Pólitískur refur og samningamaður mætast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 13:08 Myndin er frá árinu 2017 og tekin á ráðstefnu G-20 ríkja í Hamborg í Þýskalandi. Í kvöld mætast þeir Vladimír Pútín og Donald Trump á ný. vísir/ap Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiðtogafund Bandaríkjanna og Rússlands sem hefst klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma. Krafa Rússa á fundinum lýtur í raun að því að Úkraína verði leppríki Rússlands, segir prófessor í sagnfræði. Óljóst sé hvort Úkraínumenn neyðist til að fallast á slíka niðurstöðu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, yfirgaf Hvíta húsið rétt fyrir hádegi og hélt af stað til Anchorage í Alaska þar sem fundurinn mun fara fram. „Það er auðvitað margt sem er undir. Það er auðvitað stríðið í Úkraínu og endalok þess og svo samskipti Bandaríkjanna við Rússland. Það er mjög óljóst hvað út úr fundinum kemur, hvort Pútín sannfæri Trump um að hægt sé að leysa þetta stríð og koma á friði þannig að kröfum Rússa verði fullnægt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Ýmis mál séu undir líkt og möguleg eftirgjöf landsvæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu. „En það er bara hluti af því sem Pútín er að sækjast eftir. Hann er líka að sækjast eftir því að koma málum þannig fyrir að Úkraína verði einhvers konar leppríki Rússlands, að rjúfa þau tengsl sem Úkraínumenn hafa verið að byggja upp við Vesturlönd, Evrópu og Bandaríkin. Þannig hann mun örugglega krefjast þess Úkraína verði ekki hluti af NATO. Hann mun fara fram á að Úkraínuher verði minnkaður, þannig það sé ljóst að Úkraína geti ekki varist innrás Rússa ef til hennar kemur aftur og hann hefur líka krafist þess að ekki verði um nein öryggisloforð að ræða, þannig að Bandaríkin eða Evrópa muni ekki geta lofað því að grípa til aðgerða ef á Úkraínu verður ráðist.“ Það sé eitthvað sem Úkraínumenn muni ekki fallast á. „En hvort þeir neyðist til þess eða ekki, það er annað mál.“ Hér má sjá Trump stíga upp í forsetavélina og halda til Alaska til fundar við Pútín.vísir/AP Áhugavert verði að fylgjast með framvindu mála og viðbrögðum Trumps ef fundurinn leysist upp án niðurstöðu. „Hvort hann muni þá raunverulega fylgja eftir yfirlýsingum sínum um frekari efnahagslegar aðgerðir gagnvart Rússlandi og þá sérstaklega olíusölu. Það mun hafa mjög vondar afleiðingar fyrir Rússland efnahagslega, þannig Pútín mun örugglega reyna sitt besta til að fá Trump til að semja.“ Hjákátleg atlaga að friðarverðlaunum Guðmundur bendir á að Trump hafi einnig lýst yfir áhuga sínum á að hljóta friðarverðlaun nóbels. Sá metnaður gæti sett lit sinn á fundinum. „Það gæti ýtt undir hans vilja til þess að koma á friðarsamningi. Pútín skilur á vissan hátt hvernig Trump hugsar. Trump sér hlutina í samningum, og Pútín veit að Trump vill koma á eðlilegri samskiptum á milli Rússlands og Bandaríkjanna vegna þess að það mun hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Þannig það er að mörgu leyti það tromp sem Pútín hefur uppi í erminni og kemur til með að spila. Pútín lýsir sjálfum sér sem slyngum samningamanni og hann er meiri pólitískur refur. En það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif samskipti þessara tveggja einstaklinga geta haft á Evrópusöguna og það verður fróðlegt að sjá.“ Atlaga Trumps að friðarverðlaununum sé hjákátleg. „Hans aðgerðir hafa ýtt undir spennu í heiminum og þá sérstaklega í viðskiptamálum. Þó hann fái Úkraínumenn til að gefast upp fyrir Rússum held ég að það verði ekki mikil friðargjörð til lengri tíma,“ segir Guðmundur. „Þetta eru deilur sem rista mjög djúpt og þó svo að stríðið endi núna og að það verði gerður friðarsamningar með vopnahlé er þessum deilum ekki lokið. Og það leysist ekki á einum fundi.“ Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, yfirgaf Hvíta húsið rétt fyrir hádegi og hélt af stað til Anchorage í Alaska þar sem fundurinn mun fara fram. „Það er auðvitað margt sem er undir. Það er auðvitað stríðið í Úkraínu og endalok þess og svo samskipti Bandaríkjanna við Rússland. Það er mjög óljóst hvað út úr fundinum kemur, hvort Pútín sannfæri Trump um að hægt sé að leysa þetta stríð og koma á friði þannig að kröfum Rússa verði fullnægt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Ýmis mál séu undir líkt og möguleg eftirgjöf landsvæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu. „En það er bara hluti af því sem Pútín er að sækjast eftir. Hann er líka að sækjast eftir því að koma málum þannig fyrir að Úkraína verði einhvers konar leppríki Rússlands, að rjúfa þau tengsl sem Úkraínumenn hafa verið að byggja upp við Vesturlönd, Evrópu og Bandaríkin. Þannig hann mun örugglega krefjast þess Úkraína verði ekki hluti af NATO. Hann mun fara fram á að Úkraínuher verði minnkaður, þannig það sé ljóst að Úkraína geti ekki varist innrás Rússa ef til hennar kemur aftur og hann hefur líka krafist þess að ekki verði um nein öryggisloforð að ræða, þannig að Bandaríkin eða Evrópa muni ekki geta lofað því að grípa til aðgerða ef á Úkraínu verður ráðist.“ Það sé eitthvað sem Úkraínumenn muni ekki fallast á. „En hvort þeir neyðist til þess eða ekki, það er annað mál.“ Hér má sjá Trump stíga upp í forsetavélina og halda til Alaska til fundar við Pútín.vísir/AP Áhugavert verði að fylgjast með framvindu mála og viðbrögðum Trumps ef fundurinn leysist upp án niðurstöðu. „Hvort hann muni þá raunverulega fylgja eftir yfirlýsingum sínum um frekari efnahagslegar aðgerðir gagnvart Rússlandi og þá sérstaklega olíusölu. Það mun hafa mjög vondar afleiðingar fyrir Rússland efnahagslega, þannig Pútín mun örugglega reyna sitt besta til að fá Trump til að semja.“ Hjákátleg atlaga að friðarverðlaunum Guðmundur bendir á að Trump hafi einnig lýst yfir áhuga sínum á að hljóta friðarverðlaun nóbels. Sá metnaður gæti sett lit sinn á fundinum. „Það gæti ýtt undir hans vilja til þess að koma á friðarsamningi. Pútín skilur á vissan hátt hvernig Trump hugsar. Trump sér hlutina í samningum, og Pútín veit að Trump vill koma á eðlilegri samskiptum á milli Rússlands og Bandaríkjanna vegna þess að það mun hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Þannig það er að mörgu leyti það tromp sem Pútín hefur uppi í erminni og kemur til með að spila. Pútín lýsir sjálfum sér sem slyngum samningamanni og hann er meiri pólitískur refur. En það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif samskipti þessara tveggja einstaklinga geta haft á Evrópusöguna og það verður fróðlegt að sjá.“ Atlaga Trumps að friðarverðlaununum sé hjákátleg. „Hans aðgerðir hafa ýtt undir spennu í heiminum og þá sérstaklega í viðskiptamálum. Þó hann fái Úkraínumenn til að gefast upp fyrir Rússum held ég að það verði ekki mikil friðargjörð til lengri tíma,“ segir Guðmundur. „Þetta eru deilur sem rista mjög djúpt og þó svo að stríðið endi núna og að það verði gerður friðarsamningar með vopnahlé er þessum deilum ekki lokið. Og það leysist ekki á einum fundi.“
Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira