Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2025 14:23 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að taka verði til í innflytjendamálum. Laga- og regluleysi eyðileggi vinnumarkaðinn og geri vinnuveitendum auðveldara að svindla á verkafólki. Vísir/Einar Formaður Eflingar segir dvalarleyfiskerfið á Íslandi ónýtt og fagnar breytingum í málaflokknum. Hún segir dæmi um að fólk sem kemur til landsins á grundvelli dvalarleyfa, sér í lagi til að starfa á snyrtistofum, leiti í vændi til að ná endum saman. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum frumvarp til útlendingalaga sem hún hyggst leggja fram í haust. Frumvarpið felur í sér hertari reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist hafa látið sig umræðuna varða eftir að Halla Gunnarsdóttir formaður VR sagði margt að athuga við röksemdir Þorbjargar. Halla velti því upp hvort stjórnvöld séu að beina spjótum að einstaklingum sem njóta minnstra réttinda í samfélaginu. „Þegar ég skoðaði málflutning formanns VR þá stakk það mig mjög að mér finnst mjög að mér fannst málflutningurinn byggjast á einhvers konar þekkingarleysi og mögulega einhvers konar áhugaleysi á því hvað raunverulega er verið að fjalla um,“ segir Sólveig Anna en hún ræddi áform dómsmálaráðherra á Sprengisandi. Hélt að hreyfingin öll teldi kerfið meingallað Sólveig Anna segir frá vinnustaðaeftirliti Eflingar og annarra fagaðila, sem með sínu eftirliti og skoðunum hefur komist á snoðir um alvarleg mál tengd erlendu vinnuafli. Hún segir eftirlitið hafa verið lykilleikendur í að koma upp um málið sem leiddi til mansalsrannsóknar á viðskiptamanninum Quang Lé. „Ég taldi að það væri afdráttarlaus afstaða íslenskrar verkalýðshreyfingar, í það minnsta Alþýðusambandsmegin vegna þess að þetta snýst um fólk á almenna markaðnum, að þetta kerfi væri meingallað,“ segir Sólveig Anna. Það hafi því komið henni mikið á óvart að Halla hefði gert athugasemdir við breytingarnar sem dómsmálaráðherra boðaði. Vinnustaðaeftirlitið eigi í góðu samskipti við Alþýðusambandið, sem sé einnig lykilleikandi í að tryggja lög og reglu á vinnumarkaði. „Það er ekki nægilega mikil lög og regla á vinnumarkaði. Það er gríðarlega mikill launaþjófnaður, það er verið að misnota fólk með alls konar hætti. Það eru auðvitað ekki öll mál jafn alvarleg og Quang Lé málið en hvernig getur það verið afstaða einhvers innan verkalýðshreyfingarinnar að við ætlum að láta kerfið dinglast áfram eins og það er meingallað og handónýtt? Ætlum við að bíða eftir næsta risa mansalsmáli? Að sjálfsögðu ekki.“ Því sé nauðsynlegt að skoða málaflokkinn og Sólveig segist sammála dómsmálaráðherra um boðaðar aðgerðir, eins og til dæmis að hækka gjald fyrir dvalarleyfisveitingar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því í vikunni að slíkt gjald eru sextán þúsund krónur hér á landi en allt að 170 þúsund krónur í nágrannalöndunum. Snyrtistofur uppspretta vandamála Sólveig Anna segir ótal aðferðir til að bæta stöðu dvalarleyfishafa á vinnumarkaði. Brotamálum fari fjölgandi og samtal hennar við Alþýðusambandið og vinnustaðaeftirlit Eflingar beri þess merki. „Ég heyri sögurnar frá þeim, ég var síðast fyrir skemmstu að tala við þau. Þau eru til dæmis að segja að þessar snyrtistofur sem hér hafa sprottið út um allt, þær eru mikil uppspretta vandamála,“ segir Sólveig Anna. „Hér koma konur inn á svona leyfum, svo lendir allt í rugli á þeim vinnustað, það er ekki nægileg vinna eða þær eru í skuldafjötrum. Vændi er þá, auðvitað mjög erfið og hræðileg leið, en einföld leið til að afla þeirra tekna sem þarf að afla til að lifa á þessu ótrúlega dýra og erfiða landi.“ Stéttarfélög Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum frumvarp til útlendingalaga sem hún hyggst leggja fram í haust. Frumvarpið felur í sér hertari reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist hafa látið sig umræðuna varða eftir að Halla Gunnarsdóttir formaður VR sagði margt að athuga við röksemdir Þorbjargar. Halla velti því upp hvort stjórnvöld séu að beina spjótum að einstaklingum sem njóta minnstra réttinda í samfélaginu. „Þegar ég skoðaði málflutning formanns VR þá stakk það mig mjög að mér finnst mjög að mér fannst málflutningurinn byggjast á einhvers konar þekkingarleysi og mögulega einhvers konar áhugaleysi á því hvað raunverulega er verið að fjalla um,“ segir Sólveig Anna en hún ræddi áform dómsmálaráðherra á Sprengisandi. Hélt að hreyfingin öll teldi kerfið meingallað Sólveig Anna segir frá vinnustaðaeftirliti Eflingar og annarra fagaðila, sem með sínu eftirliti og skoðunum hefur komist á snoðir um alvarleg mál tengd erlendu vinnuafli. Hún segir eftirlitið hafa verið lykilleikendur í að koma upp um málið sem leiddi til mansalsrannsóknar á viðskiptamanninum Quang Lé. „Ég taldi að það væri afdráttarlaus afstaða íslenskrar verkalýðshreyfingar, í það minnsta Alþýðusambandsmegin vegna þess að þetta snýst um fólk á almenna markaðnum, að þetta kerfi væri meingallað,“ segir Sólveig Anna. Það hafi því komið henni mikið á óvart að Halla hefði gert athugasemdir við breytingarnar sem dómsmálaráðherra boðaði. Vinnustaðaeftirlitið eigi í góðu samskipti við Alþýðusambandið, sem sé einnig lykilleikandi í að tryggja lög og reglu á vinnumarkaði. „Það er ekki nægilega mikil lög og regla á vinnumarkaði. Það er gríðarlega mikill launaþjófnaður, það er verið að misnota fólk með alls konar hætti. Það eru auðvitað ekki öll mál jafn alvarleg og Quang Lé málið en hvernig getur það verið afstaða einhvers innan verkalýðshreyfingarinnar að við ætlum að láta kerfið dinglast áfram eins og það er meingallað og handónýtt? Ætlum við að bíða eftir næsta risa mansalsmáli? Að sjálfsögðu ekki.“ Því sé nauðsynlegt að skoða málaflokkinn og Sólveig segist sammála dómsmálaráðherra um boðaðar aðgerðir, eins og til dæmis að hækka gjald fyrir dvalarleyfisveitingar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því í vikunni að slíkt gjald eru sextán þúsund krónur hér á landi en allt að 170 þúsund krónur í nágrannalöndunum. Snyrtistofur uppspretta vandamála Sólveig Anna segir ótal aðferðir til að bæta stöðu dvalarleyfishafa á vinnumarkaði. Brotamálum fari fjölgandi og samtal hennar við Alþýðusambandið og vinnustaðaeftirlit Eflingar beri þess merki. „Ég heyri sögurnar frá þeim, ég var síðast fyrir skemmstu að tala við þau. Þau eru til dæmis að segja að þessar snyrtistofur sem hér hafa sprottið út um allt, þær eru mikil uppspretta vandamála,“ segir Sólveig Anna. „Hér koma konur inn á svona leyfum, svo lendir allt í rugli á þeim vinnustað, það er ekki nægileg vinna eða þær eru í skuldafjötrum. Vændi er þá, auðvitað mjög erfið og hræðileg leið, en einföld leið til að afla þeirra tekna sem þarf að afla til að lifa á þessu ótrúlega dýra og erfiða landi.“
Stéttarfélög Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira