Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júlí 2025 11:19 Donald Trump og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynntu um samkomulagið í Skotlandi í gær. Enn á eftir að útfæra einhver atriði. Getty/Andrew Harnik Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, segir tollasamkomulagið milli ESB og Bandaríkjanna sem tilkynnt var um í gær, besta kostinn í erfiðum aðstæðum. Šefčovič ræddi við fjölmiðla fyrir stundu en samkomulagið, sem felur í sér fimmtán prósent almennan toll á vörur frá Evrópu, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Flestir virðast á því að um sé að ræða nokkurn sigur fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta og ásættanlega lendingu fyrir ESB, að minnsta kosti í bili. President Donald J. Trump meets with the President of the European Commission, Ursula @vonderLeyen, in Scotland to discuss trade."We've had a very good relationship over the years, but it's been a very one-sided transaction... & I think both sides want to see a bit fairness." pic.twitter.com/XFxojMJ7EP— The White House (@WhiteHouse) July 27, 2025 Þegar viðræður hófust höfðu stjórnvöld vestanhafs hótað Evrópusambandsríkjunum með 30 prósent flötum tolli á allan innflutning. Šefčovič sagði viðræðurnar hafa opnað „nýjan kafla“ í samskiptum aðila, sem væru nú meðvitaðri um viðhorf og afstöðu hvors annars. Samkomulagið felur meðal annars í sér að tollar á bifreiðar verða lækkaðir úr 27,5 prósentum í fimmtán prósent. Šefčovič lagði áherslu á það á blaðamannafundinum að menn yrðu að horfa á það jákvæða; það sem Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir og það sem hefði getað orðið. Vísaði hann þar til hótana Bandaríkjamanna um mun hærri tolla. „Sumum kann að þykja viðskiptastríð aðlaðandi en afleiðingar þess yrðu alvarlegar. Með 30 prósent tollum myndu viðskipti yfir Atlantshafði í raun og veru stöðvast og nærri fimm milljón starfa vera sett í alvarlega hættu, meðal annars störf í litlum og miðstórum fyrirtækjum í Evrópu,“ sagði Šefčovič. Það hefði þótt fýsilegast í stöðunni að forðast „stigmögnun“ og vinna að hraðvirkandi lausn. The EU-US trade outcome gives planning security for the European economy. The 🇪🇺 Commission avoided serious harm. Nevertheless, this is only damage control. We must keep pursuing new trade deals and creating a true European Single Market. The EU remains strong.— Manfred Weber (@ManfredWeber) July 27, 2025 Šefčovič lagði einnig áherslu á orkumál og benti á að Evrópuríkin hygðust hætta að nota olíu frá Rússlandi fyrir árið 2027. Þá ítrekaði hann mikilvægi samstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í tæknimálum, til að mynda á sviði gervigreindar. Fyrstu viðbrögð ráða- og embættismanna í Evrópu virðast á þá leið að um hafi verið að ræða bestu lendinguna í bili en fáir hafa beinlínis lýst ánægju með niðurstöðuna. Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins á Evrópuþinginu, endurómaði álit margra þegar hann sagði samkomulagið „skaðaminnkunarúrræði“ í viðtali við Bild og ekkert til að fagna sérstaklega. Evrópusambandið Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Šefčovič ræddi við fjölmiðla fyrir stundu en samkomulagið, sem felur í sér fimmtán prósent almennan toll á vörur frá Evrópu, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Flestir virðast á því að um sé að ræða nokkurn sigur fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta og ásættanlega lendingu fyrir ESB, að minnsta kosti í bili. President Donald J. Trump meets with the President of the European Commission, Ursula @vonderLeyen, in Scotland to discuss trade."We've had a very good relationship over the years, but it's been a very one-sided transaction... & I think both sides want to see a bit fairness." pic.twitter.com/XFxojMJ7EP— The White House (@WhiteHouse) July 27, 2025 Þegar viðræður hófust höfðu stjórnvöld vestanhafs hótað Evrópusambandsríkjunum með 30 prósent flötum tolli á allan innflutning. Šefčovič sagði viðræðurnar hafa opnað „nýjan kafla“ í samskiptum aðila, sem væru nú meðvitaðri um viðhorf og afstöðu hvors annars. Samkomulagið felur meðal annars í sér að tollar á bifreiðar verða lækkaðir úr 27,5 prósentum í fimmtán prósent. Šefčovič lagði áherslu á það á blaðamannafundinum að menn yrðu að horfa á það jákvæða; það sem Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir og það sem hefði getað orðið. Vísaði hann þar til hótana Bandaríkjamanna um mun hærri tolla. „Sumum kann að þykja viðskiptastríð aðlaðandi en afleiðingar þess yrðu alvarlegar. Með 30 prósent tollum myndu viðskipti yfir Atlantshafði í raun og veru stöðvast og nærri fimm milljón starfa vera sett í alvarlega hættu, meðal annars störf í litlum og miðstórum fyrirtækjum í Evrópu,“ sagði Šefčovič. Það hefði þótt fýsilegast í stöðunni að forðast „stigmögnun“ og vinna að hraðvirkandi lausn. The EU-US trade outcome gives planning security for the European economy. The 🇪🇺 Commission avoided serious harm. Nevertheless, this is only damage control. We must keep pursuing new trade deals and creating a true European Single Market. The EU remains strong.— Manfred Weber (@ManfredWeber) July 27, 2025 Šefčovič lagði einnig áherslu á orkumál og benti á að Evrópuríkin hygðust hætta að nota olíu frá Rússlandi fyrir árið 2027. Þá ítrekaði hann mikilvægi samstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í tæknimálum, til að mynda á sviði gervigreindar. Fyrstu viðbrögð ráða- og embættismanna í Evrópu virðast á þá leið að um hafi verið að ræða bestu lendinguna í bili en fáir hafa beinlínis lýst ánægju með niðurstöðuna. Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins á Evrópuþinginu, endurómaði álit margra þegar hann sagði samkomulagið „skaðaminnkunarúrræði“ í viðtali við Bild og ekkert til að fagna sérstaklega.
Evrópusambandið Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira