Fótbolti

Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rob Holding og tengdamamma hans, Eunice Quason, á leiknum gegn Finnlandi á EM í sumar.
Rob Holding og tengdamamma hans, Eunice Quason, á leiknum gegn Finnlandi á EM í sumar. vísir/Anton

Englendingurinn Rob Holding, kærasti landsliðskonunnar Sveindísar Jane Jónsdóttur, mun elta ástina til Norður-Ameríku. Hann er við það að ganga til liðs við Colorado Rapids sem staðsett er í Kanada en leikur í MLS-deildinni.

Hinn 29 ára gamli Holding og Sveindís Jane hafa verið að stinga saman nefjum undanfarna mánuði. Hefur hann stutt dyggilega við bakið á íslensku landsliðskonunni og var meðal annars hluti af bláa hafinu sem elti liðið til Sviss á Evrópumótið sem þar fór fram í sumar.

Holding er sjálfur knattspyrnumaður og hefur spilað fyrir Bolton Wanderers, Bury, Arsenal, Crystal Palace og Sheffield United á ferli sínum.

Sveindís Jane samdi við Angel City sem staðsett er í Los Angeles í maí síðastliðnum. Sagði landsliðskonan að hún vonaðist til að Holding gæti elt hana til Bandaríkjanna. Það virðist nú vera orðið að veruleika.

Colorado Rapids er í 9. sæti vesturhluta MLS-deildarinnar með 30 stig að loknum 25 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×