Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júlí 2025 11:19 Donald Trump og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynntu um samkomulagið í Skotlandi í gær. Enn á eftir að útfæra einhver atriði. Getty/Andrew Harnik Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, segir tollasamkomulagið milli ESB og Bandaríkjanna sem tilkynnt var um í gær, besta kostinn í erfiðum aðstæðum. Šefčovič ræddi við fjölmiðla fyrir stundu en samkomulagið, sem felur í sér fimmtán prósent almennan toll á vörur frá Evrópu, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Flestir virðast á því að um sé að ræða nokkurn sigur fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta og ásættanlega lendingu fyrir ESB, að minnsta kosti í bili. President Donald J. Trump meets with the President of the European Commission, Ursula @vonderLeyen, in Scotland to discuss trade."We've had a very good relationship over the years, but it's been a very one-sided transaction... & I think both sides want to see a bit fairness." pic.twitter.com/XFxojMJ7EP— The White House (@WhiteHouse) July 27, 2025 Þegar viðræður hófust höfðu stjórnvöld vestanhafs hótað Evrópusambandsríkjunum með 30 prósent flötum tolli á allan innflutning. Šefčovič sagði viðræðurnar hafa opnað „nýjan kafla“ í samskiptum aðila, sem væru nú meðvitaðri um viðhorf og afstöðu hvors annars. Samkomulagið felur meðal annars í sér að tollar á bifreiðar verða lækkaðir úr 27,5 prósentum í fimmtán prósent. Šefčovič lagði áherslu á það á blaðamannafundinum að menn yrðu að horfa á það jákvæða; það sem Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir og það sem hefði getað orðið. Vísaði hann þar til hótana Bandaríkjamanna um mun hærri tolla. „Sumum kann að þykja viðskiptastríð aðlaðandi en afleiðingar þess yrðu alvarlegar. Með 30 prósent tollum myndu viðskipti yfir Atlantshafði í raun og veru stöðvast og nærri fimm milljón starfa vera sett í alvarlega hættu, meðal annars störf í litlum og miðstórum fyrirtækjum í Evrópu,“ sagði Šefčovič. Það hefði þótt fýsilegast í stöðunni að forðast „stigmögnun“ og vinna að hraðvirkandi lausn. The EU-US trade outcome gives planning security for the European economy. The 🇪🇺 Commission avoided serious harm. Nevertheless, this is only damage control. We must keep pursuing new trade deals and creating a true European Single Market. The EU remains strong.— Manfred Weber (@ManfredWeber) July 27, 2025 Šefčovič lagði einnig áherslu á orkumál og benti á að Evrópuríkin hygðust hætta að nota olíu frá Rússlandi fyrir árið 2027. Þá ítrekaði hann mikilvægi samstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í tæknimálum, til að mynda á sviði gervigreindar. Fyrstu viðbrögð ráða- og embættismanna í Evrópu virðast á þá leið að um hafi verið að ræða bestu lendinguna í bili en fáir hafa beinlínis lýst ánægju með niðurstöðuna. Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins á Evrópuþinginu, endurómaði álit margra þegar hann sagði samkomulagið „skaðaminnkunarúrræði“ í viðtali við Bild og ekkert til að fagna sérstaklega. Evrópusambandið Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Šefčovič ræddi við fjölmiðla fyrir stundu en samkomulagið, sem felur í sér fimmtán prósent almennan toll á vörur frá Evrópu, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Flestir virðast á því að um sé að ræða nokkurn sigur fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta og ásættanlega lendingu fyrir ESB, að minnsta kosti í bili. President Donald J. Trump meets with the President of the European Commission, Ursula @vonderLeyen, in Scotland to discuss trade."We've had a very good relationship over the years, but it's been a very one-sided transaction... & I think both sides want to see a bit fairness." pic.twitter.com/XFxojMJ7EP— The White House (@WhiteHouse) July 27, 2025 Þegar viðræður hófust höfðu stjórnvöld vestanhafs hótað Evrópusambandsríkjunum með 30 prósent flötum tolli á allan innflutning. Šefčovič sagði viðræðurnar hafa opnað „nýjan kafla“ í samskiptum aðila, sem væru nú meðvitaðri um viðhorf og afstöðu hvors annars. Samkomulagið felur meðal annars í sér að tollar á bifreiðar verða lækkaðir úr 27,5 prósentum í fimmtán prósent. Šefčovič lagði áherslu á það á blaðamannafundinum að menn yrðu að horfa á það jákvæða; það sem Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir og það sem hefði getað orðið. Vísaði hann þar til hótana Bandaríkjamanna um mun hærri tolla. „Sumum kann að þykja viðskiptastríð aðlaðandi en afleiðingar þess yrðu alvarlegar. Með 30 prósent tollum myndu viðskipti yfir Atlantshafði í raun og veru stöðvast og nærri fimm milljón starfa vera sett í alvarlega hættu, meðal annars störf í litlum og miðstórum fyrirtækjum í Evrópu,“ sagði Šefčovič. Það hefði þótt fýsilegast í stöðunni að forðast „stigmögnun“ og vinna að hraðvirkandi lausn. The EU-US trade outcome gives planning security for the European economy. The 🇪🇺 Commission avoided serious harm. Nevertheless, this is only damage control. We must keep pursuing new trade deals and creating a true European Single Market. The EU remains strong.— Manfred Weber (@ManfredWeber) July 27, 2025 Šefčovič lagði einnig áherslu á orkumál og benti á að Evrópuríkin hygðust hætta að nota olíu frá Rússlandi fyrir árið 2027. Þá ítrekaði hann mikilvægi samstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í tæknimálum, til að mynda á sviði gervigreindar. Fyrstu viðbrögð ráða- og embættismanna í Evrópu virðast á þá leið að um hafi verið að ræða bestu lendinguna í bili en fáir hafa beinlínis lýst ánægju með niðurstöðuna. Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins á Evrópuþinginu, endurómaði álit margra þegar hann sagði samkomulagið „skaðaminnkunarúrræði“ í viðtali við Bild og ekkert til að fagna sérstaklega.
Evrópusambandið Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira