Viðskipti innlent

Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstrar­aðila

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Undirbúningir að nýju útboði á veitingarekstri á Keflavíkurflugvelli hefst í haust. 
Undirbúningir að nýju útboði á veitingarekstri á Keflavíkurflugvelli hefst í haust.  Vísir/Vilhelm

Lagardère Travel Retail, sem rekur mathöllina Aðalstræti, Bakað kaffihúsin, Loksins Café & Bar, KEF Diner og Sbarro, mun hætta starfsemi sinni á flugvellinum í lok sumars, fyrr en áætlað var. Nýir aðilar munu taka tímabundið við rekstri meðan á undirbúningi nýrra útboða stendur.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Isavia. Þar segir að tímabundnir samningar hafi þegar verið gerðir við nýja rekstraraðila, sem hafi reynslu af rekstri á flugvellinum. Þeir muni taka við rekstri staðanna eða rýmanna sem þeir eru í.

„Við væntum þess að nýir rekstraraðilar muni horfa til núverandi starfsfólks veitingastaðanna þegar kemur að ráðningum, enda býr það yfir reynslu, þjálfun og hefur öll tilskilin leyfi til að starfa á flugvellinum,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia. 

Gert er ráð fyrir því að nýju rekstraraðilarnir taki við veitingastöðunum á næstu mánuðum, en undirbúningur að nýju útboði á veitingarekstri á flugvellinum hefst í haust.

„Við bindum vonir við að þessar breytingar muni hafa lítil áhrif á gesti flugvallarins. Tímabundnir samningar hafa þegar verið gerðir við nýja rekstraraðila fyrir veitingastaðina sem um ræðir og við væntum þess að yfirfærslan muni ganga hratt og vel fyrir sig,“ er jafnframt haft eftir Guðmundi Daða. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×