Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar 11. ágúst 2025 07:30 Dómsmálaráðherra heldur áfram herferð sinni í upplýsinga óreiðu og rangfærslum þegar það kemur að málefnum útlendinga. Helsta aðferðin sem er notuð er að hræra öllu saman í eitt og láta eins og það sé stóri sannleikurinn. Nýjasta skoðana grein frá Dómsmálaráðherra á Vísir er uppfull af rangfærslum og blekkingum. Ísland er fámennt land. Þannig að lágar tölur breyta miklu. Það er erfitt að taka í sundur þessa þvælu sem dómsmálaráðherra skrifar en það er alveg ljóst að sú lagabreyting sem er boðuð mun ekki hafa nein áhrif á flutninga fólks til Íslands frá ríkjum ESB, EES og EFTA til Íslands. Þar sem það fólk er með frjálsa för til Íslands. Boðuð hækkun á gjöldum er eingöngu til þess að halda fátæku fólki frá Íslandi. Flestir af þeim sem koma til Íslands frá ríkjum ESB gera það til þess að vinna við ferðaþjónustu á Íslandi, það er eitthvað um önnur störf en það er ekki mikið. Flestir af þessum einstaklingum sem koma til Íslands eru eingöngu til þess að vinna og fara eftir að þeir eru búnir að vinna það sem þeir ætla sér. Mjög fáir einstaklingar eru á Íslandi til frambúðar en það er alltaf eitthvað. Lög um útlendinga á hinum Norðurlöndunum voru sett að undirlagi öfgafullra hægri stjórnmálaflokka sem hafa verið að dreifa útlendingahatri síðustu áratugina til þess að afla sér atkvæða og valda. Enda voru og eru ríkisstjórnir á hinum Norðurlöndum oftast minnihlutastjórnir sem þurfa stuðning stjórnmálaflokka sem eru ekki í ríkisstjórn til að koma málum í gegn. Þessir öfgaflokkar og þeirra stefnur hafa reynst Noregi, Danmörku, Finnlandi og núna Svíþjóð dýr til lengri tíma. Helsta niðurstaðan hefur verið minni hagvöxtur. Liður í grein Dómsmálaráðherra, sem er merktur númer 6 er gjörsamlega án sönnunargagna og alls óvíst að þetta sé raunveruleikinn. Það er oft sem svindlarar stunda þetta til að afla sér peninga og hafa ekki neinar áætlanir um neitt annað. Það má einnig nefna að þetta er nákvæmlega sama aðferð sem Dómsmálaráðherra er að nota núna og var notuð gegn flóttafólki frá Venúsela og með nákvæmlega sömu fullyrðingum. Þegar á reyndi, þá voru þetta bara lygar frá þeim þingmönnum sem settu það fram (heimild 1). Ég sé enga ástæðu til þess að meðhöndla þessa fullyrðingu Dómsmálaráðherra í þessum lið neitt öðruvísi heldur en þær lygar sem voru settar fram um fólk sem er að flýja alræðisstjórnvöld í Venúsela til Íslands. Liður sjö í grein Dómsmálaráðherra er einnig undarlegur. Þar sem þar er verið að hræra saman mörgum óskyldum hlutum og verið að setja það fram sem einn heildar hlut. Staðreyndin er sú að frátöldu fólki frá Úkraínu og Venúsela. Þá er fjöldi flóttamanna sem kemur til Íslands mjög lítill. Gögn frá Eurostat sýna að fjöldi flóttamanna árið 2024 sem eru frá öðrum ríkjum var ekki nema 455 manns í heildina (heimild 2). Eurostat vinnur úr þeim gögnum sem þeir fá frá Íslandi. Það er alveg ljóst að ekki er hægt að senda fólk til baka til ríkja eins og Afganistan, þar sem þeirra bíður ekkert nema dauðinn. Íslensk stjórnvöld hafa síðan verið mjög dugleg við að misnota Dyflinarreglugerðina til þess að senda fólk frá Íslandi til annara ríkja í Evrópu. Oftast er það Ítalía eða Grikkland, þar sem bæði ríkin eru að fást við of marga flóttamenn. Það er einnig ekki hægt að senda fólk til baka til Palestínu sem er búið að leggja gjörsamlega í rúst af Ísrael. Fækkun flóttamanna til Íslands og Evrópu almennt árið 2024 kemur til vegna loka borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Þar er ennþá fullt af vandamálum og það mun taka langan tíma þangað til að innviðir í Sýrlandi verða komnir í lag og friður næst að fullu í landinu en endalok borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi hefur fækkað flóttafólki til Evrópu og gerði það einhverju leiti strax. Margir Sýrlendingar munu flytja aftur til Sýrlands þegar aðstæður verða orðnar betri en þær eru í dag og friðurinn meiri. Það gæti hinsvegar tekið nokkur ár áður en flutningar til baka verða í þeim mæli að það fer að sjást í gögnum sem safnað er. Þegar gögn Eurostat eru skoðuð (heimild 3) yfir innflytjendur. Þá kemur í ljós að Ísland er ekki í neinum sérstökum flokki þar. Fjöldi innflytjenda til Ísland er álíka mikill og til Sviss, þó heldur minni ef eitthvað er. Gögn Hagstofu Íslands (heimild 4) sýna einnig að ef ekki væri fyrir flutnings fólks til Íslands. Þá væri íslendingum farið að fækka. Flest af þessu fólki sem flytur til Íslands gerir svo í skamman tíma. Þá til þess að vinna í ferðaþjónustu og önnur tilfallandi störf eins og ég nefndi fyrr í þessari grein. Gögn Eurostat sýna einnig að fjöldi fólks sem er með annað ríkisfang en Ísland er ekki nema 21% (heimild 5). Ísland er þar ekkert öðruvísi en önnur ríki í Evrópu að þessu leiti. Þessi tölfræði frá Eurostat er einnig með í nákvæmum atriðum fullt af öðrum hlutum sem ég ætla ekki að fjalla um hérna. Ísland er ekki í neinu stjórnleysi þegar það kemur að málefnum innflytjenda eða flóttamanna. Þegar gögnin eru skoðuð. Þá kemur í ljós að slíkar fullyrðingar eru ósannar. Vandamál með húsnæði á Íslandi á sér svo langa sögu að hægt er að fara í fréttablöð frá árinu 1970 og sjá að svipað vandamál var í gangi á Íslandi á þeim tíma og er núna í dag. Þar er ábyrgðin eingöngu íslenskra stjórnmálamanna og þessi ábyrgð hefur alltaf verið þar. Ábyrgðin er ekki fólksins sem flytur til Íslands og gerir sitt besta að lifa í ónýtu kerfi sem íslendingar hafa búið til. Þessi málflutningur Dómsmálaráðherra er til skammar, án nokkura staðreynda og er eingöngu til þess að afla stuðnings við lagabreytingar sem einangra Ísland ennþá meira frá fólki sem býr í ríkjum sem eru fyrir utan EES/ESB/EFTA og er sérstaklega beint gegn flóttafólki sem kemur til Íslands. Staðreyndin er sú að án flutnings þessa fólks til Íslands. Þá væri viðvarandi fólksfækkun á Íslandi. Þessa stundina, þá er fólks fjölgun á Íslandi en það eru bara 10 til 20 ár þangað til að það snýst varanlega við. Ef aðstæður í efnahag Íslands breytast, þá getur þetta gerist. Það þarf ekki annað að gerast en að ferðamenn hætti að koma til Íslands til þess að það verði varanleg fólksfækkun á Íslandi og það hröð og mikil. Þar sem flestir sem flytja til Íslands gera það til þess að vinna í þjónustu við ferðamenn. Staðreyndir eiga að vera notaðar við lagasetningar. Það á ekki að nota hræðsluáróður og skáldskap til þess að réttlæta lagasetningar sem eru frá upphafi slæmar og munu hafa slæmar afleiðingar fyrir fjölda fólks. Höfundur er rithöfundur búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra heldur áfram herferð sinni í upplýsinga óreiðu og rangfærslum þegar það kemur að málefnum útlendinga. Helsta aðferðin sem er notuð er að hræra öllu saman í eitt og láta eins og það sé stóri sannleikurinn. Nýjasta skoðana grein frá Dómsmálaráðherra á Vísir er uppfull af rangfærslum og blekkingum. Ísland er fámennt land. Þannig að lágar tölur breyta miklu. Það er erfitt að taka í sundur þessa þvælu sem dómsmálaráðherra skrifar en það er alveg ljóst að sú lagabreyting sem er boðuð mun ekki hafa nein áhrif á flutninga fólks til Íslands frá ríkjum ESB, EES og EFTA til Íslands. Þar sem það fólk er með frjálsa för til Íslands. Boðuð hækkun á gjöldum er eingöngu til þess að halda fátæku fólki frá Íslandi. Flestir af þeim sem koma til Íslands frá ríkjum ESB gera það til þess að vinna við ferðaþjónustu á Íslandi, það er eitthvað um önnur störf en það er ekki mikið. Flestir af þessum einstaklingum sem koma til Íslands eru eingöngu til þess að vinna og fara eftir að þeir eru búnir að vinna það sem þeir ætla sér. Mjög fáir einstaklingar eru á Íslandi til frambúðar en það er alltaf eitthvað. Lög um útlendinga á hinum Norðurlöndunum voru sett að undirlagi öfgafullra hægri stjórnmálaflokka sem hafa verið að dreifa útlendingahatri síðustu áratugina til þess að afla sér atkvæða og valda. Enda voru og eru ríkisstjórnir á hinum Norðurlöndum oftast minnihlutastjórnir sem þurfa stuðning stjórnmálaflokka sem eru ekki í ríkisstjórn til að koma málum í gegn. Þessir öfgaflokkar og þeirra stefnur hafa reynst Noregi, Danmörku, Finnlandi og núna Svíþjóð dýr til lengri tíma. Helsta niðurstaðan hefur verið minni hagvöxtur. Liður í grein Dómsmálaráðherra, sem er merktur númer 6 er gjörsamlega án sönnunargagna og alls óvíst að þetta sé raunveruleikinn. Það er oft sem svindlarar stunda þetta til að afla sér peninga og hafa ekki neinar áætlanir um neitt annað. Það má einnig nefna að þetta er nákvæmlega sama aðferð sem Dómsmálaráðherra er að nota núna og var notuð gegn flóttafólki frá Venúsela og með nákvæmlega sömu fullyrðingum. Þegar á reyndi, þá voru þetta bara lygar frá þeim þingmönnum sem settu það fram (heimild 1). Ég sé enga ástæðu til þess að meðhöndla þessa fullyrðingu Dómsmálaráðherra í þessum lið neitt öðruvísi heldur en þær lygar sem voru settar fram um fólk sem er að flýja alræðisstjórnvöld í Venúsela til Íslands. Liður sjö í grein Dómsmálaráðherra er einnig undarlegur. Þar sem þar er verið að hræra saman mörgum óskyldum hlutum og verið að setja það fram sem einn heildar hlut. Staðreyndin er sú að frátöldu fólki frá Úkraínu og Venúsela. Þá er fjöldi flóttamanna sem kemur til Íslands mjög lítill. Gögn frá Eurostat sýna að fjöldi flóttamanna árið 2024 sem eru frá öðrum ríkjum var ekki nema 455 manns í heildina (heimild 2). Eurostat vinnur úr þeim gögnum sem þeir fá frá Íslandi. Það er alveg ljóst að ekki er hægt að senda fólk til baka til ríkja eins og Afganistan, þar sem þeirra bíður ekkert nema dauðinn. Íslensk stjórnvöld hafa síðan verið mjög dugleg við að misnota Dyflinarreglugerðina til þess að senda fólk frá Íslandi til annara ríkja í Evrópu. Oftast er það Ítalía eða Grikkland, þar sem bæði ríkin eru að fást við of marga flóttamenn. Það er einnig ekki hægt að senda fólk til baka til Palestínu sem er búið að leggja gjörsamlega í rúst af Ísrael. Fækkun flóttamanna til Íslands og Evrópu almennt árið 2024 kemur til vegna loka borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Þar er ennþá fullt af vandamálum og það mun taka langan tíma þangað til að innviðir í Sýrlandi verða komnir í lag og friður næst að fullu í landinu en endalok borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi hefur fækkað flóttafólki til Evrópu og gerði það einhverju leiti strax. Margir Sýrlendingar munu flytja aftur til Sýrlands þegar aðstæður verða orðnar betri en þær eru í dag og friðurinn meiri. Það gæti hinsvegar tekið nokkur ár áður en flutningar til baka verða í þeim mæli að það fer að sjást í gögnum sem safnað er. Þegar gögn Eurostat eru skoðuð (heimild 3) yfir innflytjendur. Þá kemur í ljós að Ísland er ekki í neinum sérstökum flokki þar. Fjöldi innflytjenda til Ísland er álíka mikill og til Sviss, þó heldur minni ef eitthvað er. Gögn Hagstofu Íslands (heimild 4) sýna einnig að ef ekki væri fyrir flutnings fólks til Íslands. Þá væri íslendingum farið að fækka. Flest af þessu fólki sem flytur til Íslands gerir svo í skamman tíma. Þá til þess að vinna í ferðaþjónustu og önnur tilfallandi störf eins og ég nefndi fyrr í þessari grein. Gögn Eurostat sýna einnig að fjöldi fólks sem er með annað ríkisfang en Ísland er ekki nema 21% (heimild 5). Ísland er þar ekkert öðruvísi en önnur ríki í Evrópu að þessu leiti. Þessi tölfræði frá Eurostat er einnig með í nákvæmum atriðum fullt af öðrum hlutum sem ég ætla ekki að fjalla um hérna. Ísland er ekki í neinu stjórnleysi þegar það kemur að málefnum innflytjenda eða flóttamanna. Þegar gögnin eru skoðuð. Þá kemur í ljós að slíkar fullyrðingar eru ósannar. Vandamál með húsnæði á Íslandi á sér svo langa sögu að hægt er að fara í fréttablöð frá árinu 1970 og sjá að svipað vandamál var í gangi á Íslandi á þeim tíma og er núna í dag. Þar er ábyrgðin eingöngu íslenskra stjórnmálamanna og þessi ábyrgð hefur alltaf verið þar. Ábyrgðin er ekki fólksins sem flytur til Íslands og gerir sitt besta að lifa í ónýtu kerfi sem íslendingar hafa búið til. Þessi málflutningur Dómsmálaráðherra er til skammar, án nokkura staðreynda og er eingöngu til þess að afla stuðnings við lagabreytingar sem einangra Ísland ennþá meira frá fólki sem býr í ríkjum sem eru fyrir utan EES/ESB/EFTA og er sérstaklega beint gegn flóttafólki sem kemur til Íslands. Staðreyndin er sú að án flutnings þessa fólks til Íslands. Þá væri viðvarandi fólksfækkun á Íslandi. Þessa stundina, þá er fólks fjölgun á Íslandi en það eru bara 10 til 20 ár þangað til að það snýst varanlega við. Ef aðstæður í efnahag Íslands breytast, þá getur þetta gerist. Það þarf ekki annað að gerast en að ferðamenn hætti að koma til Íslands til þess að það verði varanleg fólksfækkun á Íslandi og það hröð og mikil. Þar sem flestir sem flytja til Íslands gera það til þess að vinna í þjónustu við ferðamenn. Staðreyndir eiga að vera notaðar við lagasetningar. Það á ekki að nota hræðsluáróður og skáldskap til þess að réttlæta lagasetningar sem eru frá upphafi slæmar og munu hafa slæmar afleiðingar fyrir fjölda fólks. Höfundur er rithöfundur búsettur í Danmörku.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar