Fótbolti

Frank Mill er látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Mill sést hér á milli þeirra Jürgen Klinsmann og Guido Buchwald í efri röð þegar þýska liðið fagnaði sigri á HM á Ítalíu fyrir 35 árum síðan.
Frank Mill sést hér á milli þeirra Jürgen Klinsmann og Guido Buchwald í efri röð þegar þýska liðið fagnaði sigri á HM á Ítalíu fyrir 35 árum síðan. Getty/Frank Kleefeldt

Þýski fótboltaheimurinn syrgir nú einn af leikmönnum sem færðu Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn fyrir 35 árum síðan.

Hinn 67 ára gamli Frank Mill er allur en hann lést í nótt. Bild segir frá.

Mill náði sér aldrei eftir að hafa fengið hjartaáfall í lok maí. Hann var lá nýlentur í Mílanó á Ítalíu þar sem hann var að taka þátt í gerð heimildarmyndar um sigur Þjóðverja á HM á Ítalíu 1990.

Hann var staddur í leigubíl þegar hann fékk fyrir hjartað og missti meðvitund. Þyrla sótti Mill og sjúkraflutningamönnum tókst að lífga hann við. Hann var seinna fluttur til Þýskalands og var á sjúkrahúsi í Essen.

Mill lék sautján landsleiki fyrir Þjóðverja. Hann var 31 árs gamall á HM 1990 og var þá leikmaður Borussia Dortmund.

Mill lætur eftir sig dótturina Vanessa, soninn Kevin og fóstursoninn Max.

Auk þess að vinna gull á HM 1990 þá var hann í bronsliði Þýskalands á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Hann varð einnig þýskur bikarmeistari með Dortmund árið 1989.

Alls skoraði hann 123 mörk í 387 leikjum í þýsku bundesligunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×