„Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2025 21:59 Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt er ánægð með útlitið á nýjum Landspítala en öðru máli gegnir um staðsetninguna. Vísir Arkitekt blæs á gagnrýni á útlit Nýs-Landspítala sem nú er óðum að taka á sig mynd eftir áralangan undirbúning. Aðra sögu er hinsvegar að segja af staðsetningu spítalans við Hringbraut í Reykjavík, sem er út úr korti að mati arkitektsins. Eftir margra áratuga undirbúning er nýr Landspítali nú loksins farinn að taka á sig mynd. Háar og kassalegar byggingar gnæfa yfir miðbænum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Þannig segist fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson kunna vel við margt í nútímaarkitektúr, í færslu á Facebook þar sem hann birtir mynd af nýjum Landspítala, þetta sé ekki fallegt. Færslan hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir hafa sterkar skoðanir á útliti hins nýja spítala. sumir líkja honum við hús úr legókubbum og aðrir við byggingu úr tölvuleiknum Minecraft. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fyrrverandi deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands segir að hún sé ósammála gagnrýnendum. „Mér finnst þetta ekki ljótt og fyrir mér er það sem meikar sense fallegt og að einhverju leyti meikar þessi bygging sense.“ Hefur miklar áhyggjur af staðsetningunni Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilji byggja í gömlum stíl. Byggingartækni hafi hinsvegar breyst mikið. „En það sem mér finnst þessi bygging geta svo vel er að hún er lagskipt og á efstu hæðinni er sól og virðist eiginlega bara vera gler út af litnum sem er á henni. Síðan kemur smá millilag þetta svarta sem klýfur massann og fyrir neðan sjáum við dekkri massann sem talar þá meira við umhverfið hér sem er svolítið svona lóðréttur og myndar þar með svona burð undir hinni og fyrir mér, mér finnst þetta ansi vel lukkuð bygging í þessu samhengi.“ Byggingarnar séu vel ígrundaðar og vel hannaðar. „Hinsvegar hef ég svolitlar áhyggjur af því að það að byggja inni í svona þröngu umhverfi sem á að byggjast allt í kring, sko við verðum ekkert 370 þúsund mikið lengur, okkur fjölgar. Þannig spurningin er hvernig ætlar hann að vaxa áfram? Ég sé ekki alveg hvernig það er hægt.“ Upphaflegi Landspítalinn hafi verið byggður í jaðri byggðar. Það hafi að hluta verið gert svo að fólki liði vel umkringt náttúru. Þá sé sjúkrahús byggð á þann veg í Danmörku, þar sem sjúkrahús í jaðri byggðar létti álag á sjúkrahúsi í miðborg. Þá hafi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið nefnd sem rök fyrir staðsetningu spítalans. Það er ekkert víst að hann verði hérna mikið lengur. Ég hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd. Arkitektúr Landspítalinn Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eftir margra áratuga undirbúning er nýr Landspítali nú loksins farinn að taka á sig mynd. Háar og kassalegar byggingar gnæfa yfir miðbænum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Þannig segist fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson kunna vel við margt í nútímaarkitektúr, í færslu á Facebook þar sem hann birtir mynd af nýjum Landspítala, þetta sé ekki fallegt. Færslan hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir hafa sterkar skoðanir á útliti hins nýja spítala. sumir líkja honum við hús úr legókubbum og aðrir við byggingu úr tölvuleiknum Minecraft. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fyrrverandi deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands segir að hún sé ósammála gagnrýnendum. „Mér finnst þetta ekki ljótt og fyrir mér er það sem meikar sense fallegt og að einhverju leyti meikar þessi bygging sense.“ Hefur miklar áhyggjur af staðsetningunni Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilji byggja í gömlum stíl. Byggingartækni hafi hinsvegar breyst mikið. „En það sem mér finnst þessi bygging geta svo vel er að hún er lagskipt og á efstu hæðinni er sól og virðist eiginlega bara vera gler út af litnum sem er á henni. Síðan kemur smá millilag þetta svarta sem klýfur massann og fyrir neðan sjáum við dekkri massann sem talar þá meira við umhverfið hér sem er svolítið svona lóðréttur og myndar þar með svona burð undir hinni og fyrir mér, mér finnst þetta ansi vel lukkuð bygging í þessu samhengi.“ Byggingarnar séu vel ígrundaðar og vel hannaðar. „Hinsvegar hef ég svolitlar áhyggjur af því að það að byggja inni í svona þröngu umhverfi sem á að byggjast allt í kring, sko við verðum ekkert 370 þúsund mikið lengur, okkur fjölgar. Þannig spurningin er hvernig ætlar hann að vaxa áfram? Ég sé ekki alveg hvernig það er hægt.“ Upphaflegi Landspítalinn hafi verið byggður í jaðri byggðar. Það hafi að hluta verið gert svo að fólki liði vel umkringt náttúru. Þá sé sjúkrahús byggð á þann veg í Danmörku, þar sem sjúkrahús í jaðri byggðar létti álag á sjúkrahúsi í miðborg. Þá hafi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið nefnd sem rök fyrir staðsetningu spítalans. Það er ekkert víst að hann verði hérna mikið lengur. Ég hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd.
Arkitektúr Landspítalinn Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira