Innlent

Tveir á sjúkra­hús eftir rafmagnshlaupahjólaslys

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í dag.
Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í dag. Vísir/Vilhelm

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir fall á rafmagnshlaupahjóli í nótt. Báðir eru grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíknefna við aksturinn.

Þetta er á meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 

Tveir voru handteknir í tengslum við líkamsárás í miðbænum og voru þeir vistaðir í þágu rannsóknar málsins.

Þá er einnig grunur um að kveikt hafi verið í kofa í hverfi 112. Tjón liggur ekki fyrir né hvort einhver sé grunaður um verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×