Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 31. júlí 2025 07:02 Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hafa nú staðið í marga mánuði, þótt virkjanaleyfið hafi verið fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar. Virkjunin er ólögleg. Samt er sprengt og grafið, ýtt og mokað við Þjórsá, alla daga vikunnar eins og enginn dómur hafi fallið. Við Þjórsá er fallegt þessa dagana og landslagið upp á sitt besta, þótt haugar hrúgist upp á bökkunum undir vélagný. Heimahagar okkar og náttúran eru að breytast á ógnarhraða. Framkvæmdaleyfi var kært og úrskurðarnefnd umhverfismála skoðar kæruna. Á meðan stækkar virkjanasvæðið og raskið vegna framkvæmda við óleyfisvirkjun sést orðið langt að. Forstjóri Landsvirkjunar birtir grein eftir grein í fjölmiðlum, þar sem hann hrósar sjálfum sér en áfellist aðra fyrir mistök sem snúist um formsatriði, en efnislega sé undirbúningur Hvammsvirkjunar hafinn yfir vafa. Hann segir Alþingi hafa samþykkt lög óvart, kerfið verið of flókið, stofnanir ekki talað saman og Orkustofnun hafi gefið leyfi of seint. Aldrei minnist forstjórinn á að Landsvirkjun sjálf gæti hafa gert mistök. Hann virðist ekki heldur vita að 12 landeigendur og heimamenn við Þjórsá unnu málið í Hæstarétti. Þeir höfðuðu það ekki vegna formsatriða. Eins og heimilisofbeldi Forstjóri Landsvirkjunar hefur árum saman talað eins og ekkert tjón sé af stórvirkjun í byggð og engin andstaða sé við hana heldur. Það er þöggun og pólitík og ríkisforstjóri sem tekur sér hlutverk stjórnmálamannsins. Mjög ótraustvekjandi er líka að maður sem starfar í umboði þjóðar tali niður Hæstaréttardóm, vitandi að virkjunin skemmir vatn, land, lífríki, laxastofn og hefur fyrir löngu valdið óbætanlegu tjóni á samfélaginu við Þjórsá. Forstjórinn snýr blinda auganu að því, enda með Hvammsvirkjunarþráhyggju, sama hve oft er slegið á puttana á honum.. Landsvirkjun er að knýja í gegn stórvirkjun án leyfa, þegar fullreynt er að ná sáttum við nærsamfélagið. Ef það var þá einhverntímann reynt – því alltaf var áherslan á ímyndasmíð, þöggun, fegrun og hliðrun upplýsinga sem gerir að þeir sem ekkert þekkja til sjá fyrir sér indælis rennslisvirkjun, með glöðum löxum skoppandi um fiskvegi og mikla farsæld sveita í frábærum orkuskiptum. Heimamenn upplifa hinsvegar að fallega sveitin þeirra er orðin iðnaðarsvæði. Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð. Sókn er kannski besta vörnin, þegar skákað er í skjóli virkjanabrjálaðs Alþingis. En að svara ekki og þykjast ekki sjá ábendingar um gallaða stórframkvæmd sem gjörbreytir náttúrunni og aðstæðum fólks er valdníðsla. Áfellisdómur yfir Alþingi, segir forstjórinn, af því lög landsins hugnast honum ekki. En er það ekki áfellisdómur yfir Landsvirkjun að hún taki þátt í því að þvinga í gegn ólöglega framkvæmd í stað þess að bíða eftir að ný lög taki gildi eins og venja er í réttarríki? Ólík svör Orkustofnunar og Landsvirkjunar Það er rétt hjá forstjóranum að af Hvammsvirkjun hefur hlotist tjón, efnahagslegt og samfélagslegt. Mikið og ónauðsynlegt. Ábyrgð Landsvirkjunar á því hlýtur einhvern tímann að verða til umræðu. Því það var Landsvirkjun en enginn annar sem stofnaði til rándýrra framkvæmda sem ekki stóðust lög. Sjálfskoðun væri nær en að leika fórnarlamb og bera alla aðra sökum. Þegar Hæstaréttardómur var kveðinn upp um ólögmæti Hvammsvirkjunar, svaraði forstjóri Orkustofnunar spurningum um dóminn eins og eðlilegur embættismaður. Vinna þyrfti gögn málsins og bera saman við ný lög áður en virkjanaleyfi yrði gefið út. Hann sagðist ekki ekki geta svarað fyrir það hvort ráðast þyrfti í breytingar á umfangi virkjunarinnar af umhverfisverndarástæðum. Þetta er svar embættismanns sem ætlar að vinna mál á grundvelli gagna og laga. Forstjóri Landsvirkjunar og orkumálaráðherra þurftu hinsvegar engin gögn og gátu talað niður Hæstaréttardóminn um leið og hann féll. Það hefði einhvern tímann verið talið valda vanhæfi. Stöndum upp og verjum lýðræðið og náttúruna Staða átakanna um virkjun í byggð við Þjórsá hefur í sumar náð að verða samfélagslega hættuleg. Að baki eru mörg ár þar sem Landsvirkjun, ríkið í ríkinu, hefur farið sínu fram. Með síðustu úrskurðum og dómum er þetta orðið öllum ljóst. Þrýst var á Orkustofnun að gefa leyfi með hraði, sem svo ekki stóðst. Heimamenn og landeigendur sóttu rétt sinn á tveimur dómstigum og unnu, en það breytti engu. Svona umgengni um leikreglur samfélagsins er stórhættulegt fordæmi fyrir allar þær framkvæmdir sem framundan eru. Að byggja virkjun án virkjanaleyfis, með langsóttum skýringum á því að allt megi nema vinna ofan í árfarveginum, er eins hver annar fíflagangur sem misbýður allri rökhugsun. Nú þarf fólk að standa upp og verja náttúruna og lýðræðið, gegn embættismönnum og stjórnarherrum sem telja sig hafna yfir lög og reglur. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hafa nú staðið í marga mánuði, þótt virkjanaleyfið hafi verið fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar. Virkjunin er ólögleg. Samt er sprengt og grafið, ýtt og mokað við Þjórsá, alla daga vikunnar eins og enginn dómur hafi fallið. Við Þjórsá er fallegt þessa dagana og landslagið upp á sitt besta, þótt haugar hrúgist upp á bökkunum undir vélagný. Heimahagar okkar og náttúran eru að breytast á ógnarhraða. Framkvæmdaleyfi var kært og úrskurðarnefnd umhverfismála skoðar kæruna. Á meðan stækkar virkjanasvæðið og raskið vegna framkvæmda við óleyfisvirkjun sést orðið langt að. Forstjóri Landsvirkjunar birtir grein eftir grein í fjölmiðlum, þar sem hann hrósar sjálfum sér en áfellist aðra fyrir mistök sem snúist um formsatriði, en efnislega sé undirbúningur Hvammsvirkjunar hafinn yfir vafa. Hann segir Alþingi hafa samþykkt lög óvart, kerfið verið of flókið, stofnanir ekki talað saman og Orkustofnun hafi gefið leyfi of seint. Aldrei minnist forstjórinn á að Landsvirkjun sjálf gæti hafa gert mistök. Hann virðist ekki heldur vita að 12 landeigendur og heimamenn við Þjórsá unnu málið í Hæstarétti. Þeir höfðuðu það ekki vegna formsatriða. Eins og heimilisofbeldi Forstjóri Landsvirkjunar hefur árum saman talað eins og ekkert tjón sé af stórvirkjun í byggð og engin andstaða sé við hana heldur. Það er þöggun og pólitík og ríkisforstjóri sem tekur sér hlutverk stjórnmálamannsins. Mjög ótraustvekjandi er líka að maður sem starfar í umboði þjóðar tali niður Hæstaréttardóm, vitandi að virkjunin skemmir vatn, land, lífríki, laxastofn og hefur fyrir löngu valdið óbætanlegu tjóni á samfélaginu við Þjórsá. Forstjórinn snýr blinda auganu að því, enda með Hvammsvirkjunarþráhyggju, sama hve oft er slegið á puttana á honum.. Landsvirkjun er að knýja í gegn stórvirkjun án leyfa, þegar fullreynt er að ná sáttum við nærsamfélagið. Ef það var þá einhverntímann reynt – því alltaf var áherslan á ímyndasmíð, þöggun, fegrun og hliðrun upplýsinga sem gerir að þeir sem ekkert þekkja til sjá fyrir sér indælis rennslisvirkjun, með glöðum löxum skoppandi um fiskvegi og mikla farsæld sveita í frábærum orkuskiptum. Heimamenn upplifa hinsvegar að fallega sveitin þeirra er orðin iðnaðarsvæði. Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð. Sókn er kannski besta vörnin, þegar skákað er í skjóli virkjanabrjálaðs Alþingis. En að svara ekki og þykjast ekki sjá ábendingar um gallaða stórframkvæmd sem gjörbreytir náttúrunni og aðstæðum fólks er valdníðsla. Áfellisdómur yfir Alþingi, segir forstjórinn, af því lög landsins hugnast honum ekki. En er það ekki áfellisdómur yfir Landsvirkjun að hún taki þátt í því að þvinga í gegn ólöglega framkvæmd í stað þess að bíða eftir að ný lög taki gildi eins og venja er í réttarríki? Ólík svör Orkustofnunar og Landsvirkjunar Það er rétt hjá forstjóranum að af Hvammsvirkjun hefur hlotist tjón, efnahagslegt og samfélagslegt. Mikið og ónauðsynlegt. Ábyrgð Landsvirkjunar á því hlýtur einhvern tímann að verða til umræðu. Því það var Landsvirkjun en enginn annar sem stofnaði til rándýrra framkvæmda sem ekki stóðust lög. Sjálfskoðun væri nær en að leika fórnarlamb og bera alla aðra sökum. Þegar Hæstaréttardómur var kveðinn upp um ólögmæti Hvammsvirkjunar, svaraði forstjóri Orkustofnunar spurningum um dóminn eins og eðlilegur embættismaður. Vinna þyrfti gögn málsins og bera saman við ný lög áður en virkjanaleyfi yrði gefið út. Hann sagðist ekki ekki geta svarað fyrir það hvort ráðast þyrfti í breytingar á umfangi virkjunarinnar af umhverfisverndarástæðum. Þetta er svar embættismanns sem ætlar að vinna mál á grundvelli gagna og laga. Forstjóri Landsvirkjunar og orkumálaráðherra þurftu hinsvegar engin gögn og gátu talað niður Hæstaréttardóminn um leið og hann féll. Það hefði einhvern tímann verið talið valda vanhæfi. Stöndum upp og verjum lýðræðið og náttúruna Staða átakanna um virkjun í byggð við Þjórsá hefur í sumar náð að verða samfélagslega hættuleg. Að baki eru mörg ár þar sem Landsvirkjun, ríkið í ríkinu, hefur farið sínu fram. Með síðustu úrskurðum og dómum er þetta orðið öllum ljóst. Þrýst var á Orkustofnun að gefa leyfi með hraði, sem svo ekki stóðst. Heimamenn og landeigendur sóttu rétt sinn á tveimur dómstigum og unnu, en það breytti engu. Svona umgengni um leikreglur samfélagsins er stórhættulegt fordæmi fyrir allar þær framkvæmdir sem framundan eru. Að byggja virkjun án virkjanaleyfis, með langsóttum skýringum á því að allt megi nema vinna ofan í árfarveginum, er eins hver annar fíflagangur sem misbýður allri rökhugsun. Nú þarf fólk að standa upp og verja náttúruna og lýðræðið, gegn embættismönnum og stjórnarherrum sem telja sig hafna yfir lög og reglur. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun