Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar 29. júlí 2025 22:01 „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu. Auðvitað má búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða. Eigandi tjaldsvæðisins sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna. Það var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði. Eigandinn hyggst ekki ætla að leigja svæðið aftur vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi. Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel? Ég get sagt sjálfur frá því þegar ég fór í þessa útilegu, tvisvar sinnum, þá gekk allt mjög vel. Það var gæsla á svæðinu, svæðið var vel afmarkað og við fengum skýr fyrirmæli um það sem ekki mátti gera. Það er auðvitað smá hávaði sem fylgir svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum. Það var ekkert vesen og engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu. Verzlingum var treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári. En nú þurfa nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman. Nýlega birtist frétt þess efnis að börn mættu ekki leika sér í boltaleik eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og þetta er staðan víðar, væntanlega vegna hávaða sem þessum leikjum kann að fylgja. Það liggur í hlutarins eðli að þegar börn og ungmenni eru að leika sér úti eru læti. Þegar ég var yngri skemmtum við okkur krakkarnir konunglega upp á sparkvelli, körfuboltavelli eða á skólalóðinni, og það var stundum eftir klukkan 22. Ég man ekki eftir að hafa séð nein skilti sem bönnuðu okkur að hittast eftir ákveðinn tíma. Það fylgdu okkur auðvitað einhver læti og hávaði, en það er einmitt með því að hittast og leika sér saman sem tengslin myndast, sem vináttan fær að blómstra á réttum forsendum. Af hverju þurfum við alltaf að vera setja ungmennum óþarfa skorður? Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir? Það hefur tíðkast í umræðunni að segja að ungmenni séu ekki á góðum stað, að þau séu of mikið í símanum og þau séu ekki nógu dugleg að vera með jafnöldrum sínum utan skóla. Svo loks þegar þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur. Það er kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu. Í stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru, hrósum þeim fyrir það sem er vel gert. Ég tel það mjög gott að 400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið. Höfundur er fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu. Auðvitað má búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða. Eigandi tjaldsvæðisins sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna. Það var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði. Eigandinn hyggst ekki ætla að leigja svæðið aftur vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi. Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel? Ég get sagt sjálfur frá því þegar ég fór í þessa útilegu, tvisvar sinnum, þá gekk allt mjög vel. Það var gæsla á svæðinu, svæðið var vel afmarkað og við fengum skýr fyrirmæli um það sem ekki mátti gera. Það er auðvitað smá hávaði sem fylgir svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum. Það var ekkert vesen og engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu. Verzlingum var treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári. En nú þurfa nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman. Nýlega birtist frétt þess efnis að börn mættu ekki leika sér í boltaleik eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og þetta er staðan víðar, væntanlega vegna hávaða sem þessum leikjum kann að fylgja. Það liggur í hlutarins eðli að þegar börn og ungmenni eru að leika sér úti eru læti. Þegar ég var yngri skemmtum við okkur krakkarnir konunglega upp á sparkvelli, körfuboltavelli eða á skólalóðinni, og það var stundum eftir klukkan 22. Ég man ekki eftir að hafa séð nein skilti sem bönnuðu okkur að hittast eftir ákveðinn tíma. Það fylgdu okkur auðvitað einhver læti og hávaði, en það er einmitt með því að hittast og leika sér saman sem tengslin myndast, sem vináttan fær að blómstra á réttum forsendum. Af hverju þurfum við alltaf að vera setja ungmennum óþarfa skorður? Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir? Það hefur tíðkast í umræðunni að segja að ungmenni séu ekki á góðum stað, að þau séu of mikið í símanum og þau séu ekki nógu dugleg að vera með jafnöldrum sínum utan skóla. Svo loks þegar þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur. Það er kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu. Í stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru, hrósum þeim fyrir það sem er vel gert. Ég tel það mjög gott að 400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið. Höfundur er fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun