„Það hefði auðvitað verið betra“ Agnar Már Másson skrifar 16. ágúst 2025 16:28 Fundurinn er eitt skref af mörgum, segir Þorgerður. Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ „Það er rétt að það er ekki áþreifanleg niðurstaða af fundinum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við fréttastofu um leiðtogafund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Ráðherrann vill lítið tjá sig um fundinn. Það veit í raun enginn hvað fór fram á milli forsetanna, nema innsti hringur, er þeir spjölluðu saman á bak við luktar dyr í Anchorage í Alaskaríki í gær. „En þetta mun koma betur í ljós á næstu dögum. Það eru samtöl, vitum við, milli Bandaríkjanna og Úkraínu og Evrópu í gangi og það er margt uppbyggilegt þar,“ bætir Þorgerður Katrín við. Á meintum blaðamannafundi sem Trump og Pútín héldu í kjölfar fundarins sagði Bandaríkjamaðurinn: „Við komumst ekki alveg þangað.“ Vísaði hann þar til hugsanlegs friðar í Úkraínu. Eitt skref af mörgum Fundurinn er eitt skref af mörgum, að mati Þorgerðar. „Og mikilvægt skref verður á mánudaginn þegar Selenskí mætir í Hvíta húsið aftur,“ bætir utanríkisráðherrann við en Trump og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hafa báðir staðfest að þeir muni funda í Washington á mánudag. „Auðvitað sýnir þessi fundur í gær, og það kemur ekkert á óvart, að Pútín er auðvitað bara samur við sig; hann neitar að samþykkja vopnahlé, skilyrðislaust vopnahlé sem Úkraínumenn eru búnir að vera samþykkja í nokkra mánuði. Hann kýs heldur að láta þetta hræðilega stríð halda áfram og er tilbúinn til þess að ráðast á almenna borgara á meðan það er leitað að friði.“ Hún undirstrikar að Evrópa þurfi að standa saman með Úkraínu og standa vörð um grundvallargildi alþjóðalaga. Trump vill ekki vopnahlé, heldur frið Í morgun sagði Trump að betra væri að einbeita sér að algjörum friðarviðræðum heldur en að semja um vopnahlé, sem fer þvert á kröfur Úkraínumanna og yfirlýsingar Evrópusambandsleiðtoga í aðdraganda fundarins en er í takt við kröfur Pútíns, sem hefur það fyrir augum að halda Finnst þér rétt að víkja frá þeirri kröfu um að friðarviðræður gætu ekki hafist án þess að hafa vopnahlé? „Það er rétt sem þú segir að það hefur verið skýr afstaða Evrópu að það verði að fara í skilyrðislaust vopnahlé og semja um langvarandi frið, ekki undir sprengjuregni og drápsvél Rússa,“ svarar hún. „Það hefði auðvitað verið betra.“ Pútín og TrumpAP Evrópuleiðtogar hafa margir brugðist við og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í yfirlýsingu í dag að Trump hefði fært Evrópu nær friði en aldrei fyrr. Starmer á bókaðan fjarfund með Friedrich Merz Þýskalandskannslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta á morgun, að sögn Frakklandsforseta á X. Þorgerður bendir á að heimurinn á mikilvægum krossgötum. „Þetta eru sérstök tímamót. Og það að verið sé að sneiða fram hjá vopnahléi... að mínu mati hefur aldrei verið mikilvægara og brýnna en að Evrópa standi saman og undirstriki mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt og fullveldi og friðhelgi landamæra, þar með talið Úkraínu, þannig að það sé ekki vikið frá þessum prinsippum.“ Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, lýsir vonbrigðum í svari sínu við fyrirspurn New York Times og segir raunveruleikann þannig að “Rússar hafi enga ætlanir til að ljúka þessu stríði á næstunni,” heldur vilji Trump draga viðræður á langinn án þess að skuldbinda sig því að stöðva drápin í Úkraínu. Kallas sagði að Bandaríkin hefðu „kraftinn til að eiga í viðræðum af alvöru“ — en að sögn Times er ljóst að Kallas telji Bandaríkjamenn ekki vera að því. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins.Vísir/Getty Vill lítið tjá sig „Þetta var áhugavert framtak, og það var auðvitað áhugavert, svona öll umgjörðin,“ segir Þorgerður. „En ég held að það sé best á þessu stigi að segja frekar minna heldur en meira, því að ég bind vonir við það að næstu daga verði menn hliðhollir Úkraínu og það um leið, því að öryggi Evrópu muni þá aukast að nýju.“ Ráðherra segir að nú sé ekki „rétti tíminn“ til að svara því hvort hún hafi áhyggjur af því að Trump reyni að koma vopnahléi í gegn á kostnað hvers sem er og verði við óskum Pútíns um að fá að halda því landi sem Rússaher hefur lagt undir sig stríðinu. „En um það á heldur enginn annar að semja heldur en Úkraína sjálf,“ segir hún þó og tekur fram að það hafi ekki verið nein „eftirgjöf“ að hálfu Selenskís í kringum fundinn. Það sé ekki Rússa eða annarra ríkja að segja hvort Úkraína verði aðili að Evrópusambandinu og NATO eður ei. „Það er ekki þeirra að ákveða, það er ekki neins annarra ríkja heldur en Úkraínu.“ Selenskí fékk skítkast en Pútín rauðan dregil Öllu var tjaldað til fyrir heimsókn Rússlandsforseta og er erfitt að setja hana ekki í samhengi við heimsókn Selenskís Úkraínuforseta í vor, þar sem Bandaríkjaforseti og varaforseti hraunuðu yfir Selenskí. Evrópskir ráðamenn fylgdust agndofa með þegar Bandaríkjaforseti og varaforseti hans helltu sér yfir Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu í lok febrúar.Vísir/EPA Trump tók aftur á móti Pútín á rauðum dregli, sem hefur vakið nokkra athygli. Pútin gengur rauða dregilinn á flugvellinum í Anchorage, höfuðborg Alaska, þar sem Trump tók á móti Rússanum.AP Þetta var mikið „show“. Það var rauður dregill og svo boðað til blaðamannafundar sem reyndist að lokum enginn blaðamannafundur heldur bara tveir menn að tala án þess að blaðamenn fengju að spyrja spurninga. Þetta hefur verið kallað hálfgert leikrit og einn diplómati í Þýskalandi sagði þetta vera „eitt-núll“ fyrir Pútín. Finnst þér eitthvað til í því? Þorgerður Katrín ítrekar að hún telji ekki rétt að tjá sig mikið um fundinn enda liggi lítið fyrir um innihald hans og endurtekur að ríki hins „frjálslynda lýðræðislega heims“ verði að standa saman með Úkraínu. „Hvaða form hann setti upp, Bandaríkjaforseti við móttöku Pútíns, það er bara hans. Svo lengi sem það skilar réttlátum og langvarandi friði fyrir Úkraínu að þá er mér sama hvort Pútín fái nokkurn rauðan dregil eða ekki ef það síðan skilar friði í Evrópu, friði í Úkraínu og einhverju sem við getum treyst á til lengri tíma.“ Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
„Það er rétt að það er ekki áþreifanleg niðurstaða af fundinum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við fréttastofu um leiðtogafund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Ráðherrann vill lítið tjá sig um fundinn. Það veit í raun enginn hvað fór fram á milli forsetanna, nema innsti hringur, er þeir spjölluðu saman á bak við luktar dyr í Anchorage í Alaskaríki í gær. „En þetta mun koma betur í ljós á næstu dögum. Það eru samtöl, vitum við, milli Bandaríkjanna og Úkraínu og Evrópu í gangi og það er margt uppbyggilegt þar,“ bætir Þorgerður Katrín við. Á meintum blaðamannafundi sem Trump og Pútín héldu í kjölfar fundarins sagði Bandaríkjamaðurinn: „Við komumst ekki alveg þangað.“ Vísaði hann þar til hugsanlegs friðar í Úkraínu. Eitt skref af mörgum Fundurinn er eitt skref af mörgum, að mati Þorgerðar. „Og mikilvægt skref verður á mánudaginn þegar Selenskí mætir í Hvíta húsið aftur,“ bætir utanríkisráðherrann við en Trump og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hafa báðir staðfest að þeir muni funda í Washington á mánudag. „Auðvitað sýnir þessi fundur í gær, og það kemur ekkert á óvart, að Pútín er auðvitað bara samur við sig; hann neitar að samþykkja vopnahlé, skilyrðislaust vopnahlé sem Úkraínumenn eru búnir að vera samþykkja í nokkra mánuði. Hann kýs heldur að láta þetta hræðilega stríð halda áfram og er tilbúinn til þess að ráðast á almenna borgara á meðan það er leitað að friði.“ Hún undirstrikar að Evrópa þurfi að standa saman með Úkraínu og standa vörð um grundvallargildi alþjóðalaga. Trump vill ekki vopnahlé, heldur frið Í morgun sagði Trump að betra væri að einbeita sér að algjörum friðarviðræðum heldur en að semja um vopnahlé, sem fer þvert á kröfur Úkraínumanna og yfirlýsingar Evrópusambandsleiðtoga í aðdraganda fundarins en er í takt við kröfur Pútíns, sem hefur það fyrir augum að halda Finnst þér rétt að víkja frá þeirri kröfu um að friðarviðræður gætu ekki hafist án þess að hafa vopnahlé? „Það er rétt sem þú segir að það hefur verið skýr afstaða Evrópu að það verði að fara í skilyrðislaust vopnahlé og semja um langvarandi frið, ekki undir sprengjuregni og drápsvél Rússa,“ svarar hún. „Það hefði auðvitað verið betra.“ Pútín og TrumpAP Evrópuleiðtogar hafa margir brugðist við og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í yfirlýsingu í dag að Trump hefði fært Evrópu nær friði en aldrei fyrr. Starmer á bókaðan fjarfund með Friedrich Merz Þýskalandskannslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta á morgun, að sögn Frakklandsforseta á X. Þorgerður bendir á að heimurinn á mikilvægum krossgötum. „Þetta eru sérstök tímamót. Og það að verið sé að sneiða fram hjá vopnahléi... að mínu mati hefur aldrei verið mikilvægara og brýnna en að Evrópa standi saman og undirstriki mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt og fullveldi og friðhelgi landamæra, þar með talið Úkraínu, þannig að það sé ekki vikið frá þessum prinsippum.“ Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, lýsir vonbrigðum í svari sínu við fyrirspurn New York Times og segir raunveruleikann þannig að “Rússar hafi enga ætlanir til að ljúka þessu stríði á næstunni,” heldur vilji Trump draga viðræður á langinn án þess að skuldbinda sig því að stöðva drápin í Úkraínu. Kallas sagði að Bandaríkin hefðu „kraftinn til að eiga í viðræðum af alvöru“ — en að sögn Times er ljóst að Kallas telji Bandaríkjamenn ekki vera að því. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins.Vísir/Getty Vill lítið tjá sig „Þetta var áhugavert framtak, og það var auðvitað áhugavert, svona öll umgjörðin,“ segir Þorgerður. „En ég held að það sé best á þessu stigi að segja frekar minna heldur en meira, því að ég bind vonir við það að næstu daga verði menn hliðhollir Úkraínu og það um leið, því að öryggi Evrópu muni þá aukast að nýju.“ Ráðherra segir að nú sé ekki „rétti tíminn“ til að svara því hvort hún hafi áhyggjur af því að Trump reyni að koma vopnahléi í gegn á kostnað hvers sem er og verði við óskum Pútíns um að fá að halda því landi sem Rússaher hefur lagt undir sig stríðinu. „En um það á heldur enginn annar að semja heldur en Úkraína sjálf,“ segir hún þó og tekur fram að það hafi ekki verið nein „eftirgjöf“ að hálfu Selenskís í kringum fundinn. Það sé ekki Rússa eða annarra ríkja að segja hvort Úkraína verði aðili að Evrópusambandinu og NATO eður ei. „Það er ekki þeirra að ákveða, það er ekki neins annarra ríkja heldur en Úkraínu.“ Selenskí fékk skítkast en Pútín rauðan dregil Öllu var tjaldað til fyrir heimsókn Rússlandsforseta og er erfitt að setja hana ekki í samhengi við heimsókn Selenskís Úkraínuforseta í vor, þar sem Bandaríkjaforseti og varaforseti hraunuðu yfir Selenskí. Evrópskir ráðamenn fylgdust agndofa með þegar Bandaríkjaforseti og varaforseti hans helltu sér yfir Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu í lok febrúar.Vísir/EPA Trump tók aftur á móti Pútín á rauðum dregli, sem hefur vakið nokkra athygli. Pútin gengur rauða dregilinn á flugvellinum í Anchorage, höfuðborg Alaska, þar sem Trump tók á móti Rússanum.AP Þetta var mikið „show“. Það var rauður dregill og svo boðað til blaðamannafundar sem reyndist að lokum enginn blaðamannafundur heldur bara tveir menn að tala án þess að blaðamenn fengju að spyrja spurninga. Þetta hefur verið kallað hálfgert leikrit og einn diplómati í Þýskalandi sagði þetta vera „eitt-núll“ fyrir Pútín. Finnst þér eitthvað til í því? Þorgerður Katrín ítrekar að hún telji ekki rétt að tjá sig mikið um fundinn enda liggi lítið fyrir um innihald hans og endurtekur að ríki hins „frjálslynda lýðræðislega heims“ verði að standa saman með Úkraínu. „Hvaða form hann setti upp, Bandaríkjaforseti við móttöku Pútíns, það er bara hans. Svo lengi sem það skilar réttlátum og langvarandi friði fyrir Úkraínu að þá er mér sama hvort Pútín fái nokkurn rauðan dregil eða ekki ef það síðan skilar friði í Evrópu, friði í Úkraínu og einhverju sem við getum treyst á til lengri tíma.“
Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira