Innlent

Ís­lendingur grunaður um heimilis­of­beldi hand­tekinn í Grikk­landi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Handtakan mun hafa átt sér stað í bænum Pýþagóríu á eyunni Samos.
Handtakan mun hafa átt sér stað í bænum Pýþagóríu á eyunni Samos. Getty

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri mun hafa verið handtekinn í Grikklandi á dögunum vegna gruns um heimilisofbeldi.

Greint var frá málinu á vef Landhelgisgæslu Grikklands, en grískir fjölmiðlar hafa jafnframt greint frá því.

Í tilkynningu landhelgisgæslunnar segir að þann 1. ágúst hafi 61 árs gamall maður, íslenskur ríkisborgari, verið handtekinn við smábátahöfn í bænum Pýþagóríu á eyunni Samos.

Embættismenn grískra hafnaryfirvalda hafi handtekið Íslendinginn vegna gruns um heimilisofbeldi og hótun. Yfirvöld þar í landi eru sögð rannsaka málið og það sé á frumstigi.

Málið er ekki á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, að því sem fram kemur í svari við fyrirspurn fréttastofu til ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×