Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 19:33 Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum. Vísir Prófessor í smitsjúkdómalækningum segir ákvörðun heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna um að rifta samningum um þróun mRNA-bóluefna vera slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Hún muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar. Vagga vísindalegrar þekkingar sé að leggja upp laupana. Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sagðist hafa yfirfarið vísindin og hlustað á sérfræðinga áður en hann tók ákvörðun um að rifta 22 þróunarsamningum sem hljóða upp á fimm hundruð milljónir dala. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum segir um afdrifaríka ákvörðun að ræða. „Um er að ræða riftun á samningum sem áður hafa verið gerðir og snúa sérstaklega að viðbragði við nýjum farsóttum eins og til dæmis fuglaflensu." Kennedy sagði mRNA bóluefnin ekki hafa reynst áhrifarík gegn öndunarfærasýkingum á borð við Covid-19. Hvers vegna segir hann þetta? „Mér er það algjörlega hulið. Ég held að þessi ákvörðun sé keyrð frekar áfram af hugmyndafræði en vísindum og flest sem hann hefur látið frá sér fara um þessi mál ber þess merki að það eru ekki vísindin sem keyra hans ákvarðanir heldur hugmyndafræði og trú á ákveðnar kenningar sem flestar hafa ekki stuðning í raunverulegum gögnum.“ MRNA tæknin var innleidd í COVID faraldrinum en það liðu rétt tæpir 12 mánuðir frá því fyrstu tilfellin komu upp þar til bóluefnin voru tekin í notkun. „og áttu líkalega mestan þátt í því að draga úr óþarfa dauðsföllum og líka síðbúnum og langvinnum fylgikvillum sýkingarinnar.“ Ákvörðunin Kennedys muni hafa víðtæk áhrif til langrar framtíðar. „Fyrir okkur sem þurfum hugsanlega að reiða okkur á framfarir í læknavísindum í framtíðinni hvort sem um er að ræða ný bóluefni gegn einhverjum vágestum sem við höfum ekki ennþá komist í tæri við eða jafnvel í meðferð krabbameina, vegna þess að mRNA tæknin hefur líka skilað mjög góðum árangri í meðferð illkynja sjúkdóma. Það er mikill skaði þegar mesta efnahagsveldi heims og vagga vísindalegrar þekkingar og rannsókna í bæði grunnvísindum og klínískum rannsóknum leggur upp laupana sem þarna er verið að gera.“ Magnús bendir á að Kennedy sé lögfræðimenntaður. „Hann hefur enga sérstaka þekkingu á þessu sviði en hann hefur hins vegar efnast mjög á því að dreifa falskenningum um aukaverkanir af bólusetningum og það hefur vafalítið verið nokkuð sterkur drifkraftur í kringum hann. Svo er það þannig að bóluefni eru fórnarlömb eigin velgengni því þegar vel tekst til og okkur tekst að útrýma tilteknum sjúkdómum þá fer fólk að leiða hugann að því hvort þessi aðgerð, bólusetningarnar, séu nauðsynlegar vegna þess að vandamálið hverfur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Donald Trump Tengdar fréttir Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sagðist hafa yfirfarið vísindin og hlustað á sérfræðinga áður en hann tók ákvörðun um að rifta 22 þróunarsamningum sem hljóða upp á fimm hundruð milljónir dala. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum segir um afdrifaríka ákvörðun að ræða. „Um er að ræða riftun á samningum sem áður hafa verið gerðir og snúa sérstaklega að viðbragði við nýjum farsóttum eins og til dæmis fuglaflensu." Kennedy sagði mRNA bóluefnin ekki hafa reynst áhrifarík gegn öndunarfærasýkingum á borð við Covid-19. Hvers vegna segir hann þetta? „Mér er það algjörlega hulið. Ég held að þessi ákvörðun sé keyrð frekar áfram af hugmyndafræði en vísindum og flest sem hann hefur látið frá sér fara um þessi mál ber þess merki að það eru ekki vísindin sem keyra hans ákvarðanir heldur hugmyndafræði og trú á ákveðnar kenningar sem flestar hafa ekki stuðning í raunverulegum gögnum.“ MRNA tæknin var innleidd í COVID faraldrinum en það liðu rétt tæpir 12 mánuðir frá því fyrstu tilfellin komu upp þar til bóluefnin voru tekin í notkun. „og áttu líkalega mestan þátt í því að draga úr óþarfa dauðsföllum og líka síðbúnum og langvinnum fylgikvillum sýkingarinnar.“ Ákvörðunin Kennedys muni hafa víðtæk áhrif til langrar framtíðar. „Fyrir okkur sem þurfum hugsanlega að reiða okkur á framfarir í læknavísindum í framtíðinni hvort sem um er að ræða ný bóluefni gegn einhverjum vágestum sem við höfum ekki ennþá komist í tæri við eða jafnvel í meðferð krabbameina, vegna þess að mRNA tæknin hefur líka skilað mjög góðum árangri í meðferð illkynja sjúkdóma. Það er mikill skaði þegar mesta efnahagsveldi heims og vagga vísindalegrar þekkingar og rannsókna í bæði grunnvísindum og klínískum rannsóknum leggur upp laupana sem þarna er verið að gera.“ Magnús bendir á að Kennedy sé lögfræðimenntaður. „Hann hefur enga sérstaka þekkingu á þessu sviði en hann hefur hins vegar efnast mjög á því að dreifa falskenningum um aukaverkanir af bólusetningum og það hefur vafalítið verið nokkuð sterkur drifkraftur í kringum hann. Svo er það þannig að bóluefni eru fórnarlömb eigin velgengni því þegar vel tekst til og okkur tekst að útrýma tilteknum sjúkdómum þá fer fólk að leiða hugann að því hvort þessi aðgerð, bólusetningarnar, séu nauðsynlegar vegna þess að vandamálið hverfur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Donald Trump Tengdar fréttir Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44
Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04
Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33