Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2025 21:04 Á Vance varaforseta að heyra er búið að ryðja helstu hindranir þriggja leiðtoga fundar úr vegi. AP J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. Hann ræddi fyrirætlaðan fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska á föstudaginn í viðtali við Fox News í dag. Þar sagðist hann ekki telja það góða hugmynd að Selenskí og Pútín ræddu saman án aðkomu Trump en að áþreifanlegur árangur hafi þegar náðst í að koma fundi leiðtoganna þriggja á dagskrá. „Helsta hindrunin hefur verið að Vladímír Pútín sagði að hann myndi aldrei setjast niður með Zelensky, forseta Úkraínu, en forsetanum hefur nú tekist að fá hann til að breyta því,“ sagði Vance. Vinnan snúi nú aðallega að skipulagningu, frekar en sannfæringu. Þó að svo virðist sem friðarhorfur batni með hverjum deginum eru blikur á lofti. Íslensk stjórnvöld gáfu frá sér yfirlýsingu í dag saman með stjórnvöldum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem framtaki Bandaríkjaforseta var fagnað en það jafnframt undirstrikað að ekki verði samið um frið án aðkomu Úkraínumanna. Yfirlýsingin var að fyrirmynd annarrar yfirlýsingar sem ráðamenn í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi gáfu út. Í dag birti Selenskí Úkraínuforseti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tíundaði svipuð sjónarmið. Ljóst er að miklar vonir eru bundnar við fundinn í Alaska en ekki síður áhyggjur. „Rússar gera allt til að draga ófriðinn á langinn, neitar að stöðva blóðsúthellingarnar þrátt fyrir yfirlýstan samningsfrest og reynir að semja sér betri stöðu á jörðu niðri fyrir framtíðarárásir,“ skrifaði Selenskí. Sjá einnig: Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump „Úkraína er reiðubúin að vinna jafnmarkvisst og unnt er með öllum samstarfsaðilum í þágu raunverulegs friðar. Öll mál sem varða Úkraínu verða að vera tekin fyrir með beinni þátttöku Úkraínu,“ skrifaði hann svo. Að óbreyttu mætast Trump og Pútín í Alaska föstudaginn næsta. Trump hefur ýjað að því að „einhver býtti á landsvæði“ yrðu líklega forsenda friðar en því hafnaði Selenskí. Úkraínumenn telja að friður án öryggistrygginga gerði ekkert nema gefa Rússum færi á að byggja upp hernaðargetu sína á nýjan leik til að gera árás úr enn hentugri stöðum við „nýju landamærin.“ Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hann ræddi fyrirætlaðan fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska á föstudaginn í viðtali við Fox News í dag. Þar sagðist hann ekki telja það góða hugmynd að Selenskí og Pútín ræddu saman án aðkomu Trump en að áþreifanlegur árangur hafi þegar náðst í að koma fundi leiðtoganna þriggja á dagskrá. „Helsta hindrunin hefur verið að Vladímír Pútín sagði að hann myndi aldrei setjast niður með Zelensky, forseta Úkraínu, en forsetanum hefur nú tekist að fá hann til að breyta því,“ sagði Vance. Vinnan snúi nú aðallega að skipulagningu, frekar en sannfæringu. Þó að svo virðist sem friðarhorfur batni með hverjum deginum eru blikur á lofti. Íslensk stjórnvöld gáfu frá sér yfirlýsingu í dag saman með stjórnvöldum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem framtaki Bandaríkjaforseta var fagnað en það jafnframt undirstrikað að ekki verði samið um frið án aðkomu Úkraínumanna. Yfirlýsingin var að fyrirmynd annarrar yfirlýsingar sem ráðamenn í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi gáfu út. Í dag birti Selenskí Úkraínuforseti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tíundaði svipuð sjónarmið. Ljóst er að miklar vonir eru bundnar við fundinn í Alaska en ekki síður áhyggjur. „Rússar gera allt til að draga ófriðinn á langinn, neitar að stöðva blóðsúthellingarnar þrátt fyrir yfirlýstan samningsfrest og reynir að semja sér betri stöðu á jörðu niðri fyrir framtíðarárásir,“ skrifaði Selenskí. Sjá einnig: Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump „Úkraína er reiðubúin að vinna jafnmarkvisst og unnt er með öllum samstarfsaðilum í þágu raunverulegs friðar. Öll mál sem varða Úkraínu verða að vera tekin fyrir með beinni þátttöku Úkraínu,“ skrifaði hann svo. Að óbreyttu mætast Trump og Pútín í Alaska föstudaginn næsta. Trump hefur ýjað að því að „einhver býtti á landsvæði“ yrðu líklega forsenda friðar en því hafnaði Selenskí. Úkraínumenn telja að friður án öryggistrygginga gerði ekkert nema gefa Rússum færi á að byggja upp hernaðargetu sína á nýjan leik til að gera árás úr enn hentugri stöðum við „nýju landamærin.“
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira