Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2025 20:06 Erlendur (t.v.) og Ragnar, sem mættu skælbrosandi með göngugrindurnar sínar í upphaf leiksins í gærkvöldi í Vogum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. Þróttur í Vogum spilar í 2. deild í knattspyrnu og er almennur áhugi fyrir fótbolta mikill á meðal heimamanna. Það var sérstök spenna í gærkvöldi hjá eldri borgurum því þeir fengu hlutverk, sem þeir hafa ekki fengið áður á knattspyrnuvellinum í leik Þróttar og Víðis í Garðinum. „Þessu skaut upp í höfðinu á mér í kaffinu einn laugardaginn hér í íþróttahúsinu þar sem ýmsar umræður voru í gangi og þá kom þetta fram,“ segir Þórólfur Benediktsson, eldri borgari í Vogum og hugmyndasmiður uppátækisins. Og hér eru einhverjir með göngugrindurnar sínar og ekkert mál með það eða hvað? „Þetta eru hetjur, bara hetjur allt saman,“ segir Þórólfur kátur í bragði. Elstu „krakkar“ sveitarfélagsins Formaður knattspyrnudeildar Þróttar var að sjálfsögðu montinn og stoltur af frammistöðu eldri borgaranna. „Já, við fengu elstu „krakka „sveitarfélagsins til okkar og báðum þau að leiða inn á, sem sagt eldri borgarana. Þau kannski fara ekki jafn hratt yfir eins og krakkarnir en þau eru ung í anda,“ segir Hilmar Ólafsson, formaður. Hilmar Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Umf.Þróttar var mjög stoltur og ánægður með framtak eldri borgara fyrir leikinn í gær á móti Víði í Garði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og var fólkið alveg til í þetta einn, tveir og þrír? „Maður sér það bara inni í íþróttahúsi, þau eru búin að smella sér í búningana og af stað. Þau eru spenntari heldur en allir aðrir,“ bætir Hilmar við hlæjandi. Erlendur Guðmundsson og Ragnar Ásgeirsson ganga báðir með göngugrindur og fannst ekkert mál að mæta með grindurnar á völlinn. „Ég myndi segja að þetta væri heimsviðburður, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður. Það var ekkert mál að mæta með grindina, ég bauðst til að spila með þeim því ég gæti alveg hlaupið nokkuð hratt með hana,“ segir Ragnar skellihlæjandi. Erlendur Guðmundsson, eða Elli eins og hann er alltaf kallaður er hér að klæða sig með aðstoð góðrar konu í Umf.Þróttar peysuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum má geta þess að Þróttur vann leikinn í gærkvöldi 2 – 1. Ellefu eldri borgarar, sem búsettur eru í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum, sem fengu það hlutverk að leiða leikmenn Þróttar inn á völlinn í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda og leikmanna. Á myndinni eru frá vinstri; Erlendur M. Guðmundsson, Jónas Kristmundsson, Guðný Zidane, Ragnar Ásgeirsson, Sonja Knútsdóttir, Júlía H. Gunnarsdóttir, Sveindís Pétursdóttir, Edda Lára Guðgeirsdóttir, Helgi R. Guðmundsson, Þórður Benediktsson og Lýður Vigfússon.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Eldri borgarar Fótbolti Þróttur Vogum Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Þróttur í Vogum spilar í 2. deild í knattspyrnu og er almennur áhugi fyrir fótbolta mikill á meðal heimamanna. Það var sérstök spenna í gærkvöldi hjá eldri borgurum því þeir fengu hlutverk, sem þeir hafa ekki fengið áður á knattspyrnuvellinum í leik Þróttar og Víðis í Garðinum. „Þessu skaut upp í höfðinu á mér í kaffinu einn laugardaginn hér í íþróttahúsinu þar sem ýmsar umræður voru í gangi og þá kom þetta fram,“ segir Þórólfur Benediktsson, eldri borgari í Vogum og hugmyndasmiður uppátækisins. Og hér eru einhverjir með göngugrindurnar sínar og ekkert mál með það eða hvað? „Þetta eru hetjur, bara hetjur allt saman,“ segir Þórólfur kátur í bragði. Elstu „krakkar“ sveitarfélagsins Formaður knattspyrnudeildar Þróttar var að sjálfsögðu montinn og stoltur af frammistöðu eldri borgaranna. „Já, við fengu elstu „krakka „sveitarfélagsins til okkar og báðum þau að leiða inn á, sem sagt eldri borgarana. Þau kannski fara ekki jafn hratt yfir eins og krakkarnir en þau eru ung í anda,“ segir Hilmar Ólafsson, formaður. Hilmar Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Umf.Þróttar var mjög stoltur og ánægður með framtak eldri borgara fyrir leikinn í gær á móti Víði í Garði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og var fólkið alveg til í þetta einn, tveir og þrír? „Maður sér það bara inni í íþróttahúsi, þau eru búin að smella sér í búningana og af stað. Þau eru spenntari heldur en allir aðrir,“ bætir Hilmar við hlæjandi. Erlendur Guðmundsson og Ragnar Ásgeirsson ganga báðir með göngugrindur og fannst ekkert mál að mæta með grindurnar á völlinn. „Ég myndi segja að þetta væri heimsviðburður, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður. Það var ekkert mál að mæta með grindina, ég bauðst til að spila með þeim því ég gæti alveg hlaupið nokkuð hratt með hana,“ segir Ragnar skellihlæjandi. Erlendur Guðmundsson, eða Elli eins og hann er alltaf kallaður er hér að klæða sig með aðstoð góðrar konu í Umf.Þróttar peysuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum má geta þess að Þróttur vann leikinn í gærkvöldi 2 – 1. Ellefu eldri borgarar, sem búsettur eru í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum, sem fengu það hlutverk að leiða leikmenn Þróttar inn á völlinn í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda og leikmanna. Á myndinni eru frá vinstri; Erlendur M. Guðmundsson, Jónas Kristmundsson, Guðný Zidane, Ragnar Ásgeirsson, Sonja Knútsdóttir, Júlía H. Gunnarsdóttir, Sveindís Pétursdóttir, Edda Lára Guðgeirsdóttir, Helgi R. Guðmundsson, Þórður Benediktsson og Lýður Vigfússon.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Eldri borgarar Fótbolti Þróttur Vogum Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira