Innlent

Spá eldingum á Vestur­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarfjarðarbrú.
Borgarfjarðarbrú. Vísir/Egill

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna eldingaspár á vestanverðu landinu í dag en eldingar hafa mælst vestur af landinu og má búast við eldingum á vestanverðu landinu fram yfir hádegi.

Á vef Veðurstofunnar segir að forðast beri vatn, hæðir í landslagi og berangur og er fólk hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám.

Síðdegis má búast við snörpum vindstrengjum norðvestantil á landinu – frá Snæfellsnesi til Eyjafjarðar – og getur vindurinn verið varasamur fyrir þau ökutæki sem viðkvæmust eru fyrir vindi. Veðurstofan gerir ráð fyrir að þessi vindur verði þrálátur og að ekki lægi að gagni á þessum slóðum fyrr en á sunnudag.


Tengdar fréttir

Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda eða strekkingi á landinu í dag, en að síðdegis megi búast við allhvössum eða jafnvel hvössum vindstrengjum norðvestantil á landinu, frá Snæfellsnesi til Eyjafjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×