Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2025 06:44 Trump gerði því skóna í gær að fundur með Selenskí gæti farið fram mjög fljótlega og mögulega í Alaska. Getty/Andrew Harnik Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. Hann myndi vita það á fyrstu mínútum fundarins hvort Pútín væri alvara. Trump freistaði þess í viðtali við Fox News Radio að sannfæra hlustendur um að hann væri fullfær um að höndla Pútín. „Ég er forseti; hann er ekki að fara að fíflast með mig,“ sagði hann. Þá sagði hann að ef vel gengi gæti fundurinn orðið langur en ef ekki, yrði hann stuttur. Þá endurtók hann og ítrekaði að um fyrsta skref væri að ræða og að mögulegur annar fundur þar sem Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti yrði einnig viðstaddur yrði þýðingarmeiri. Trump sagði að á þeim fundi yrðu Pútín og Selenskí að ná saman um að „skipta á milli sín“, sem er tilvísun í kröfur Rússa um að Úkraínumenn láti landsvæði af hendi. Selenskí hefur hingað til neitað að ganga til samninga um slíkt. Þrátt fyrir að virðast nokkuð bjartsýnn um árangur varaði Bandaríkjaforseti hins vegar við væntingum um tafarlaust vopnahlé. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingar á vígvellinum gætu gert friðarumleitanir erfiðari en Rússar hafa verið í nokkurri sókn. Þá sagði hann alla gera sér grein fyrir því að til þess að ná fram friði yrðu að koma til öryggistryggingar. Boðað hefur verið til blaðamannafundar Trump og Pútín eftir fundinn í kvöld, sem þykir benda til þess að stjórnvöld vestanhafs séu nokkuð bjartsýn um árangur. Þau hafa hótað Rússum refsiaðgerðum sýni þeir ekki samningsvilja. Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Hann myndi vita það á fyrstu mínútum fundarins hvort Pútín væri alvara. Trump freistaði þess í viðtali við Fox News Radio að sannfæra hlustendur um að hann væri fullfær um að höndla Pútín. „Ég er forseti; hann er ekki að fara að fíflast með mig,“ sagði hann. Þá sagði hann að ef vel gengi gæti fundurinn orðið langur en ef ekki, yrði hann stuttur. Þá endurtók hann og ítrekaði að um fyrsta skref væri að ræða og að mögulegur annar fundur þar sem Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti yrði einnig viðstaddur yrði þýðingarmeiri. Trump sagði að á þeim fundi yrðu Pútín og Selenskí að ná saman um að „skipta á milli sín“, sem er tilvísun í kröfur Rússa um að Úkraínumenn láti landsvæði af hendi. Selenskí hefur hingað til neitað að ganga til samninga um slíkt. Þrátt fyrir að virðast nokkuð bjartsýnn um árangur varaði Bandaríkjaforseti hins vegar við væntingum um tafarlaust vopnahlé. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingar á vígvellinum gætu gert friðarumleitanir erfiðari en Rússar hafa verið í nokkurri sókn. Þá sagði hann alla gera sér grein fyrir því að til þess að ná fram friði yrðu að koma til öryggistryggingar. Boðað hefur verið til blaðamannafundar Trump og Pútín eftir fundinn í kvöld, sem þykir benda til þess að stjórnvöld vestanhafs séu nokkuð bjartsýn um árangur. Þau hafa hótað Rússum refsiaðgerðum sýni þeir ekki samningsvilja.
Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira