Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2025 13:11 Hægt er að kæra húsbrot með því að mæta á lögreglustöð. Vísir/Vilhelm Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hægt að gera í málum tveggja manna, sem hafa ítrekað verið teknir fyrir húsbrot, nema hlutaðeigandi eigendur kæri þá. Fólk haldi oft að ekki þurfi að aðhafast frekar en að hringja á lögreglu og kæri því ekki. Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir verkefni næturinnar sagði frá tveimur tveimur mönnum sem lögregla þufti að vísa út úr sameign fjölbýlishúss í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. „Ekki teljandi lengur þessi skipti þar sem þessum er vísað út,“ sagði í dagbókinni. Veltur á því að húseigendur kæri Svo virðist sem þessir tilteknu menn mikli það ekki fyrir sér að fremja húsbrot en að sögn Unnars Más Ástþórssonar, aðalvarðstjóra lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, er um ógæfumenn að ræða, sem eru í leit að húsaskjóli. „Það er hægt að gera smá í þessu en það veltur á því að húseigendur, þá væntanlega húsfélag, fyrst þetta er stigagangur, telji sig geta kært viðkomandi fyrir húsbrot. Þá er ég ekki að tala um innbrot, það er öðruvísi, heldur húsbrot. Það eru oft sömu einstaklingar sem eru að stunda þetta. Við reynum að skerast í leikinn og koma málum í viðeigandi farveg. Ef þetta eru óreglumenn þá fara þeir í úrræði á vegum borgarinnar, eða þá fara í gistingu hjá okkur, þangað til að það er hægt að tala við þá.“ Fólk kæri yfirleitt ekki Unnar Már segir að húseigendur kæri yfirleitt ekki húsbrot af þessu tagi og því séu afleiðingar af þeim takmarkaðar. Þó séu til dæmi um að það hafi verið gert. „Stundum er það þannig að einstaklingar halda að þegar lögreglan er komin í málið, þá gerist hlutirnir sjálfkrafa. Það er ekki svo í þessu tilfelli enda þarf að kæra húsbrot. Það kostar náttúrulega smá vinnu fyrir viðkomandi húseiganda eða húsfélag, og hann er kannski ekki tilbúinn í að leggja í þá vinnu.“ Lögreglumál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir verkefni næturinnar sagði frá tveimur tveimur mönnum sem lögregla þufti að vísa út úr sameign fjölbýlishúss í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. „Ekki teljandi lengur þessi skipti þar sem þessum er vísað út,“ sagði í dagbókinni. Veltur á því að húseigendur kæri Svo virðist sem þessir tilteknu menn mikli það ekki fyrir sér að fremja húsbrot en að sögn Unnars Más Ástþórssonar, aðalvarðstjóra lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, er um ógæfumenn að ræða, sem eru í leit að húsaskjóli. „Það er hægt að gera smá í þessu en það veltur á því að húseigendur, þá væntanlega húsfélag, fyrst þetta er stigagangur, telji sig geta kært viðkomandi fyrir húsbrot. Þá er ég ekki að tala um innbrot, það er öðruvísi, heldur húsbrot. Það eru oft sömu einstaklingar sem eru að stunda þetta. Við reynum að skerast í leikinn og koma málum í viðeigandi farveg. Ef þetta eru óreglumenn þá fara þeir í úrræði á vegum borgarinnar, eða þá fara í gistingu hjá okkur, þangað til að það er hægt að tala við þá.“ Fólk kæri yfirleitt ekki Unnar Már segir að húseigendur kæri yfirleitt ekki húsbrot af þessu tagi og því séu afleiðingar af þeim takmarkaðar. Þó séu til dæmi um að það hafi verið gert. „Stundum er það þannig að einstaklingar halda að þegar lögreglan er komin í málið, þá gerist hlutirnir sjálfkrafa. Það er ekki svo í þessu tilfelli enda þarf að kæra húsbrot. Það kostar náttúrulega smá vinnu fyrir viðkomandi húseiganda eða húsfélag, og hann er kannski ekki tilbúinn í að leggja í þá vinnu.“
Lögreglumál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira