefnt að breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsbreytingu, sem gefur til kynna að verið sé að skipuleggja umrætt svæði til framtíðar, þó fram komi í gögnum borgarinnar að um tímabundna framkvæmd sé að ræða - til allt að 15 ára (!). KSÍ er vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum. KSÍ hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum við það að leysa ýmis konar vanda í þessum efnum – m.a. tekið til sín heilu árgangana í aðstöðu KSÍ. Kennsla hefur farið fram í húsnæði KSÍ allt frá árinu 2019 vegna vandamála í Fossvogsskóla, Laugarnesskóla og einnig vegna eldhræringa í Grindavík. Í tilefni uppbyggingar sem er fyrirhuguð á þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli hefur KSÍ bent á að það væri hægt að haga uppbyggingu Laugardalsvallar með þeim hætti að mannvirkið nýtist undir kennslu og aðra starfsemi skóla í hverfinu á meðan framkvæmdir fara fram á skólahúsnæðum. Tillögur KSÍ hafa ekki hlotið hljómgrunn til þessa en sambandið telur að sátt myndi ríkja um slíka uppbyggingu, enda kæmi hún til með að nýtast til framtíðar og fela í sér minna rask á núverandi skipulagi svæðisins og nærumhverfi. KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Líkt og að framan greinir virðist umsagnar- og hagaðilum ekki hafa verið tilkynnt með nægjanlegum hætti um tillögur að breyttri landnotkun á sínum tíma og þurfti KSÍ að hafa frumkvæði að því að spyrja spurninga þegar vinnuvélar mættu í Laugardalinn og hófu framkvæmdir skömmu fyrir landsleik kvennalandsliðsins gegn Frakklandi sem fór fram 3. júní sl. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því á hvaða grundvelli framkvæmdir eru hafnar en til þessa hefur verið vísað til þess að núgildandi deiliskipulag veiti heimild fyrir þeirri vinnu sem er hafin. Þessar skýringar telur KSÍ verulega vafasamar, enda er ljóst að ekki er lengur stefnt að því að byggja leikskólaúrræði á svæðinu líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þá er ótækt að engin svör fáist frá byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi fyrir framkvæmdum eða stöðu mála. Hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Höfundur er formaður KSÍ og skrifar fyrir hönd stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Reykjavík Skipulag Skóla- og menntamál Laugardalsvöllur Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af 16 stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. Í bréfi KSÍ dagsettu 27. febrúar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samráðsskort Reykjavíkurborgar við KSÍ í undirbúningi verkefnisins, enda ljóst af hálfu KSÍ að fyrirhuguð framkvæmd myndi hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál á Laugardalsvelli. Athugasemdir KSÍ snúa m.a. að þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna (innakstur/útakstur). Það er óásættanlegt og óskiljanlegt að borgaryfirvöld líti svo á að ein leið dugi fyrir akandi vallargesti og aðra sem sækja þjónustu á svæðið við Laugardalsvöll, svo ekki sé minnst á að þarna væri um einungis eina leið fyrir viðbragðsaðila til að komast til og frá leikvanginum ef slys verða eða ef hættuástand skapast. Í greiningu sem KSÍ fékk verkfræðistofu til að vinna kemur m.a. fram að "Tvennar tengingar frá bílastæðum yfir á Reykjaveg eru ófrávíkjanlegur öryggisþáttur vegna notkunar Laugardalsvallar fyrir fjölmenna viðburði og augljós hagur fyrir alla starfsemi á svæðinu”. Í bréfi dagsettu 24. júní er fyrri athugasemdum fylgt eftir og aftur gerir KSÍ verulegar athugasemdir við tildrög verkefnisins og skort á samráði Reykjavíkurborgar við undirbúning þess. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda að ráðast í veigamikla uppbyggingu innviða í þágu íþróttahreyfingarinnar sem fela m.a. í sér byggingu nýrrar þjóðarhallar og þjóðarleikvangs á skilgreindu íþróttasvæði í Laugardal. KSÍ telur það skjóta skökku við að skömmu síðar standi til að breyta aðalskipulagi á þann hátt að skilgreint „íþróttasvæði“ verði minnkað sem nemur um 1 hektara lands. Einnig kemur fram að upprunalegt deiliskipulag svæðisins gerði ráð fyrir mögulegri uppbyggingu tímabundins leikskólaúrræðis á umræddu svæði, en nú er stefnt að breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsbreytingu, sem gefur til kynna að verið sé að skipuleggja umrætt svæði til framtíðar, þó fram komi í gögnum borgarinnar að um tímabundna framkvæmd sé að ræða - til allt að 15 ára (!). KSÍ er vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum. KSÍ hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum við það að leysa ýmis konar vanda í þessum efnum – m.a. tekið til sín heilu árgangana í aðstöðu KSÍ. Kennsla hefur farið fram í húsnæði KSÍ allt frá árinu 2019 vegna vandamála í Fossvogsskóla, Laugarnesskóla og einnig vegna eldhræringa í Grindavík. Í tilefni uppbyggingar sem er fyrirhuguð á þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli hefur KSÍ bent á að það væri hægt að haga uppbyggingu Laugardalsvallar með þeim hætti að mannvirkið nýtist undir kennslu og aðra starfsemi skóla í hverfinu á meðan framkvæmdir fara fram á skólahúsnæðum. Tillögur KSÍ hafa ekki hlotið hljómgrunn til þessa en sambandið telur að sátt myndi ríkja um slíka uppbyggingu, enda kæmi hún til með að nýtast til framtíðar og fela í sér minna rask á núverandi skipulagi svæðisins og nærumhverfi. KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Líkt og að framan greinir virðist umsagnar- og hagaðilum ekki hafa verið tilkynnt með nægjanlegum hætti um tillögur að breyttri landnotkun á sínum tíma og þurfti KSÍ að hafa frumkvæði að því að spyrja spurninga þegar vinnuvélar mættu í Laugardalinn og hófu framkvæmdir skömmu fyrir landsleik kvennalandsliðsins gegn Frakklandi sem fór fram 3. júní sl. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því á hvaða grundvelli framkvæmdir eru hafnar en til þessa hefur verið vísað til þess að núgildandi deiliskipulag veiti heimild fyrir þeirri vinnu sem er hafin. Þessar skýringar telur KSÍ verulega vafasamar, enda er ljóst að ekki er lengur stefnt að því að byggja leikskólaúrræði á svæðinu líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þá er ótækt að engin svör fáist frá byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi fyrir framkvæmdum eða stöðu mála. Hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Höfundur er formaður KSÍ og skrifar fyrir hönd stjórnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun