Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 15:32 Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí á næsta ári og sýnist mér að minnihlutinn í borginni ætli að beina spjótum sínum að menntamálum. Nýtt skólaár er að hefjast og hefur sú neikvæða umræða sem ýtt hefur verið úr vör varðandi hið meinta gallaða grunnskólakerfi eflaust ekki farið framhjá neinum sem ber hag skólanna fyrir brjósti þar sem vísað er í samanburðarkannanir við önnur lönd og því haldið fram að ytra mati hér á landi sé ábótavant og að grunnskólakerfið sé komið í þrot. Grunnskólakerfið er auðvitað ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað en hún þarf að vera á réttum forsendum en ekki sem vopn í kosningarbaráttu. Þar sem ég hef ákveðið að blanda mér í þessa umræðu þá vil ég nefna að gögnin vantar ekki til að rýna í. Ég veit ekki hvað fer mikill tími hjá mér og mínu samstarfsfólki í alls konar kannanir frá yfirvöldum, skráningar og skýrslur sem tengjast skólastarfinu og vinnu okkar með nemendum. Það að einhver komi í mýflugumynd inn í kennslustofuna hjá mér hefur ekkert að segja um gæði minnar kennslu. Það er eins og ef eftirlitsaðili í byggingariðnaðinum myndi skoða húsnæði og meta gæði þess með því að horfa á málninguna á veggjunum. Skólastarf er svo miklu, miklu meira en bara málningin á veggjunum. Nýtt skólaár markar alltaf ákveðið upphaf með nýjum áskorunum bæði hjá nemendum, foreldrum og starfsfólki skóla. Ég hef verið að rýna í skólastarf síðan 1991 og vegna forvitni minnar verið óhrædd að færa mig á milli skóla og séð landslagið í skólum í ólíkum hverfum Reykjavíkur. Drifkrafturinn og metnaðurinn í skólastarfi hér á landi er enn að koma mér á óvart. Það sem ég hef aftur á móti vaxandi áhyggjur af er álag á starfsfólk og nemendur skólanna vegna áskorana sem vantar verkfæri til að takast á við. Og mestar áhyggjur hef ég af vaxandi aga og virðingarleysi í samfélaginu sem skilar sér inn í skólana eins og annað því skólarnir endurspegla það samfélag sem við búum í. Ef þið viljið vita hver mín mesta áskorun er sem kennari í grunnskóla í dag þá er það að kenna börnum sem vilja ekki læra og segjast ekki þurfa að læra það sem kennt er í skólunum því þau segja að þau geti fundið allar upplýsingar á netinu og mörg þeirra ætla sér að verða samfélagsmiðlastjörnur eða þau segja að foreldrar þeirra hafi hærri laun en ég þó þeir hafi ekki lært neitt. Svo finnst mér einnig mikil áskorun að kenna nýbúabörnum sem koma til landsins og segjast ekki vilja né þurfa að læra íslensku því að þau segjast ekki ætla að búa hér á landi í framtíðinni. Virðing og viðhorf þeirra sem eru hluti af skólakerfinu skiptir öllu máli, sbr. fiðrildaáhrifin, og spila aðstandendur barna þar lykilhlutverk. Góður skóli verður ekki til úr engu og þó að ég muni leggja mig alla fram svo að nemendur mínir nái að blómstra á eigin forsendum þá er það ekki gefið að þeir geri það. Kennslustofan mín er full af börnum sem koma frá ólíkum heimilum með ólík gildi og viðhorf. Öll telja þau að sín gildi og viðhorf séu þau einu réttu. Þess vegna er svo mikilvægt að temja sér og börnum sínum það að virða sig sjálf, sýna öðrum virðingu og leggja sig fram við að vera í góðri samvinnu við aðra en jafnframt að kenna það að setja mörk. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Samvinna og góð samskipti eru lykilatriði að farsæld og mælikvarðinn á góðan leiðtoga er ekki að sá sem getur haft hæst eða látið mest finna fyrir sér sé bestur. Það á enginn að þurfa að laskast á lífsins leið því að á vegi viðkomandi varð manneskja sem hefur ólíkar skoðanir og gildi og ákvað að meiða. Það er okkar fullorðna fólksins að vernda börnin og kenna þeim að lifa í sátt við aðra. Megi komandi skólaár verða farsælt og mannbætandi. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarkona í KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí á næsta ári og sýnist mér að minnihlutinn í borginni ætli að beina spjótum sínum að menntamálum. Nýtt skólaár er að hefjast og hefur sú neikvæða umræða sem ýtt hefur verið úr vör varðandi hið meinta gallaða grunnskólakerfi eflaust ekki farið framhjá neinum sem ber hag skólanna fyrir brjósti þar sem vísað er í samanburðarkannanir við önnur lönd og því haldið fram að ytra mati hér á landi sé ábótavant og að grunnskólakerfið sé komið í þrot. Grunnskólakerfið er auðvitað ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað en hún þarf að vera á réttum forsendum en ekki sem vopn í kosningarbaráttu. Þar sem ég hef ákveðið að blanda mér í þessa umræðu þá vil ég nefna að gögnin vantar ekki til að rýna í. Ég veit ekki hvað fer mikill tími hjá mér og mínu samstarfsfólki í alls konar kannanir frá yfirvöldum, skráningar og skýrslur sem tengjast skólastarfinu og vinnu okkar með nemendum. Það að einhver komi í mýflugumynd inn í kennslustofuna hjá mér hefur ekkert að segja um gæði minnar kennslu. Það er eins og ef eftirlitsaðili í byggingariðnaðinum myndi skoða húsnæði og meta gæði þess með því að horfa á málninguna á veggjunum. Skólastarf er svo miklu, miklu meira en bara málningin á veggjunum. Nýtt skólaár markar alltaf ákveðið upphaf með nýjum áskorunum bæði hjá nemendum, foreldrum og starfsfólki skóla. Ég hef verið að rýna í skólastarf síðan 1991 og vegna forvitni minnar verið óhrædd að færa mig á milli skóla og séð landslagið í skólum í ólíkum hverfum Reykjavíkur. Drifkrafturinn og metnaðurinn í skólastarfi hér á landi er enn að koma mér á óvart. Það sem ég hef aftur á móti vaxandi áhyggjur af er álag á starfsfólk og nemendur skólanna vegna áskorana sem vantar verkfæri til að takast á við. Og mestar áhyggjur hef ég af vaxandi aga og virðingarleysi í samfélaginu sem skilar sér inn í skólana eins og annað því skólarnir endurspegla það samfélag sem við búum í. Ef þið viljið vita hver mín mesta áskorun er sem kennari í grunnskóla í dag þá er það að kenna börnum sem vilja ekki læra og segjast ekki þurfa að læra það sem kennt er í skólunum því þau segja að þau geti fundið allar upplýsingar á netinu og mörg þeirra ætla sér að verða samfélagsmiðlastjörnur eða þau segja að foreldrar þeirra hafi hærri laun en ég þó þeir hafi ekki lært neitt. Svo finnst mér einnig mikil áskorun að kenna nýbúabörnum sem koma til landsins og segjast ekki vilja né þurfa að læra íslensku því að þau segjast ekki ætla að búa hér á landi í framtíðinni. Virðing og viðhorf þeirra sem eru hluti af skólakerfinu skiptir öllu máli, sbr. fiðrildaáhrifin, og spila aðstandendur barna þar lykilhlutverk. Góður skóli verður ekki til úr engu og þó að ég muni leggja mig alla fram svo að nemendur mínir nái að blómstra á eigin forsendum þá er það ekki gefið að þeir geri það. Kennslustofan mín er full af börnum sem koma frá ólíkum heimilum með ólík gildi og viðhorf. Öll telja þau að sín gildi og viðhorf séu þau einu réttu. Þess vegna er svo mikilvægt að temja sér og börnum sínum það að virða sig sjálf, sýna öðrum virðingu og leggja sig fram við að vera í góðri samvinnu við aðra en jafnframt að kenna það að setja mörk. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Samvinna og góð samskipti eru lykilatriði að farsæld og mælikvarðinn á góðan leiðtoga er ekki að sá sem getur haft hæst eða látið mest finna fyrir sér sé bestur. Það á enginn að þurfa að laskast á lífsins leið því að á vegi viðkomandi varð manneskja sem hefur ólíkar skoðanir og gildi og ákvað að meiða. Það er okkar fullorðna fólksins að vernda börnin og kenna þeim að lifa í sátt við aðra. Megi komandi skólaár verða farsælt og mannbætandi. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarkona í KFR.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun